Í nýju og skapandi samhengi 6. ágúst 2009 06:00 Eitt megineinkenna nútímans er að heimurinn hefur skroppið saman, ferðatími milli landa hefur styst, samgangur þjóða á milli stóraukist og heimurinn þar með orðið einsleitari en áður var. Með stórauknum ferðalögum, stúdentaskiptum og ýmsu erlendu samstarfi ungs fólks síðustu áratugi eru utanlandsferðir nú ekki þau stórtíðindi fyrir það eins og þær voru fyrir okkur á sínum tíma. Fjarlægðirnar verða þannig að þeim finnst ekkert tiltökumál að skreppa til Spánar, Frakklands eða Þýskalands. Evrópa var ævintýraheimur fyrir okkur sem erum komin á miðjan aldur, en í þeirra huga hefst ævintýraheimurinn í raun ekki fyrr en Evrópu sleppir: Afríka, Suður-Ameríka, Kína … Víðsýnt ungt fólkMeð öðrum orðum, þá erum við í þeirri sérstöku stöðu núna að til sögunnar er að koma vel menntað heimsfólk, við erum loks að sjá hilla undir það að komast af heimóttarstiginu þegar gjörspilltir stjórnmálamenn og gráðugir fjárglæframenn setja hér allt á annan endann og stórskaða orðspor Íslendinga um allan hinn siðmenntaða heim. Ef við pössum okkur ekki vel á því að halda uppi öflugum og formlegum samskiptum við umheiminn nennir þetta unga fólk, okkar besta unga fólk, hreinlega ekki að hanga uppi á þessu guðsvolaða skeri og flytur út. Ímyndað ráðabruggHér fyrr á árum skiptust menn mjög í fylkingar miðað við afstöðu þeirra til samstarfs við frændþjóðirnar okkar á Norðurlöndunum. Þeir sem voru andsnúnir því samstarfi voru margir knúnir áfram af minnimáttarkennd í garð gömlu herraþjóðarinnar okkar, Dana, aðrir höfðu horn í síðu Svía fyrir að vera forríkir og merkilegir með sig, o.s.frv.Ein skondnasta birtingarmynd þessarar andúðar í garð Norðurlandanna var sú lífseiga flökkusaga að einhver norræn mafía (eða í það minnsta elíta) stjórnaði öllu hér meira og minna úr reykfylltum bakherbergjum í Norræna húsinu. Þetta er auðvitað, eins og allir vita, fáránleg kenning og hefur aldrei átt sér neina stoð í raunveruleikanum. Starfsemin í Norræna húsinu hefur alla tíð gengið út á að efla og treysta vináttuböndin milli okkar og annarra Norðurlandaþjóða og það hefur sinnt því með miklum glæsibrag.Enginn er eyþjóðSvipuð umræða á sér stað núna um Evrópubandalagið. Þar halda ýmsir að embættismenn í Brussel hafi ekkert þarfara að iðja en að brugga launráð gegn litla Íslandi. Það er reginmisskilningur: Evrópubúum, þar á meðal embættismönnum í Brussel, er langflestum alveg sama um Ísland og Íslendinga, en mörgum þeirra finnst við að ýmsu leyti áhugaverð og dugleg smáþjóð sem eflaust væri ágætt að kynnast aðeins nánar og jafnvel vinna með.Engin nútímaþjóð getur staðið ein, allra síst fámenn þjóð eins og við Íslendingar erum. Samstarf við aðrar þjóðir er okkur lífsnauðsyn, það hafa Íslendingar vitað og stundað frá upphafi byggðar hér. Samstarf við nágranna- og frændþjóðirnar á Norðurlöndunum hefur löngum verið eðlilegast og hentugast.Meðalvegurinn milli heimilisins og heimsinsMeistari Milan Kundera fjallar í nýjasta ritgerðasafni sínu, „Kynnum", um það samhengi sem þjóðir í leit að sjálfsmynd setja sjálfar sig í, hvernig þær leitast við að finna „meðalveginn milli heimilisins og heimsins". Við eigum gríðarmikil samskipti við aðildarríki Evrópusambandsins á öllum sviðum og deilum með þeim sama gildismati í öllum grundvallaratriðum. Getur ekki verið að Evrópusambandið fyrir okkur Íslendinga nú á 21. öldinni, sé það samhengi sem Norðurlöndin voru okkur á síðari hluta þeirrar 20? Evrópusambandið er nefnilega ekki heimsveldi, eins og sumir hér virðast halda, heldur bandalag sjálfstæðra og fullvalda þjóðríkja. Þess vegna var það alveg hárrétt ákvörðun hjá meirihluta Alþingis um daginn að senda inn umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu, senda síðan úrvals fagfólk til að semja fyrir okkar hönd og leggja þau samningsdrög loks í dóm þjóðarinnar. Höfundur er þýðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Eitt