Umfjöllun: Markvarsla Hlyns skóp sigur Vals Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. október 2009 19:09 Sigfús Páll Sigfússon, leikmaður Vals. Mynd/Stefán Valur vann í kvöld sigur á Akureyri, 23-19, í fyrstu umferð N1-deildar karla. Leikurinn fór fram í Vodafone-höllinni. Lokatölurnar gefa þó ekki hárrétta mynd af leiknum enda skoruðu Valsarar síðustu fjögur mörk leiksins eftir að liðin hefðu alls skiptst á að vera með forystuna átta sinnum í leiknum. Hvorugt lið náði aldrei meira en tveggja marka forystu fyrr en að Valsmenn náðu að stinga af á síðustu þremur mínútum leiksins en staðan var jöfn, 19-19, þegar tæpar átta mínútur voru til leiksloka. Leikurinn fer þó ekki í sögubækurnar fyrir árangursríkan og fallegan handbolta en sóknarleikur beggja liða var á köflum nokkuð slakur. Akureyringar náðu þó að spila ágætisvörn á köflum, með þá Heimi Örn Árnason og Guðlaug Arnarsson fremsta í flokki, en frammistaða Hlyns Morthens í marki Vals gerði það að verkum að þeir skoruðu aðeins nítján mörk í öllum leiknum, þar af sjö í seinni hálfleik. Hlynur varði sextán skot í seinni hálfleik og virtist hreinlega taka sóknarmenn gestanna á taugum eftir því sem lengra leið á leikinn. Akureyringar áttu fá svör og héldu áfram að reyna að spila boltanum inn á Árna Þór Sigtryggsson sem skoraði átta mörk í kvöld úr alls 20 skotum. Næstmarkahæsti maður gestanna var Oddur Grétarsson með þrjú mörk. Sóknarleikur Vals var aðeins fjölbreyttari þó svo að hann hafi oft verið betri. Menn áttu sína góða kafla og slæmu en Hafþór Einarsson átti einnig fínan leik í marki Akureyrar og varði alls sautján skot. Eftir að staðan var jöfn í hálfleik, 12-12, náðu Valsmenn undirtökunum í upphafi síðari hálfleiks. Gestirnir komu sér þó aftur inn í leikinn og náðu forystunni um miðbik hálfleiksins, 18-17. En þökk sé frammistöðu Hlyns koðnuðu Akureyringar niður og skoruðu aðeins eitt mark á síðustu þrettán mínútum leiksins. Valur - Akureyri 23 - 19 Mörk Vals (skot): Ernir Hrafn Arnarsson 7 (12), Arnór Þór Gunnarsson 6/2 (10/4), Gunnar Ingi Jóhannsson 4 (6), Orri Freyr Gíslason 2 (2), Ólafur Sigurjónsson 2 (6), Ingvar Árnason 1 (1), Fannar Þór Friðgeirsson 1 (8/1), Sigfús Páll Sigfússon (1), Gunnar Harðarson (2).Varin skot: Hlynur Morthens 26/1 (45/2, 58%)Hraðaupphlaup: 2 (Arnór Þór 1, Ernir Hrafn 1).Fiskuð víti: 5 (Orri Freyr 3, Sigfús Páll 1, Fannar Þór 1).Utan vallar: 6 mínútur.Mörk Akureyrar (skot): Árni Þór Sigtryggsson 8 (20), Oddur Grétarsson 3/1 (5/2), Hörður Fannar Sigþórsson 2 (3), Andri Snær Stefánsson 2 (5), Heiðar Þór Aðalsteinsson 2 (6), Heimir Örn Árnason 2 (9), Geir Guðmundsson (2), Valdimar Þengilsson (2).Varin skot: Hafþór Einarsson 17/2 (40/4, 43%).Hraðaupphlaup: 4 (Oddur 2, Heimir Örn 1, Hörður Fannar 1).Fiskuð víti: 2 (Andri Snær 1, Hörður Fannar 1).Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elísasson, voru fínir en misstu aðeins tökin í seinni hálfleik. Olís-deild karla Tengdar fréttir Hlynur: Varla hægt að byrja betur Hlynur Morthens var án nokkurs vafa maður leiksins er Valur vann góðan sigur á Akureyri, 23-19, í N1-deild karla í kvöld. 8. október 2009 20:40 Heimir: Tek þetta að stórum hluta á mig Heimir Örn Árnason mætti í kvöld á sinn gamla heimavöll en þurfti að sætta sig við tap er Valur vann sigur á Akureyri, 23-19. 8. október 2009 20:26 Rúnar: Bubbi vann okkur Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, segir að frammistaða Hlyns Morthens í marki Vals hafi skilið á milli liðanna í kvöld. Valur vann fjögurra marka sigur, 23-19. 