Viðskipti innlent

Gjaldskrá Landsvirkjunar - 4,4% hækkun um áramótin

Mynd/Stefán Karlsson

Orkumál Heildsöluverð raforku frá Landsvirkjun mun hækka um 4,4 prósent um áramótin. Hækkunin byggir á ákvæðum í langtímasamningum um breytingar í samræmi við hækkandi verðlag, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsvirkjun.

Á grundvelli sömu ákvæða hækkaði Landsvirkjun raforku­verð um 7,5 prósent í júlí síðastliðnum. Þá hafði vísitala neysluverðs hækkað um 11,9 prósent, og er því Landsvirkjun nú að hækka um það sem upp á vantaði í 11,9 prósenta hækkunina, segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.- bj










Fleiri fréttir

Sjá meira


×