Opið bréf til Katrínar Júlíusdóttur Stefán Jón Hafstein skrifar 28. nóvember 2009 06:00 Sæl Kata. Ég er algjörlega ruglaður. Mér skilst að Samfylkingin styðji 360.000 tonna álver í Helguvík og það með hraði. Helst byrja næsta vor. Svo mikið liggur á að fara þarf með nýja stóriðjulínu til suðvesturs yfir vatnsból Reykvíkinga, sem sýnir að áhættufíklar eru enn við stjórn á Íslandi. Væru vatnsbólin olíulindir myndi engum detta í hug að taka minnstu áhættu með þær. Þessi auðæfi eru ómetanleg og þú ættir að láta kanna ávinninginn af því að fara þarna yfir í samanburði við aðrar leiðir – áður en farið er á skítugum trukkum yfir svæðið. Þar er nú bannað að fara með olíur og önnur efni. En það var ekki erindið. Ég hef reynt að fá botn í það hvaða orka eigi að fara um þessa línu til álversins. Það virðist enginn vita það. Mörður spurði vin sinn (og þinn) Björgvin Sig. um þetta í dagblaði; ég sá engin svör. Árni Finnsson spurði Jóhönnu um daginn (og margoft áður) og hvergi hefur birst svar. Árni og Mörður eru engir jólasveinar í svona málum, viti þeir ekki svörin er mér vorkunn. Og nú kemur vinkona okkar Þórunn Sveinbjarnar (sem er ekki heldur neinn jólasveinn) og segir: „Það eina sem liggur reyndar ekki alveg fyrir er hvernig eigi að afla orku til stóra álversins en væntanlega finna menn út úr því.“ Væntanlega? Þú sem iðnaðarráðherra veist örugglega svarið. Því ef þú veist það ekki, þá veit það enginn. Ég er því með nokkrar spurningar sem þú getur svarað lið fyrir lið: 1) Hvaða virkjanir eiga að útvega 360.000 tonna álveri í Helguvík þau megavött sem þarf? 2) Hversu mikið virkjanlegt og nýtanlegt afl (núna) verður þá eftir á SV-horninu fyrir annars konar stóriðju (gagnaver og rafmagn á bíla og fleira)? Frá hvaða virkjunum? (Ég er ekki að tala um tæknilausnir framtíðarinnar.) 3) Samkvæmt fréttaskýringum eru nú 70% af raforku Íslands bundin verðsveiflum á áli. Með Helguvíkurálveri verða 90% af allri raforkusölu á Íslandi tengd áli. Hversu mörg fjöregg telur þú rétt að hafa í einni körfu: 9 af 10? 7 af 10? Færri? Það er hægt að svara þessu öllu í örfáum orðum. Ég er svo með eina aukaspurningu sem gefur fimm stig en hana færðu þegar ég er búinn að sjá svörin við þessum. Kveðja heim. Höfundur er félagi í Samfylkingunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Sæl Kata. Ég er algjörlega ruglaður. Mér skilst að Samfylkingin styðji 360.000 tonna álver í Helguvík og það með hraði. Helst byrja næsta vor. Svo mikið liggur á að fara þarf með nýja stóriðjulínu til suðvesturs yfir vatnsból Reykvíkinga, sem sýnir að áhættufíklar eru enn við stjórn á Íslandi. Væru vatnsbólin olíulindir myndi engum detta í hug að taka minnstu áhættu með þær. Þessi auðæfi eru ómetanleg og þú ættir að láta kanna ávinninginn af því að fara þarna yfir í samanburði við aðrar leiðir – áður en farið er á skítugum trukkum yfir svæðið. Þar er nú bannað að fara með olíur og önnur efni. En það var ekki erindið. Ég hef reynt að fá botn í það hvaða orka eigi að fara um þessa línu til álversins. Það virðist enginn vita það. Mörður spurði vin sinn (og þinn) Björgvin Sig. um þetta í dagblaði; ég sá engin svör. Árni Finnsson spurði Jóhönnu um daginn (og margoft áður) og hvergi hefur birst svar. Árni og Mörður eru engir jólasveinar í svona málum, viti þeir ekki svörin er mér vorkunn. Og nú kemur vinkona okkar Þórunn Sveinbjarnar (sem er ekki heldur neinn jólasveinn) og segir: „Það eina sem liggur reyndar ekki alveg fyrir er hvernig eigi að afla orku til stóra álversins en væntanlega finna menn út úr því.“ Væntanlega? Þú sem iðnaðarráðherra veist örugglega svarið. Því ef þú veist það ekki, þá veit það enginn. Ég er því með nokkrar spurningar sem þú getur svarað lið fyrir lið: 1) Hvaða virkjanir eiga að útvega 360.000 tonna álveri í Helguvík þau megavött sem þarf? 2) Hversu mikið virkjanlegt og nýtanlegt afl (núna) verður þá eftir á SV-horninu fyrir annars konar stóriðju (gagnaver og rafmagn á bíla og fleira)? Frá hvaða virkjunum? (Ég er ekki að tala um tæknilausnir framtíðarinnar.) 3) Samkvæmt fréttaskýringum eru nú 70% af raforku Íslands bundin verðsveiflum á áli. Með Helguvíkurálveri verða 90% af allri raforkusölu á Íslandi tengd áli. Hversu mörg fjöregg telur þú rétt að hafa í einni körfu: 9 af 10? 7 af 10? Færri? Það er hægt að svara þessu öllu í örfáum orðum. Ég er svo með eina aukaspurningu sem gefur fimm stig en hana færðu þegar ég er búinn að sjá svörin við þessum. Kveðja heim. Höfundur er félagi í Samfylkingunni.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar