Aðlögun 1. október 2009 06:00 Síðustu árin fyrir hrun lifði íslenska þjóðin um efni fram. Að okkur var haldið erlendu lánsfé, innistæðulaust framboð húsnæðislána einkabanka ýttu undir verðbólgu og eftirspurn og rangar aðgerðir stjórnvalda í skattalækkunum og fjárfestingu kyntu svo enn undir bólunni. Allt þetta hrundi svo á okkur fyrir réttu ári síðan. Fram undan er sársaukafull aðlögun að veruleikanum. Heimilin hafa verið hart leikin og tímabært að koma þeim til aðstoðar. Þær hugmyndir sem ríkisstjórnin kynnir um þessar mundir miða að því að létta fólki greiðslubyrðina og aðstoða heimilin við að komast í gegnum núverandi stöðu, þ.e. háa stöðu lána og lágt mat á eignum. Verði ástandið viðvarandi mun svo koma til afskriftar. Í samvinnu bankakerfis og fyrirtækja er einnig fram undan umfangsmikil aðlögun í einkageiranum. Laga þarf greiðslubyrði lífvænlegra fyrirtækja að getu þeirra til að standa í skilum. Nú er á lokastigum samningaumleitanir sem skýrir eignarhald bankanna. Þá mun staða þeirra skýrast og um leið sjálfstraust starfsmanna til ákvarðana aukast. Það er mikilvægt fyrir alla að fjárfestingar fari aftur að aukast í atvinnulífinu og það tekst ekki nema með samvinnu banka og einkafyrirtækja. Sársaukafull aðlögun er einnig fram undan hjá ríkissjóði. Frá árinu 2008 til 2009 hafa tekjur og gjöld ríkissjóðs versnað til muna. Tekjur hafa minnkað úr 463 milljörðum í 408 milljarða þegar gjöld hafa vaxið úr 485 milljörðum í 580 milljarða. Árið 2009 er því ríkissjóður rekinn með rúmlega 400 milljón króna halla á dag. Slíkur hallarekstur í ár og næstu ár kostar sitt (alls um 345 milljarðar), því hann þarf að fjármagna með lánum. Þessu til viðbótar þurfti ríkissjóður að koma gjaldþrota Seðlabanka til aðstoðar í vetur með ríflega 300 milljarða framlagi. (Af því má sjá að Icesave-skuldin (170-300 milljarðar) er þó ekki meira en 20-30 prósent af heildarskuldum ríkisins.) Að standa í skilum með þessi lán og önnur er ríkið að greiða um 100 milljarða í vexti á þessu ári og því næsta. Þannig fer fjórða hver króna af tekjum ríkisins í vaxtagjöld. Þessu mætti líkja við að fjórða hver króna í tekjum heimilisins færi í að greiða vexti af yfirdrætti. Ef ríkið mun ekki fara í sársaukafulla aðlögun að veruleikanum og skera niður útgjöld sín umtalsvert á næstu árum, og auka tekjur sínar, er ljóst að við erum að velta kostnaðinum af skuldsetningu okkar yfir á næstu kynslóðir. Þannig er ljóst að takist okkur ekki að aðlaga rekstur ríkisins á næstu árum, munum við festast með alltof stórt hlutfall tekna okkar í greiðslu vaxtakostnaðar og þannig ýta vandamálunum á undan okkur. Fyrir slíka pólitík vil ég ekki standa. Að lokum þetta: Gleymum því ekki að þrátt fyrir mikinn niðurskurð í þjónustu munum við á Íslandi áfram búa við eitt besta mennta-, heilbrigðis- og félagslega kerfi í heiminum. Og þrátt fyrir að skatttekjur ríkisins muni þurfa að aukast, munu tekjuskattar einstaklinga og fyrirtækja vera með þeim lægstu á Norðurlöndunum. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Síðustu árin fyrir hrun lifði íslenska þjóðin um efni fram. Að okkur var haldið erlendu lánsfé, innistæðulaust framboð húsnæðislána einkabanka ýttu undir verðbólgu og eftirspurn og rangar aðgerðir stjórnvalda í skattalækkunum og fjárfestingu kyntu svo enn undir bólunni. Allt þetta hrundi svo á okkur fyrir réttu ári síðan. Fram undan er sársaukafull aðlögun að veruleikanum. Heimilin hafa verið hart leikin og tímabært að koma þeim til aðstoðar. Þær hugmyndir sem ríkisstjórnin kynnir um þessar mundir miða að því að létta fólki greiðslubyrðina og aðstoða heimilin við að komast í gegnum núverandi stöðu, þ.e. háa stöðu lána og lágt mat á eignum. Verði ástandið viðvarandi mun svo koma til afskriftar. Í samvinnu bankakerfis og fyrirtækja er einnig fram undan umfangsmikil aðlögun í einkageiranum. Laga þarf greiðslubyrði lífvænlegra fyrirtækja að getu þeirra til að standa í skilum. Nú er á lokastigum samningaumleitanir sem skýrir eignarhald bankanna. Þá mun staða þeirra skýrast og um leið sjálfstraust starfsmanna til ákvarðana aukast. Það er mikilvægt fyrir alla að fjárfestingar fari aftur að aukast í atvinnulífinu og það tekst ekki nema með samvinnu banka og einkafyrirtækja. Sársaukafull aðlögun er einnig fram undan hjá ríkissjóði. Frá árinu 2008 til 2009 hafa tekjur og gjöld ríkissjóðs versnað til muna. Tekjur hafa minnkað úr 463 milljörðum í 408 milljarða þegar gjöld hafa vaxið úr 485 milljörðum í 580 milljarða. Árið 2009 er því ríkissjóður rekinn með rúmlega 400 milljón króna halla á dag. Slíkur hallarekstur í ár og næstu ár kostar sitt (alls um 345 milljarðar), því hann þarf að fjármagna með lánum. Þessu til viðbótar þurfti ríkissjóður að koma gjaldþrota Seðlabanka til aðstoðar í vetur með ríflega 300 milljarða framlagi. (Af því má sjá að Icesave-skuldin (170-300 milljarðar) er þó ekki meira en 20-30 prósent af heildarskuldum ríkisins.) Að standa í skilum með þessi lán og önnur er ríkið að greiða um 100 milljarða í vexti á þessu ári og því næsta. Þannig fer fjórða hver króna af tekjum ríkisins í vaxtagjöld. Þessu mætti líkja við að fjórða hver króna í tekjum heimilisins færi í að greiða vexti af yfirdrætti. Ef ríkið mun ekki fara í sársaukafulla aðlögun að veruleikanum og skera niður útgjöld sín umtalsvert á næstu árum, og auka tekjur sínar, er ljóst að við erum að velta kostnaðinum af skuldsetningu okkar yfir á næstu kynslóðir. Þannig er ljóst að takist okkur ekki að aðlaga rekstur ríkisins á næstu árum, munum við festast með alltof stórt hlutfall tekna okkar í greiðslu vaxtakostnaðar og þannig ýta vandamálunum á undan okkur. Fyrir slíka pólitík vil ég ekki standa. Að lokum þetta: Gleymum því ekki að þrátt fyrir mikinn niðurskurð í þjónustu munum við á Íslandi áfram búa við eitt besta mennta-, heilbrigðis- og félagslega kerfi í heiminum. Og þrátt fyrir að skatttekjur ríkisins muni þurfa að aukast, munu tekjuskattar einstaklinga og fyrirtækja vera með þeim lægstu á Norðurlöndunum. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar