Viðskipti innlent

BHM: Lífeyrissjóður láni ekki nema lánshæfismat sé í lagi

Miðstjórn Bandalags háskólamanna (BHM) beinir því að gefnu tilefni til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins að sjóðurinn gæti varúðar í fjárfestingum og láni ekki til fyrirtækja með lélegt lánshæfismat.

Sjóðurinn varð líkt og aðrir lífeyrissjóðir fyrir miklu tjóni við fall íslenska bankakerfisins og er það víti til varnaðar, segir í tilkynningu um málið.

Í ályktun miðstjórnar BHM segir að mikilvægt sé að sjóðurinn setji sér skýrar vinnureglur við fjárfestingu þar sem byggt sé á öryggi fjárfestinga, ávöxtun, jafnréttissjónarmiðum og samfélagslegu mikilvægi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×