Viðskipti innlent

Veltan á skuldabréfamarkaði minnkaði um helming

Dagleg velta á skuldabréfamarkaðinum í apríl minnkaði um helming miðað við marsmánuð.

Þetta kemur fram í daglegu fréttabréfi hagfræðideildar Landsbankans. Þar segir að dagleg velta á þessum markaði í apríl hafi verið þunn eða aðeins 2,6 milljarðar kr. að meðaltali.

Til samanburðar nam veltan í marsmánuði að jafnaði 4,8 milljörðum kr. á hverjum degi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×