Handbolti

Aron með tvö í sigri Kiel

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Pálmarsson í leik með íslenska landsliðinu.
Aron Pálmarsson í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/AP

Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk fyrir Kiel sem vann tíu marka sigur á Vardar Skopje á útivelli í Meistaradeild Evrópu í dag, 33-23.

Kiel var með tveggja marka forystu í hálfleik, 14-12, og hefur nú unnið alla þrjá leiki sína í riðlinum til þessa.

Þá skoraði Andri Stefan tvö mörk fyrir Fyllingen sem tapaði fyrir Ciudad Real, 40-24, á Spáni. Fyllingen byrjaði mjög vel og komst í 11-9 eftir um 20 mínútur. Þá tóku hins vegar Spánverjarnir öll völd í leiknum. Staðan í hálfleik var 18-12, Ciudad Real í vil.

Ciudad Real hefur unnið alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni til þessa en Fyllingen tapað öllum sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×