Líf með sykursýki Elín Þuríður Samúelsdóttir skrifar 13. nóvember 2009 06:00 Alþjóðadagur sykursjúkra er 14. nóvember. Deginum er ætlað að vekja athygli fólks á sjúkdómnum sem talinn er vera ein mesta heilsufarsógn 21. aldarinnar. Sameinuðu þjóðirnar hafa viðurkennt þennan dag, á sama hátt og alnæmisdaginn, og er sykursýki fyrsti sjúkdómurinn sem ekki er smitandi sem fær þá stöðu. Deginum er ætlað að vekja athygli á sjúkdómnum og taka Samtök sykursjúkra á Íslandi virkan þátt í honum með því að bjóða upp á blóðsykursmælingar fyrir almenning þeim að kostnaðarlausu. Líf með sykursýki er ákveðinn lífsstíll sem fólk þarf að temja sér ætli það sér að lifa sem eðlilegustu lífi. Talið er að mjög margir sykursjúkir einstaklingar á Íslandi hafi ekki verið greindir. 12. mars 1991 greindist ég með sykursýki tegund 1, mánuði fyrir fermingu. Á þessum tíma hafði ég grennst töluvert sem mér fannst nú ekki leiðinlegt en vissi ekki að það var eitt af einkennum ómeðhöndlaðrar sykursýki. Ég var stöðugt þyrst og þurfti mjög oft að fara á salernið. Ég man að kennslustundirnar í grunnskóla voru 40 mínútur og síðustu 10 mínútur tímans voru kvöl og pína fyrir mig þar sem ég taldi mjög grunsamlegt að biðja um að fara á salerni oft í kennslustund. Það var ekki fyrr en ég fór að ræða málið við mömmu og segja henni frá því óheyrilega magni af vökva sem ég hafði drukkið að hún áttaði sig á hvað var í gangi. Hún fór strax með mig til læknis og tjáði honum að ég væri með sykursýki. Það reyndist rétt og síðan hef ég notað insúlínsprautur og nú insúlíndælu. Það tók mig töluvert mörg ár að komast úr minni afneitun og fara að virða sjúkdóminn eins og mér bar. Ég hef aldrei látið sykursýkina stoppa mig í neinu sem ég hef viljað gera. Ég hef verið mjög opin með hana og hef talið mér lífsnauðsynlegt að fræða fólk í kringum mig á því að ég sé sykursjúk ef eitthvað kemur upp á en að öðru leyti hugsaði ég lítið um sjúkdóminn. Nú síðustu árin hef ég tekið mig á varðandi stjórnun á blóðsykri. Ekki síst er það að þakka insúlíndælumeðferðinni sem ég er á í dag. Með tilkomu dælunnar jókst þekking mín á sykursýkinni. Ég geri mér meðal annars betur grein fyrir því hversu mikið insúlín ég nota á mismunandi tímum dagsins. Dælan gerir mér auðveldara fyrir að halda blóðsykrinum innan marka en hún er engin töfralausn nema ég sé sjálf tilbúin að mæla blóðsykurinn og velta fyrir mér kolvetnainnihaldi fæðunnar. Sykursýkin hefur ekki hamlandi áhrif á líf mitt. Ég hef gengið með eitt barn og ég stunda þau áhugamál sem höfða til mín. Í sumar gekk ég á fjöll og synti út í Viðey svo eitthvað sé nefnt. En til þess að ég ætli að lifa eðlilegu lífi, án þess að láta sykursýkina stjórna mér, þarf ég að bera mikla virðingu fyrir henni og veita henni ákveðinn tíma af lífi mínu daglega. Ég mæli blóðsykurinn allt að sex sinnum á dag, einfaldlega til að vita hvernig staðan er hverju sinni. Suma daga gef ég mér oft insúlín og aðra ekki. Það þýðir ekki að ég sé slæm af sykursýkinni heldur það að ég er að lifa eðlilegu lífi sem felur í sér að borða og hreyfa sig mismikið milli daga. Samtök sykursjúkra á íslandi hafa starfað frá árinu 1971 og er hlutverk þeirra meðal annars að veita fræðslu um sykursýki og bæta félagslega aðstöðu sykursjúkra. Samtökin standa fyrir nokkrum fræðslufundum á ári og gönguferðir eru fastur liður í starfinu svo eitthvað sé nefnt. Á morgun verður alþjóðadagur sykursjúkra og af því tilefni standa samtökin fyrir blóðsykursmælingum í Smáralind frá 12.00-16.00. Öllum er velkomið að láta mæla sig. Sjúkdómurinn getur verið til staðar í fólki í töluvert langan tíma áður en fólk áttar sig á einkennum en það er mjög mikilvægt fyrir heilsu fólks að greina sjúkdóminn sem fyrst. Höfundur er sykursjúkur og meðlimur í stjórn Samtaka sykursjúkra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Alþjóðadagur sykursjúkra er 14. nóvember. Deginum er ætlað að vekja athygli fólks á sjúkdómnum sem talinn er vera ein mesta heilsufarsógn 21. aldarinnar. Sameinuðu þjóðirnar hafa viðurkennt þennan dag, á sama hátt og alnæmisdaginn, og er sykursýki fyrsti sjúkdómurinn sem ekki er smitandi sem fær þá stöðu. Deginum er ætlað að vekja athygli á sjúkdómnum og taka Samtök sykursjúkra á Íslandi virkan þátt í honum með því að bjóða upp á blóðsykursmælingar fyrir almenning þeim að kostnaðarlausu. Líf með sykursýki er ákveðinn lífsstíll sem fólk þarf að temja sér ætli það sér að lifa sem eðlilegustu lífi. Talið er að mjög margir sykursjúkir einstaklingar á Íslandi hafi ekki verið greindir. 12. mars 1991 greindist ég með sykursýki tegund 1, mánuði fyrir fermingu. Á þessum tíma hafði ég grennst töluvert sem mér fannst nú ekki leiðinlegt en vissi ekki að það var eitt af einkennum ómeðhöndlaðrar sykursýki. Ég var stöðugt þyrst og þurfti mjög oft að fara á salernið. Ég man að kennslustundirnar í grunnskóla voru 40 mínútur og síðustu 10 mínútur tímans voru kvöl og pína fyrir mig þar sem ég taldi mjög grunsamlegt að biðja um að fara á salerni oft í kennslustund. Það var ekki fyrr en ég fór að ræða málið við mömmu og segja henni frá því óheyrilega magni af vökva sem ég hafði drukkið að hún áttaði sig á hvað var í gangi. Hún fór strax með mig til læknis og tjáði honum að ég væri með sykursýki. Það reyndist rétt og síðan hef ég notað insúlínsprautur og nú insúlíndælu. Það tók mig töluvert mörg ár að komast úr minni afneitun og fara að virða sjúkdóminn eins og mér bar. Ég hef aldrei látið sykursýkina stoppa mig í neinu sem ég hef viljað gera. Ég hef verið mjög opin með hana og hef talið mér lífsnauðsynlegt að fræða fólk í kringum mig á því að ég sé sykursjúk ef eitthvað kemur upp á en að öðru leyti hugsaði ég lítið um sjúkdóminn. Nú síðustu árin hef ég tekið mig á varðandi stjórnun á blóðsykri. Ekki síst er það að þakka insúlíndælumeðferðinni sem ég er á í dag. Með tilkomu dælunnar jókst þekking mín á sykursýkinni. Ég geri mér meðal annars betur grein fyrir því hversu mikið insúlín ég nota á mismunandi tímum dagsins. Dælan gerir mér auðveldara fyrir að halda blóðsykrinum innan marka en hún er engin töfralausn nema ég sé sjálf tilbúin að mæla blóðsykurinn og velta fyrir mér kolvetnainnihaldi fæðunnar. Sykursýkin hefur ekki hamlandi áhrif á líf mitt. Ég hef gengið með eitt barn og ég stunda þau áhugamál sem höfða til mín. Í sumar gekk ég á fjöll og synti út í Viðey svo eitthvað sé nefnt. En til þess að ég ætli að lifa eðlilegu lífi, án þess að láta sykursýkina stjórna mér, þarf ég að bera mikla virðingu fyrir henni og veita henni ákveðinn tíma af lífi mínu daglega. Ég mæli blóðsykurinn allt að sex sinnum á dag, einfaldlega til að vita hvernig staðan er hverju sinni. Suma daga gef ég mér oft insúlín og aðra ekki. Það þýðir ekki að ég sé slæm af sykursýkinni heldur það að ég er að lifa eðlilegu lífi sem felur í sér að borða og hreyfa sig mismikið milli daga. Samtök sykursjúkra á íslandi hafa starfað frá árinu 1971 og er hlutverk þeirra meðal annars að veita fræðslu um sykursýki og bæta félagslega aðstöðu sykursjúkra. Samtökin standa fyrir nokkrum fræðslufundum á ári og gönguferðir eru fastur liður í starfinu svo eitthvað sé nefnt. Á morgun verður alþjóðadagur sykursjúkra og af því tilefni standa samtökin fyrir blóðsykursmælingum í Smáralind frá 12.00-16.00. Öllum er velkomið að láta mæla sig. Sjúkdómurinn getur verið til staðar í fólki í töluvert langan tíma áður en fólk áttar sig á einkennum en það er mjög mikilvægt fyrir heilsu fólks að greina sjúkdóminn sem fyrst. Höfundur er sykursjúkur og meðlimur í stjórn Samtaka sykursjúkra.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar