Viðskipti innlent

Hafna því að hafa greitt laxveiðiferðir

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Bæði Landsbankinn og Nýja Kaupþing hafna því að hafa kostað laxveiðiferðir á vegum starfsmanna síðastliðið sumar. Bankarnir hafna því jafnframt að stunda bókhaldsbrellur og rangfærslur á kostnaði.

Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá laxveiðiferðum nýjum ríkisbankanna og að í reynd hefði lítið breyst frá góðærinu, þegar slíkar veiðiferðir voru algengar hjá bönkunum. Landsbankinn segir í yfirlýsingu að engar veðiferðir hafi verið farnar á vegum hans síðastliðið sumar. Í yfirlýsingunni segir jafnframt að engin gömul veiðileyfi hafi verið nýtt til slíkra starfa þar sem bankinn hafi ekki átt nein slík leyfi.

Nýi Kaupþing banki segir einnig í yfirlýsingu að engar veiðiferðir hafi verið farnar á vegum bankans á þessu ári, enda sé það yfirlýst stefna bankans að sleppa öllum veiðiferðum á árinu.

Þá segir Már Másson, forstöðumaður samskiptamála hjá Íslandsbanka, að engar veiðiferðir hafi verið farnar á vegum bankans síðastliðið sumar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×