Erlent

Árás gerð á forsetahöllina í Kabúl

Hamid Karzai forseta sakaði ekki í árásinni.
Hamid Karzai forseta sakaði ekki í árásinni. MYND/AP

Eldflaugaárás var gerð á forsetahöllina í Afganistan í morgun. Enginn slasaðist í árásinni en að minnsta kosti ein eldflaug lenti á forsetahöllinni og önnur á höfuðstöðvum lögreglunnar í Kabúl.

Nú eru aðeins tveir dagar þangað til Afganir ganga til forsetakosninga en Talíbanar hafa heitið því að trufla kosningarnar með öllum tiltækum ráðum. Þetta er til dæmis þriðja eldflaugaárásin sem gerð er á höfuðborgina Kabúl í þessum mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×