Viðskipti erlent

Markaðir í Evrópu byrja vel á nýju ári

Evrópsk hlutabréf hækkuðu víðast hvar í verði á fyrsta viðskiptadegi ársins. FTSEurofirst 300 vísitalan sem nær yfir alla Evrópu hækkaði um 2,6 prósent í dag en hún hafði fallið um heil 44 prósent árið 2008. Helsta skýring þessa er hækkandi verð á fyrirtækjum í orkugeiranum og félög á borð við BP, Shell og Total fóru upp um 4,2 og 5,1.

Aðrar vísitölur á borð við CAC í Frakklandi, FTSE í Bretlandi og DAX í Þýskalandi hækkuðu allar um 2,4 til 3,4 prósent.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×