8. október 2009 20:46 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Valur vann í kvöld sigur á Akureyri, 23-19, í fyrstu umferð N1-deildar karla. Leikurinn fór fram í Vodafone-höllinni. Lokatölurnar gefa þó ekki hárrétta mynd af leiknum enda skoruðu Valsarar síðustu fjögur mörk leiksins eftir að liðin hefðu alls skiptst á að vera með forystuna átta sinnum í leiknum. Hvorugt lið náði aldrei meira en tveggja marka forystu fyrr en að Valsmenn náðu að stinga af á síðustu þremur mínútum leiksins en staðan var jöfn, 19-19, þegar tæpar átta mínútur voru til leiksloka. Leikurinn fer þó ekki í sögubækurnar fyrir árangursríkan og fallegan handbolta en sóknarleikur beggja liða var á köflum nokkuð slakur. Akureyringar náðu þó að spila ágætisvörn á köflum, með þá Heimi Örn Árnason og Guðlaug Arnarsson fremsta í flokki, en frammistaða Hlyns Morthens í marki Vals gerði það að verkum að þeir skoruðu aðeins nítján mörk í öllum leiknum, þar af sjö í seinni hálfleik. Hlynur varði sextán skot í seinni hálfleik og virtist hreinlega taka sóknarmenn gestanna á taugum eftir því sem lengra leið á leikinn. Akureyringar áttu fá svör og héldu áfram að reyna að spila boltanum inn á Árna Þór Sigtryggsson sem skoraði átta mörk í kvöld úr alls 20 skotum. Næstmarkahæsti maður gestanna var Oddur Grétarsson með þrjú mörk. Sóknarleikur Vals var aðeins fjölbreyttari þó svo að hann hafi oft verið betri. Menn áttu sína góða kafla og slæmu en Hafþór Einarsson átti einnig fínan leik í marki Akureyrar og varði alls sautján skot. Eftir að staðan var jöfn í hálfleik, 12-12, náðu Valsmenn undirtökunum í upphafi síðari hálfleiks. Gestirnir komu sér þó aftur inn í leikinn og náðu forystunni um miðbik hálfleiksins, 18-17. En þökk sé frammistöðu Hlyns koðnuðu Akureyringar niður og skoruðu aðeins eitt mark á síðustu þrettán mínútum leiksins. Valur - Akureyri 23 - 19 Mörk Vals (skot): Ernir Hrafn Arnarsson 7 (12), Arnór Þór Gunnarsson 6/2 (10/4), Gunnar Ingi Jóhannsson 4 (6), Orri Freyr Gíslason 2 (2), Ólafur Sigurjónsson 2 (6), Ingvar Árnason 1 (1), Fannar Þór Friðgeirsson 1 (8/1), Sigfús Páll Sigfússon (1), Gunnar Harðarson (2).Varin skot: Hlynur Morthens 26/1 (45/2, 58%)Hraðaupphlaup: 2 (Arnór Þór 1, Ernir Hrafn 1).Fiskuð víti: 5 (Orri Freyr 3, Sigfús Páll 1, Fannar Þór 1).Utan vallar: 6 mínútur.Mörk Akureyrar (skot): Árni Þór Sigtryggsson 8 (20), Oddur Grétarsson 3/1 (5/2), Hörður Fannar Sigþórsson 2 (3), Andri Snær Stefánsson 2 (5), Heiðar Þór Aðalsteinsson 2 (6), Heimir Örn Árnason 2 (9), Geir Guðmundsson (2), Valdimar Þengilsson (2).Varin skot: Hafþór Einarsson 17/2 (40/4, 43%).Hraðaupphlaup: 4 (Oddur 2, Heimir Örn 1, Hörður Fannar 1).Fiskuð víti: 2 (Andri Snær 1, Hörður Fannar 1).Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elísasson, voru fínir en misstu aðeins tökin í seinni hálfleik.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Hlynur: Varla hægt að byrja betur Hlynur Morthens var án nokkurs vafa maður leiksins er Valur vann góðan sigur á Akureyri, 23-19, í N1-deild karla í kvöld. 8. október 2009 20:40 Heimir: Tek þetta að stórum hluta á mig Heimir Örn Árnason mætti í kvöld á sinn gamla heimavöll en þurfti að sætta sig við tap er Valur vann sigur á Akureyri, 23-19. 8. október 2009 20:26 Rúnar: Bubbi vann okkur Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, segir að frammistaða Hlyns Morthens í marki Vals hafi skilið á milli liðanna í kvöld. Valur vann fjögurra marka sigur, 23-19. 8. október 2009 20:46 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Hlynur: Varla hægt að byrja betur Hlynur Morthens var án nokkurs vafa maður leiksins er Valur vann góðan sigur á Akureyri, 23-19, í N1-deild karla í kvöld. 8. október 2009 20:40
Heimir: Tek þetta að stórum hluta á mig Heimir Örn Árnason mætti í kvöld á sinn gamla heimavöll en þurfti að sætta sig við tap er Valur vann sigur á Akureyri, 23-19. 8. október 2009 20:26
Rúnar: Bubbi vann okkur Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, segir að frammistaða Hlyns Morthens í marki Vals hafi skilið á milli liðanna í kvöld. Valur vann fjögurra marka sigur, 23-19. 8. október 2009 20:46