Umfjöllun: Akureyri afgreitt í fyrri hálfleik Hjalti Þór Hreinsson skrifar 10. desember 2009 21:00 Birkir Ívar Guðmundsson átti stórleik í marki Hauka. Mynd/Stefán Haukar eru á toppnum í N-1 deild karla og verða það fram yfir bæði jól og EM í janúar. Liðið kjöldró Akureyri fyrir norðan í kvöld, 20-24. Tölurnar gefa ekki alveg rétta mynd af leiknum. Haukar byrjuðu leikinn miklu betur og komust í 0-3. Sókn Akureyrar var slök en að sjálfsögðu hanga saman vörn Hauka og sókn heimamanna. Vörn gestanna var virkilega góð og hélt hún Akureyri í sjö mörkum í fyrri hálfleik. Heimamenn pirruðu sig á dómurunum, sem gerðu nokkur mistök sem Akureyri tapaði á. Haukar spiluðu langar sóknir en komu sér alltaf í færi. Vörn Akureyrar fann sig ekki og hefði að ósekju átt að breyta til þegar ekkert gekk, en liðið spilaði 6-0 vörn allan hálfleikinn. 5-1 vörnin í seinni hálfleik gekk betur. Haukar komust í 3-10 um miðbik hálfleiksins og komust mest í átta marka forystu. Henni héldu þeir út hálfleikinn og leiddu 7-15 eftir óspennandi fyrri hálfleik. Gestirnir komust mest tíu mörkum yfir en slökuðu á undir lokin. Akureyri komst sex mörkum frá Haukunum um miðjan hálfleikinn en þar við sat. Undir lokin minnkaði liðið svo muninn í fjögur mörk og bjargaði í raun andlitinu. Elías Már var góður í fyrri hálfleik, Sigurbergur var aftur á móti slakur allan leikinn en Björgvin fínn. Vörn þeirra var góð og Birkir Ívar flottur. Hjá Akureyri bar enginn af, einna helst Oddur sem var markahæstur. Hann var samt mjög lengi í gang. Liðið kolféll undir pressu í kvöld en liðið var vel stutt allan leikinn af áhorfendum. Það dugði þó engan vegin til, Haukar báru af á öllum sviðum.Tölfræði úr leiknum:Akureyri-Haukar 20-24 (7-15)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 7/3 (10/4), Jónatan Magnússon 4 (10/2), Geir Guðmundsson 2 (4), Heimir Örn Árnason 2 (6), Árni Þór Sigtryggsson 2 (8), Guðlaugur Arnarsson 1 (2), Andri Snær Stefánsson 1 (4), Guðmundur H. Helgason 1 (8).Varin skot: Hafþór Einarsson 11 (17) 65%, Hörður Flóki Ólafsson 8 (26) 31%.Hraðaupphlaup: 2 (Oddur 2 ).Fiskuð víti: 6 (Oddur 2,Heimir, Árni, Andri, Hörður )Utan vallar: 2 mín.Mörk Hauka: Elías Már Halldórsson 7 (9), Björgvin Hólmgeirsson 6 (16), Einar Örn Jónsson 2 (2), Freyr Brynjarsson 2 (4), Pétur Pálsson 2 (6), Heimir Óli Heimisson 1 (1), Stefán Rafn Sigurmannsson 1 (2), Guðmundur Árni Ólafsson 1 (4), Sigurbergur Sveinsson 1/1 (7).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 22/2 (42) 52%Hraðaupphlaup: 4 (Elías 2, Freyr 2).Fiskuð víti: 1 (Pétur)Utan vallar: 6 mín. Olís-deild karla Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Sjá meira
Haukar eru á toppnum í N-1 deild karla og verða það fram yfir bæði jól og EM í janúar. Liðið kjöldró Akureyri fyrir norðan í kvöld, 20-24. Tölurnar gefa ekki alveg rétta mynd af leiknum. Haukar byrjuðu leikinn miklu betur og komust í 0-3. Sókn Akureyrar var slök en að sjálfsögðu hanga saman vörn Hauka og sókn heimamanna. Vörn gestanna var virkilega góð og hélt hún Akureyri í sjö mörkum í fyrri hálfleik. Heimamenn pirruðu sig á dómurunum, sem gerðu nokkur mistök sem Akureyri tapaði á. Haukar spiluðu langar sóknir en komu sér alltaf í færi. Vörn Akureyrar fann sig ekki og hefði að ósekju átt að breyta til þegar ekkert gekk, en liðið spilaði 6-0 vörn allan hálfleikinn. 5-1 vörnin í seinni hálfleik gekk betur. Haukar komust í 3-10 um miðbik hálfleiksins og komust mest í átta marka forystu. Henni héldu þeir út hálfleikinn og leiddu 7-15 eftir óspennandi fyrri hálfleik. Gestirnir komust mest tíu mörkum yfir en slökuðu á undir lokin. Akureyri komst sex mörkum frá Haukunum um miðjan hálfleikinn en þar við sat. Undir lokin minnkaði liðið svo muninn í fjögur mörk og bjargaði í raun andlitinu. Elías Már var góður í fyrri hálfleik, Sigurbergur var aftur á móti slakur allan leikinn en Björgvin fínn. Vörn þeirra var góð og Birkir Ívar flottur. Hjá Akureyri bar enginn af, einna helst Oddur sem var markahæstur. Hann var samt mjög lengi í gang. Liðið kolféll undir pressu í kvöld en liðið var vel stutt allan leikinn af áhorfendum. Það dugði þó engan vegin til, Haukar báru af á öllum sviðum.Tölfræði úr leiknum:Akureyri-Haukar 20-24 (7-15)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 7/3 (10/4), Jónatan Magnússon 4 (10/2), Geir Guðmundsson 2 (4), Heimir Örn Árnason 2 (6), Árni Þór Sigtryggsson 2 (8), Guðlaugur Arnarsson 1 (2), Andri Snær Stefánsson 1 (4), Guðmundur H. Helgason 1 (8).Varin skot: Hafþór Einarsson 11 (17) 65%, Hörður Flóki Ólafsson 8 (26) 31%.Hraðaupphlaup: 2 (Oddur 2 ).Fiskuð víti: 6 (Oddur 2,Heimir, Árni, Andri, Hörður )Utan vallar: 2 mín.Mörk Hauka: Elías Már Halldórsson 7 (9), Björgvin Hólmgeirsson 6 (16), Einar Örn Jónsson 2 (2), Freyr Brynjarsson 2 (4), Pétur Pálsson 2 (6), Heimir Óli Heimisson 1 (1), Stefán Rafn Sigurmannsson 1 (2), Guðmundur Árni Ólafsson 1 (4), Sigurbergur Sveinsson 1/1 (7).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 22/2 (42) 52%Hraðaupphlaup: 4 (Elías 2, Freyr 2).Fiskuð víti: 1 (Pétur)Utan vallar: 6 mín.
Olís-deild karla Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Sjá meira