Viðskipti innlent

NRK: Íslendingar vilja helst fjármagn frá Norðmönnum

Í nýrri könnun sem gerð var fyrir hóp af stjórnendum Sparebankgruppen 1 í Noregi kemur fram að Íslendingar vilja helst að norrænir fjárfestir komi til landsins og aðstoði við uppbyggingu Íslands í kreppuni. Og af norrænum aðilum eru Norðmenn í sérstöku uppáhaldi.

Þetta kemur fram í frétt í norska ríkisútvarpinu NRK. Þar segir að könnunin hafi verið kynnt fyrir stjórnendum Sparebankgruppen 1 þegar þeir heimsóttu Ísland nýlega. Í könnuninni kemur fram að þegar spurt var hvaðan Íslendingar vilja að fjárfestar komi vildi 50% almennings að þeir væru frá Noregi og 58% forráðmanna atvinnulífsins nefndu einnig Noreg sem fyrsta kost.

Könnunin var unnin af Capacent Glacier og það var Jón Diðrik Jónsson, fyrrum yfirmaður viðskiptabankasviðs Glitnis, en núverandi stjórnarformaður Capacent Glacier sem kynnti málið fyrir norska hópnum.

Þess má geta að það var Sparebankgruppen 1 sem keypti starfsemi Glitnis í Noregi eftir bankahrunið s.l. haust.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×