Viðskipti innlent

Bakkavör lækkaði um 12,4%

Gengi bréfa Bakkavarar lækkaði um 12,4% í dag og stendur hluturinn nú í 1,27 krónum. Össur hækkaði um 0,44% í viðskiptum dagsins.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,27% í dag og stendur nú í 741,1 stigi.

Mest velta var með bréf Marels eða fyrir rúmar 15 milljónir króna og hækkaði gengi bréfa fyrirtækisins um 0,2%.

Skuldabréfavelta nam rúmlega 15,5 milljörðum króna í dag. Langmest velta var með óverðtryggð ríkisbréf eða fyrir rúmlega 9,7 milljarða.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×