Viðskipti innlent

Bjartsýni breskra framleiðenda eykst

Gunnar Örn Jónsson skrifar
Frá Westminster hverfinu í London.
Frá Westminster hverfinu í London.
Bjartsýni á meðal breskra iðnaðarframleiðenda hefur aukist mjög að undanförnu og hefur ekki mælst jafn há síðan í júní 2008 að sögn samtaka breska iðnaðarins (CBI).

Talið er að horfur fyrir næstu þrjá mánuði séu góðar þar sem birgðir fyrirtækja fari nú minnkandi og fyrirtæki sitja ekki eins lengi með birgðir sínar líkt og undanfarna mánuði. Breska fréttablaðið The Times greinir frá þessu í dag.

Í nýlegri könnun voru 32 prósent breskra framleiðenda á þeirri skoðun að framleiðsla myndi minnka á næstu þremur mánuðum en 27 prósent þátttakenda töldu að framleiðslan myndi aukast. Slík bjartsýni hefur ekki mælst í meira en eitt ár.

Minnkandi birgðasöfnun hefur haft þær afleiðingar að fyrirtæki eru að ná fram sinni bestu birgðastöðu síðan í júlí 2008 segir í fréttinni.






Tengdar fréttir

Hærri verðbólga á Bretlandi en búist var við

Tólf mánaða verðbólga á Bretlandi stóð í stað í júlí og mælist enn 1,8% en sérfræðingar höfðu spáð því að draga myndi úr verðbólgunni í mánuðinum og hún myndi mælast 1,5%. Sky fréttastofan greinir frá þessu.

Mjög jákvæðar fréttir frá stærsu hagkerfum Evrópu

Landsframleiðsla í stærstu hagkerfum evrusvæðinsins, Þýskalandi og Frakklandi, dróst einungis saman um 0,1 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs samanborið við 2,5% samdrátt á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þykir þetta benda til þess að mesta samdráttarskeið í Evrópu frá síðari heimsstyrjöldinni sé senn á enda.

Þjóðverjar ekki bjartsýnni í yfir þrjú ár

Bjartsýni Þjóðverja hefur aukist töluvert að undanförnu og samkvæmt nýlegri könnun þar í landi hafa þeir ekki verið bjartsýnni í yfir þrjú ár eða síðan í apríl 2006. Financial Times greinir frá þessu í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×