Innlent

Varað við Hydroxycut

Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur innkallað fjórtán tegundir að fæðubótarefninu Hydroxycut sem er nokkuð útbreitt á Íslandi meðal þeirra sem stunda líkamsrækt.

Að sögn Wall Street Journal hefur Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hvatt neytendur til að hætta tafarlaust neyslu á fitubrennsluefninu Hydroxycut þar sem grunur leikur á að það geti valdið gulu og lifrarskaða. Nítján ára karlmaður er talin hafa látist eftir neyslu Hydroxycut og hefur Lyfjaeftirlitið vitneskju um að 23 til viðbótar hafi skaðað heilsu sína með neyslu þess. Fyrirtækið sem sér um markaðssetningu Hydroxycut í Bandaríkjunum hefur samþykkt að innkalla fjórtán tegundir af Hydroxycut en sumar þeirra, t.d. Hydroxycut Cleanse og Hoodia eru taldar skaðlausar.

Enn er á huldu hvaða efni í Hydroxycut valda fólki heilsutjóni en Lyfjaeftirlitið rannsakar nú málið. Fram kom í fréttum hér á landi fyrr á þessu ári að allmargir sem leitað hafi á hjartadeild Landspítalans með hjartsláttartruflanir notuðu þetta fæðubótarefni en það er eitt vinsælasta fitubrennsluefni í heiminum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×