Viðskipti innlent

Erlendar eignir Seðlabankans lækkuðu um rúma 100 milljarða

Erlendar eignir Seðlabanka Íslands námu 403 milljörðum kr. í lok nóvember samanborið við 506 milljarða kr. í lok október í ár. Erlendar skuldir Seðlabanka Íslands voru 185 milljarðar kr. í lok nóvember en voru 260 miljarðar kr. í lok október.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að skuld við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) jókst um 22 milljarða kr. á milli september og október í ár og er skýringin sú að þann 28. október samþykkti Framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsin AGS fyrstu endurskoðun efnahagsáætlunar íslenskra stjórnvalda. Tilkynningu um það má finna á heimasíðu Seðlabanka Íslands.

Áður eða þann 19. nóvember 2008 hafði AGS samþykkt að veita Íslendingum lán, hluti af því kom til greiðslu í nóvember 2008. Rétt er að taka fram að tölur fyrir ágúst 2009 voru leiðréttar vegna breytinga á sérstökum dráttarréttindum hjá AGS.

Í mars 2009 var gerð sú breyting að telja með eign erlendra aðila á innstæðubréfum og viðskiptaskuld í krónum við erlend greiðslumiðlunarfyrirtæki. Sú breyting nær aftur til september 2008. Jafnframt var gerð sú breyting í mars 2009 að staða og hreyfingar eru nú reiknaðar á miðgengi í stað kaupgengis og nær sú breyting einnig aftur til september 2008.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×