11 milljarðar í ný hjúkrunarheimili Magnús Orri Schram skrifar 15. október 2009 06:00 Ríkisstjórnin hefur samþykkt að stefna að byggingu nýrra hjúkrunarheimila með 361 rými á árunum 2010 til 2012. Verkefnið kemur á góðum tíma fyrir byggingariðnað á krepputíma og hefur í för með sér verulega breytingu á aðstæðum aldraðra. Á næstu vikum verða lögð fram lagafrumvörp sem annars vegar heimila Íbúðalánasjóði að lána til þessara framkvæmda og hins vegar framkvæmdasjóði aldraðra að taka þátt í rekstrar- og leigukostnaði heimilanna þangað til ríkið getur tekið á sig þær skuldbindingar árið 2014. Þannig verði ráðist í framkvæmdir, án aukinna skuldbindinga fyrir stjórnvöld á viðkvæmasta tímanum fyrir ríkissjóð, þ.e. til 2014. Ráðist verður í byggingu hjúkrunarheimila á eftirtöldum stöðum: Akureyri, Borgarbyggð, Fljótsdalshéraði, Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi, Reykjanesbæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi. Alls verða byggð 361 rými, 200 þeirra munu leysa af hólmi tvíbýlisrými, svo að hrein fjölgun er upp á 161 rými. Næstu skref félags- og tryggingamálaráðherra eru að leita samninga við sveitarfélög með það að markmiði að framkvæmdir við nýbyggingar geti hafist sem fyrst. Hér er á ferð enn eitt merkið um jákvæða þróun mála hér á landi síðustu misserin. Samningar um tilhögun bankastarfsemi, betri endurheimtur úr þrotabúi Landsbankans, minni vöxtur atvinnuleysis en áður var spáð og fjölmörg áhugaverð verkefni einkaaðila, sýnir að margt er að falla með okkur um þessar mundir. Auk þess er uppbygging háskólasjúkrahúss og Búðarhálsvirkjun í góðum farvegi hjá lífeyrissjóðunum og stjórnkerfi. Þessi tillaga ráðherra um ellefu milljarða innspýtingu í byggingargeirann, sem léttir á atvinnuleysi meðal iðnaðarmanna og fjölgar hjúkrunarrýmum umtalsvert, er gott skref í rétta átt. Það eru erfiðir tímar og vissulega mætti margt betur fara á ýmsum sviðum. Að því leyti eru stjórnvöld ekki stikkfrí né hafin yfir gagnrýni. En látum hins vegar ekki bölmóðinn ná tökum á umræðunni, heldur tökumst á við verkefnin með jákvæðni að vopni. Þannig náum við miklu lengra. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að stefna að byggingu nýrra hjúkrunarheimila með 361 rými á árunum 2010 til 2012. Verkefnið kemur á góðum tíma fyrir byggingariðnað á krepputíma og hefur í för með sér verulega breytingu á aðstæðum aldraðra. Á næstu vikum verða lögð fram lagafrumvörp sem annars vegar heimila Íbúðalánasjóði að lána til þessara framkvæmda og hins vegar framkvæmdasjóði aldraðra að taka þátt í rekstrar- og leigukostnaði heimilanna þangað til ríkið getur tekið á sig þær skuldbindingar árið 2014. Þannig verði ráðist í framkvæmdir, án aukinna skuldbindinga fyrir stjórnvöld á viðkvæmasta tímanum fyrir ríkissjóð, þ.e. til 2014. Ráðist verður í byggingu hjúkrunarheimila á eftirtöldum stöðum: Akureyri, Borgarbyggð, Fljótsdalshéraði, Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi, Reykjanesbæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi. Alls verða byggð 361 rými, 200 þeirra munu leysa af hólmi tvíbýlisrými, svo að hrein fjölgun er upp á 161 rými. Næstu skref félags- og tryggingamálaráðherra eru að leita samninga við sveitarfélög með það að markmiði að framkvæmdir við nýbyggingar geti hafist sem fyrst. Hér er á ferð enn eitt merkið um jákvæða þróun mála hér á landi síðustu misserin. Samningar um tilhögun bankastarfsemi, betri endurheimtur úr þrotabúi Landsbankans, minni vöxtur atvinnuleysis en áður var spáð og fjölmörg áhugaverð verkefni einkaaðila, sýnir að margt er að falla með okkur um þessar mundir. Auk þess er uppbygging háskólasjúkrahúss og Búðarhálsvirkjun í góðum farvegi hjá lífeyrissjóðunum og stjórnkerfi. Þessi tillaga ráðherra um ellefu milljarða innspýtingu í byggingargeirann, sem léttir á atvinnuleysi meðal iðnaðarmanna og fjölgar hjúkrunarrýmum umtalsvert, er gott skref í rétta átt. Það eru erfiðir tímar og vissulega mætti margt betur fara á ýmsum sviðum. Að því leyti eru stjórnvöld ekki stikkfrí né hafin yfir gagnrýni. En látum hins vegar ekki bölmóðinn ná tökum á umræðunni, heldur tökumst á við verkefnin með jákvæðni að vopni. Þannig náum við miklu lengra. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar