Erlent

Birta upptöku af símtali Brooke Mueller

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Brooke Mueller og Charlie Sheen.
Brooke Mueller og Charlie Sheen.

Lögreglan í Aspen í Colorado hefur birt upptöku af símtali til neyðarlínunnar þar sem Brooke Mueller, eiginkona leikarans Charlie Sheen, hringir skelfingu lostin og segir mann sinn hóta sér með hníf á lofti. Í símtalinu segist hún óttast um líf sitt. Þetta gerðist að morgni jóladags og fór lögregla á staðinn og handtók Sheen sem nú hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og hótanir en látinn laus gegn 8.500 dollara tryggingu. Réttarhöld yfir honum hefjast 8. febrúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×