Viðskipti innlent

EBITDA hagnaður Marels 28,8 milljónir evra

Matvælavinnsluvélar Marel Food Systems skoðaðar.
Matvælavinnsluvélar Marel Food Systems skoðaðar. Mynd/GVA
Heildar EBITDA hagnaður Marels á fyrstu sex mánuðum ársins nam 28,8 milljónum evra. Á síðasta ári nam EBITDA hagnaður Marels á fyrstu sex mánuðum ársins, 21,4 milljónum evra.

Helstu niðurstöður fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2009 eru svohljóðandi:

Heildartekjur fyrstu sex mánuði ársins námu 262,3 milljónum evra og námu tekjur af kjarnastarfsemi 210,4 milljónum evra á fyrri helmingi ársins.

Heildar EBITDA fyrir tímabilið var 28,8 milljónir evra og nam heildar rekstrarhagnaður (EBIT) 15,8 milljónum evra á fyrri helmingi ársins.

Theo Hoen, forstjóri Marels, hefur þetta að segja um hálfsársuppgjör félagsins:

„Við erum ánægð með bætta rekstrarafkomu á fjórðungnum. Sjóðstreymi hefur aukist, uppbygging fjármögnunar hefur verið bætt og við höfum gengið frá nokkrum stórum samningum við viðskiptavini okkar. Við reiknum með að pantanastaða af kjarnastarfsemi, sem hefur nú aukist annan ársfjórðunginn í röð, muni halda áfram að batna þó að einhverjar sveiflur kunni að verða milli ársfjórðunga vegna áhrifa stærri verkefna. Við skilum rekstrarhagnaði og fjárhagslegt umhverfi fyrirtækisins er nú traustara í kjölfar endurfjármögnunar skammtímaskulda. Við munum halda áfram að hagræða til að styðja við bætta rekstrarafkomu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×