Viðskiptaráð telur fjölþrepa skattkerfi afleita hugmynd 10. nóvember 2009 15:10 Viðskiptaráð Íslands telur hugmyndir um fjölþrepa skattlagningu launatekna hvorki til þess fallnar að efla tekjugrunn hins opinbera né hraða því endurreisnarstarfi sem framundan er í íslensku efnahagslífi. Raunar telur ráðið þetta afleita hugmynd. Í umfjöllun um málið á vefsíðu Viðskiptaráðs segir að skattar skipta verulegu máli þegar kemur að því að letja eða hvetja þátttakendur hagkerfisins til ýmissa verka. Þegar fólk tekur ákvarðanir er eðlilegt að hugsa á jaðrinum, þ.e. hversu stórum hluta viðkomandi kemur til með að halda eftir af þeim verðmætum sem sköpuð eru. Með þetta í huga er ljóst að jaðarskattar ráða miklu um hegðun og ákvarðanir innan hagkerfa. Fjölþrepa skattkerfi leiðir sjálfkrafa til hækkunar jaðarskatta, enda standa launþegar frammi fyrir hækkandi skattprósentu með auknu vinnuframlagi. Háir jaðarskattar auka hvata til undanskota og skattsvika auk þess sem þeir draga úr hvata til aukins vinnuframlags og verðmætasköpunar. Íslendingar mega illa við því við núverandi aðstæður að draga úr vilja fólks til að skapa verðmæti. Ógagnsæi í rekstri og umfangi hins opinbera eykst einnig til muna og kostnaður vegna umsýslu tengdri skattamálum myndi samhliða aukast til muna samanborið við einfaldara kerfi. Hættan við mikla endurdreifingu fjármuna í gegnum skattkerfið er að hvati til frumkvæðis, nýsköpunar og dugnaðar dragist saman þar sem viðkomandi nýtur ekki ávaxta erfiðis síns í nægjanlega ríkum mæli. Það verður einnig að hafa í huga að skilvirkni endurdreifingar er sjaldnast fullkominn þar sem laun og verðlag á markaði aðlagar sig að einhverju marki að því skattkerfi sem er til staðar hverju sinni. Stjórnvöld hafa sett sér skynsamleg markmið um að draga úr fjárlagahalla með skjótum og markvissum hætti. Til að svo megi verða ættu stjórnvöld að leita annarra leiða en umfangsmikilla skattahækkanna, en þá blasir við að nauðsynlegt verður að hagræða í rekstri og draga verulega úr opinberum útgjöldum. Líti stjórnvöld svo á að skattahækkanir séu óumflýjanlegar er nauðsynlegt að hugað verði að þeim neikvæðum hliðarverkunum sem þær geti skapað og ákvarðanir um skattbreytingar teknar með hagsýni og raunsæi að leiðarljósi. Það er engum til gagns að hækka skattprósentur ef skattstofnar rýrna með samsvarandi hætti. Hagfellt skattkerfi er einn helsti grundvöllur langtímasamkeppnishæfni þjóða og mikilvæg forsenda þess að bati hagkerfisins verði sem skjótastur. Þrátt fyrir efnahagshrun og erfiða skuldastöðu hins opinbera gilda ennþá grundvallarlögmál hagfræðinnar hér á landi. Í stað þess að reyna að taka sem stærsta sneið af kökunni ættu stjórnvöld þess í stað að einbeita sér að því að næra og byggja upp hagkerfið til að kakan geti stækkað sem fyrst á nýjan leik. Með því má verja störf, almenn lífskjör og sjálfbærni hagkerfisins til lengri tíma. Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira
Viðskiptaráð Íslands telur hugmyndir um fjölþrepa skattlagningu launatekna hvorki til þess fallnar að efla tekjugrunn hins opinbera né hraða því endurreisnarstarfi sem framundan er í íslensku efnahagslífi. Raunar telur ráðið þetta afleita hugmynd. Í umfjöllun um málið á vefsíðu Viðskiptaráðs segir að skattar skipta verulegu máli þegar kemur að því að letja eða hvetja þátttakendur hagkerfisins til ýmissa verka. Þegar fólk tekur ákvarðanir er eðlilegt að hugsa á jaðrinum, þ.e. hversu stórum hluta viðkomandi kemur til með að halda eftir af þeim verðmætum sem sköpuð eru. Með þetta í huga er ljóst að jaðarskattar ráða miklu um hegðun og ákvarðanir innan hagkerfa. Fjölþrepa skattkerfi leiðir sjálfkrafa til hækkunar jaðarskatta, enda standa launþegar frammi fyrir hækkandi skattprósentu með auknu vinnuframlagi. Háir jaðarskattar auka hvata til undanskota og skattsvika auk þess sem þeir draga úr hvata til aukins vinnuframlags og verðmætasköpunar. Íslendingar mega illa við því við núverandi aðstæður að draga úr vilja fólks til að skapa verðmæti. Ógagnsæi í rekstri og umfangi hins opinbera eykst einnig til muna og kostnaður vegna umsýslu tengdri skattamálum myndi samhliða aukast til muna samanborið við einfaldara kerfi. Hættan við mikla endurdreifingu fjármuna í gegnum skattkerfið er að hvati til frumkvæðis, nýsköpunar og dugnaðar dragist saman þar sem viðkomandi nýtur ekki ávaxta erfiðis síns í nægjanlega ríkum mæli. Það verður einnig að hafa í huga að skilvirkni endurdreifingar er sjaldnast fullkominn þar sem laun og verðlag á markaði aðlagar sig að einhverju marki að því skattkerfi sem er til staðar hverju sinni. Stjórnvöld hafa sett sér skynsamleg markmið um að draga úr fjárlagahalla með skjótum og markvissum hætti. Til að svo megi verða ættu stjórnvöld að leita annarra leiða en umfangsmikilla skattahækkanna, en þá blasir við að nauðsynlegt verður að hagræða í rekstri og draga verulega úr opinberum útgjöldum. Líti stjórnvöld svo á að skattahækkanir séu óumflýjanlegar er nauðsynlegt að hugað verði að þeim neikvæðum hliðarverkunum sem þær geti skapað og ákvarðanir um skattbreytingar teknar með hagsýni og raunsæi að leiðarljósi. Það er engum til gagns að hækka skattprósentur ef skattstofnar rýrna með samsvarandi hætti. Hagfellt skattkerfi er einn helsti grundvöllur langtímasamkeppnishæfni þjóða og mikilvæg forsenda þess að bati hagkerfisins verði sem skjótastur. Þrátt fyrir efnahagshrun og erfiða skuldastöðu hins opinbera gilda ennþá grundvallarlögmál hagfræðinnar hér á landi. Í stað þess að reyna að taka sem stærsta sneið af kökunni ættu stjórnvöld þess í stað að einbeita sér að því að næra og byggja upp hagkerfið til að kakan geti stækkað sem fyrst á nýjan leik. Með því má verja störf, almenn lífskjör og sjálfbærni hagkerfisins til lengri tíma.
Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira