Viðskipti innlent

Leita meðeiganda að West Ham

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Leitað er meðeiganda að enska úrvalsdeildarliðinu West Ham. Mynd/ AFP.
Leitað er meðeiganda að enska úrvalsdeildarliðinu West Ham. Mynd/ AFP.
Georg Andersen, forstöðumaður samskiptasviðs Straums, staðfestir í samtali við Vísi að CB Holdings, eignarhaldsfélag West Ham, sé að leita að nýjum aðila inn í rekstur knattspyrnufélagsins.

Á vef breska blaðsins Times var greint frá því í morgun að CB Holdings, sem er í eigu Straums, hafi ráðið fjárfestingabankana Rothchild og Standard Bank til þess að sjá um viðskiptin fyrir sig. Georg segir þetta vera rétt. „Við erum að setja þetta mál inn í farveg og erum að leita að partner með okkur," segir Georg í samtali við Vísi.

Georg segir ekki fullljóst hverjar breytingarnar á rekstri CB Holdings verði. Þær geti þýtt fjárhagslega endurskipulagningu, hugsanlegan meðeiganda, en fyrst og fremst faglega meðhöndlun gagnvart þeim sem sýni félaginu áhuga. Þetta þýði ekki að stefnubreyting hafi átt ser stað og CB Holding sé að reyna að flýta einhverri sölu í gegn, þvert á móti telji forsvarsmenn Straums það geta tekið mánuði eða jafnvel ár áður en eignarhaldsbreyting á West Ham eigi sér stað.




Tengdar fréttir

CB Holdings fær fjárfestingarbanka til að sjá um sölu West Ham

Enska knattspyrnufélagið West Ham er komið í söluferli, eftir því sem fullyrt er á vef breska blaðsins Times. Þar segir að CB Holdings, sem er í eigu Straums, hafi ráðið fjárfestingabankana Rothchild og Standard Bank til þess að sjá um söluferlið. Rothschild hefur mörgum sinnum komið að sölu á íþróttafélögum, til dæmis þegar Randy Lerner keypti Aston Villa árið 2006.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×