megineinkenna nútímans er að heimurinn hefur skroppið saman, ferðatími milli landa hefur styst, samgangur þjóða á milli stóraukist og heimurinn þar með orðið einsleitari en áður var. Með stórauknum ferðalögum, stúdentaskiptum og ýmsu erlendu samstarfi ungs fólks síðustu áratugi eru utanlandsferðir nú ekki þau stórtíðindi fyrir það eins og þær voru fyrir okkur á sínum tíma. Fjarlægðirnar verða þannig að þeim finnst ekkert tiltökumál að skreppa til Spánar, Frakklands eða Þýskalands. Evrópa var ævintýraheimur fyrir okkur sem erum komin á miðjan aldur, en í þeirra huga hefst ævintýraheimurinn í raun ekki fyrr en Evrópu sleppir: Afríka, Suður-Ameríka, Kína … Víðsýnt ungt fólkMeð öðrum orðum, þá erum við í þeirri sérstöku stöðu núna að til sögunnar er að koma vel menntað heimsfólk, við erum loks að sjá hilla undir það að komast af heimóttarstiginu þegar gjörspilltir stjórnmálamenn og gráðugir fjárglæframenn setja hér allt á annan endann og stórskaða orðspor Íslendinga um allan hinn siðmenntaða heim. Ef við pössum okkur ekki vel á því að halda uppi öflugum og formlegum samskiptum við umheiminn nennir þetta unga fólk, okkar besta unga fólk, hreinlega ekki að hanga uppi á þessu guðsvolaða skeri og flytur út. Ímyndað ráðabruggHér fyrr á árum skiptust menn mjög í fylkingar miðað við afstöðu þeirra til samstarfs við frændþjóðirnar okkar á Norðurlöndunum. Þeir sem voru andsnúnir því samstarfi voru margir knúnir áfram af minnimáttarkennd í garð gömlu herraþjóðarinnar okkar, Dana, aðrir höfðu horn í síðu Svía fyrir að vera forríkir og merkilegir með sig, o.s.frv.Ein skondnasta birtingarmynd þessarar andúðar í garð Norðurlandanna var sú lífseiga flökkusaga að einhver norræn mafía (eða í það minnsta elíta) stjórnaði öllu hér meira og minna úr reykfylltum bakherbergjum í Norræna húsinu. Þetta er auðvitað, eins og allir vita, fáránleg kenning og hefur aldrei átt sér neina stoð í raunveruleikanum. Starfsemin í Norræna húsinu hefur alla tíð gengið út á að efla og treysta vináttuböndin milli okkar og annarra Norðurlandaþjóða og það hefur sinnt því með miklum glæsibrag.Enginn er eyþjóðSvipuð umræða á sér stað núna um Evrópubandalagið. Þar halda ýmsir að embættismenn í Brussel hafi ekkert þarfara að iðja en að brugga launráð gegn litla Íslandi. Það er reginmisskilningur: Evrópubúum, þar á meðal embættismönnum í Brussel, er langflestum alveg sama um Ísland og Íslendinga, en mörgum þeirra finnst við að ýmsu leyti áhugaverð og dugleg smáþjóð sem eflaust væri ágætt að kynnast aðeins nánar og jafnvel vinna með.Engin nútímaþjóð getur staðið ein, allra síst fámenn þjóð eins og við Íslendingar erum. Samstarf við aðrar þjóðir er okkur lífsnauðsyn, það hafa Íslendingar vitað og stundað frá upphafi byggðar hér. Samstarf við nágranna- og frændþjóðirnar á Norðurlöndunum hefur löngum verið eðlilegast og hentugast.Meðalvegurinn milli heimilisins og heimsinsMeistari Milan Kundera fjallar í nýjasta ritgerðasafni sínu, „Kynnum", um það samhengi sem þjóðir í leit að sjálfsmynd setja sjálfar sig í, hvernig þær leitast við að finna „meðalveginn milli heimilisins og heimsins". Við eigum gríðarmikil samskipti við aðildarríki Evrópusambandsins á öllum sviðum og deilum með þeim sama gildismati í öllum grundvallaratriðum. Getur ekki verið að Evrópusambandið fyrir okkur Íslendinga nú á 21. öldinni, sé það samhengi sem Norðurlöndin voru okkur á síðari hluta þeirrar 20? Evrópusambandið er nefnilega ekki heimsveldi, eins og sumir hér virðast halda, heldur bandalag sjálfstæðra og fullvalda þjóðríkja. Þess vegna var það alveg hárrétt ákvörðun hjá meirihluta Alþingis um daginn að senda inn umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu, senda síðan úrvals fagfólk til að semja fyrir okkar hönd og leggja þau samningsdrög loks í dóm þjóðarinnar. Höfundur er þýðandi.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar