Grunnskólabörn kynnast ferðamáta framtíðarinnar Jórunn Frímannsdóttir skrifar 8. október 2009 06:00 Stjórn Strætó bs samþykkti á fundi sínum þann 1. október að bjóða öllum grunnskólum sveitarfélaganna sem standa að rekstri Strætó bs. svokölluð grunnskólakort, sem eru sérstök hópakort ætluð til vettvangsferða kennara og nemenda. Kortin gilda milli klukkan 9 og 15 virka daga, þ.e. utan helstu annatíma strætó sem eru snemma á morgnana og síðdegis. Tilgangurinn er að kynna strætó fyrir ungu fólki og þannig auka líkurnar á að börn og unglingar læri að nýta sér kosti almenningssamgangna. Um leið aukast möguleikar kennara á að fara í styttri vettvangsferðir með nemendur sína. Þannig verður auðveldara fyrir grunnskólakennara og nemendur þeirra að nýta t.a.m. listasöfn, almenningsgarða, útikennslustofur og annað sem höfuðborgarsvæðið hefur upp á að bjóða til kennslu. Aukin þekking og færni í notkun strætóMikilvægt er að börn og unglingar öðlist færni í að nýta sér strætó við sem flest tækifæri, því þannig aukum við vitund yngstu kynslóðarinnar um þennan valkost í samgöngum. Aukin þekking og færni skilar sér síðan í því að börn og unglingar geta nýtt sér strætó betur, bæði á skólatíma og í frístundum. Kortin verða útbúin með skjaldarmerki þess sveitarfélags sem hver skóli tilheyrir og verður fjöldi korta mismunandi eftir skólum. Miðað verður við að aldrei séu færri en tvö slík kort í skóla en annars er miðað við að eitt kort sé gefið út á hver hundrað börn. Kortin gilda einungis utan annatíma strætó til að forðast það að grunnskólahópar komi í vagnana á þeim tímum sem flestir farþegar eru í vögnunum. Engu að síður er nauðsynlegt við notkun kortanna að fara ekki af stað með stóra hópa án þess að láta Strætó bs. vita fyrirfram að von sé á stórum hópum á ákveðnum tíma á ákveðnum leiðum. Jafnframt er nauðsynlegt að hafa í huga að greiðandi farþegar hafa alltaf forgang fram yfir hópa og getur þurft að skipta hóp á fleiri ferðir ef vagninn fyllist óþægilega mikið. Eykur fjölbreytni skólastarfsinsÞað er von okkar í stjórn Strætó bs. að þessi nýjung muni mælast vel fyrir í grunnskólum höfuðborgarsvæðisins og verða til þess að kennarar fari í auknum mæli með nemendur í vettvangsferðir. Það eykur fjölbreytni skólastarfsins um leið og börnin læra á strætósamgöngur og kynnast þannig ferðamáta til framtíðar. Höfundur er stjórnarformaður Strætó bs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Stjórn Strætó bs samþykkti á fundi sínum þann 1. október að bjóða öllum grunnskólum sveitarfélaganna sem standa að rekstri Strætó bs. svokölluð grunnskólakort, sem eru sérstök hópakort ætluð til vettvangsferða kennara og nemenda. Kortin gilda milli klukkan 9 og 15 virka daga, þ.e. utan helstu annatíma strætó sem eru snemma á morgnana og síðdegis. Tilgangurinn er að kynna strætó fyrir ungu fólki og þannig auka líkurnar á að börn og unglingar læri að nýta sér kosti almenningssamgangna. Um leið aukast möguleikar kennara á að fara í styttri vettvangsferðir með nemendur sína. Þannig verður auðveldara fyrir grunnskólakennara og nemendur þeirra að nýta t.a.m. listasöfn, almenningsgarða, útikennslustofur og annað sem höfuðborgarsvæðið hefur upp á að bjóða til kennslu. Aukin þekking og færni í notkun strætóMikilvægt er að börn og unglingar öðlist færni í að nýta sér strætó við sem flest tækifæri, því þannig aukum við vitund yngstu kynslóðarinnar um þennan valkost í samgöngum. Aukin þekking og færni skilar sér síðan í því að börn og unglingar geta nýtt sér strætó betur, bæði á skólatíma og í frístundum. Kortin verða útbúin með skjaldarmerki þess sveitarfélags sem hver skóli tilheyrir og verður fjöldi korta mismunandi eftir skólum. Miðað verður við að aldrei séu færri en tvö slík kort í skóla en annars er miðað við að eitt kort sé gefið út á hver hundrað börn. Kortin gilda einungis utan annatíma strætó til að forðast það að grunnskólahópar komi í vagnana á þeim tímum sem flestir farþegar eru í vögnunum. Engu að síður er nauðsynlegt við notkun kortanna að fara ekki af stað með stóra hópa án þess að láta Strætó bs. vita fyrirfram að von sé á stórum hópum á ákveðnum tíma á ákveðnum leiðum. Jafnframt er nauðsynlegt að hafa í huga að greiðandi farþegar hafa alltaf forgang fram yfir hópa og getur þurft að skipta hóp á fleiri ferðir ef vagninn fyllist óþægilega mikið. Eykur fjölbreytni skólastarfsinsÞað er von okkar í stjórn Strætó bs. að þessi nýjung muni mælast vel fyrir í grunnskólum höfuðborgarsvæðisins og verða til þess að kennarar fari í auknum mæli með nemendur í vettvangsferðir. Það eykur fjölbreytni skólastarfsins um leið og börnin læra á strætósamgöngur og kynnast þannig ferðamáta til framtíðar. Höfundur er stjórnarformaður Strætó bs.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar