Samfélagssymfónía 7. nóvember 2009 06:00 Nýlega stóð ég í fataklefa á elstu deild í leikskóla, börnin voru nýkomin úr fyrsta heimspekitímanum sínum. „Hvað voruð þið að gera í heimspeki?" spurði ég. „Við vorum að ræða reglur, þú veist um þetta sem má og ekki má," svaraði 5 ára stelpa. Fyrir aftan mig sagði starfsmaður með spurnartón svo börnin heyrðu „og skyldu þau nú muna reglurnar?" Ég sneri mér að börnunum og spurði: „hvað má ekki". Áður en ég vissi, sungu þau öll í einum kór fyrir mig lagið um það sem ekki má. Lagið sem byrjar á: Það má ekki pissa bak við hurð og ekki henda grjóti ofan í skurð. Sá texti hafði reyndar ekkert verið til umræðu í þessum heimspekitíma. Þau höfðu hins vegar rætt um þær reglur sem gilda í heimspeki, að hlusta á hvert annað, að grípa ekki fram í heldur bíða, að bera virðingu fyrir skoðunum hvers annars og að láta skoðanir sínar í ljós. Svo höfðu þau líka rætt hvað er að vera í alvöru og það að vera bestur. Það sem mér fannst svo frábært hjá börnunum var hvernig þau með húmor snéru því vantrausti sem speglaðist í orðunum um að þau myndu ekki. Þau sýndu ekki aðeins fram á að þau hefðu skilið heldur að þau gátu breytt þessari upplifun í fataklefanum í eitthvað skemmtilegt og eftirminnilegt. Og það var einmitt það sem gerðist, bæði ég og starfsmaðurinn tókum undir með þeim og við sungum öll saman einum kór, lagið um það sem er bannað. Svo hljóp hópurinn út í garð glaður í fasi. Mér fannst þetta svo merkileg upplifun að ég varð að segja öllum sem á vegi mínum varð frá henni. Ég fann hvernig ég fylltist bjartsýni og gleði. Þetta er eitt þeirra augnablika sem segja, já einmitt, þess vegna er ég leikskólakennari. Kór er í eðli sínu merkilegt fyrirbæri. Til að syngja í kór verður fólk bæði að kunna að hlusta og að tjá sig, hann byggir á sameignlegum markmiðum og sýn. Það er eitthvað svo sammannlegt við að syngja í kór. Til að hann geti í raun virkað verða allir að vinna saman. Þar er rými fyrir það óvænta en samtímis sterk krafa um samhæfingu. Í mínum huga hefur Þjóðfundurinn þann 14. nóvember alla möguleika til að verða að framtíðar kór. Fólk allstaðar af landinu, fólk með allavega skoðanir og bakgrunn mætir til þess að hlusta og til þess að tjá sig. Það mætir til þess að breyta erfiðleikum Íslands í möguleika Íslands. Það mætir til að skapa samfélags-symfóníu ja eða óperuverk sem nær að lifa í núinu og langt inn í framtíðina. Þegar ég var 12 ára lékum við Þjóðfundinn 1851, ég lék einn þingmanna, einn þeirra sem tók undir með Jóni Sigurðssyni og sagði „vér mótmælum allir". Í þetta sinn erum við ekki komin saman til að mótmæla heldur til að skapa. Skapa framtíð. Og kannski eiga börn framtíðarinnar eftir að standa í skólastofum og segja frá endurreisn Íslands og hlutverki Þjóðfundarins. Höfundur er lektor við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Nýlega stóð ég í fataklefa á elstu deild í leikskóla, börnin voru nýkomin úr fyrsta heimspekitímanum sínum. „Hvað voruð þið að gera í heimspeki?" spurði ég. „Við vorum að ræða reglur, þú veist um þetta sem má og ekki má," svaraði 5 ára stelpa. Fyrir aftan mig sagði starfsmaður með spurnartón svo börnin heyrðu „og skyldu þau nú muna reglurnar?" Ég sneri mér að börnunum og spurði: „hvað má ekki". Áður en ég vissi, sungu þau öll í einum kór fyrir mig lagið um það sem ekki má. Lagið sem byrjar á: Það má ekki pissa bak við hurð og ekki henda grjóti ofan í skurð. Sá texti hafði reyndar ekkert verið til umræðu í þessum heimspekitíma. Þau höfðu hins vegar rætt um þær reglur sem gilda í heimspeki, að hlusta á hvert annað, að grípa ekki fram í heldur bíða, að bera virðingu fyrir skoðunum hvers annars og að láta skoðanir sínar í ljós. Svo höfðu þau líka rætt hvað er að vera í alvöru og það að vera bestur. Það sem mér fannst svo frábært hjá börnunum var hvernig þau með húmor snéru því vantrausti sem speglaðist í orðunum um að þau myndu ekki. Þau sýndu ekki aðeins fram á að þau hefðu skilið heldur að þau gátu breytt þessari upplifun í fataklefanum í eitthvað skemmtilegt og eftirminnilegt. Og það var einmitt það sem gerðist, bæði ég og starfsmaðurinn tókum undir með þeim og við sungum öll saman einum kór, lagið um það sem er bannað. Svo hljóp hópurinn út í garð glaður í fasi. Mér fannst þetta svo merkileg upplifun að ég varð að segja öllum sem á vegi mínum varð frá henni. Ég fann hvernig ég fylltist bjartsýni og gleði. Þetta er eitt þeirra augnablika sem segja, já einmitt, þess vegna er ég leikskólakennari. Kór er í eðli sínu merkilegt fyrirbæri. Til að syngja í kór verður fólk bæði að kunna að hlusta og að tjá sig, hann byggir á sameignlegum markmiðum og sýn. Það er eitthvað svo sammannlegt við að syngja í kór. Til að hann geti í raun virkað verða allir að vinna saman. Þar er rými fyrir það óvænta en samtímis sterk krafa um samhæfingu. Í mínum huga hefur Þjóðfundurinn þann 14. nóvember alla möguleika til að verða að framtíðar kór. Fólk allstaðar af landinu, fólk með allavega skoðanir og bakgrunn mætir til þess að hlusta og til þess að tjá sig. Það mætir til þess að breyta erfiðleikum Íslands í möguleika Íslands. Það mætir til að skapa samfélags-symfóníu ja eða óperuverk sem nær að lifa í núinu og langt inn í framtíðina. Þegar ég var 12 ára lékum við Þjóðfundinn 1851, ég lék einn þingmanna, einn þeirra sem tók undir með Jóni Sigurðssyni og sagði „vér mótmælum allir". Í þetta sinn erum við ekki komin saman til að mótmæla heldur til að skapa. Skapa framtíð. Og kannski eiga börn framtíðarinnar eftir að standa í skólastofum og segja frá endurreisn Íslands og hlutverki Þjóðfundarins. Höfundur er lektor við Háskólann á Akureyri.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar