Landsvirkjun blæs til fundar um nýsköpun 19. nóvember 2009 04:00 Landsvirkjun stendur fyrir samráðsfundi í Blönduvirkjun um umhverfisvænar áherslur í atvinnu- og menningarlífi á Norðurlandi vestra.Fréttablaðið/Pjetur „Sú var tíðin að allt of margir fóru í gegnum svæðið án þess að stoppa. Á Norðurlandi vestra er margt að sjá,“ segir Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, sem stendur fyrir samráðsfundi um umhverfisvænar áherslur í atvinnu- og menningarlífi á svæðinu í samstarfi við Vaxtarsamning Norðurlands vestra í dag. Blásið er til fundarins í Blönduvirkjun og stendur hann yfir í fjórar klukkustundir. Þorsteinn segir forsvarsmenn Alþjóðlegu athafnavikunnar hafa átt frumkvæðið að því að leita til Landsvirkjunar, sem setti samstundis höfuðið í bleyti. Niðurstaðan hafi verið sú að leita sóknarfæra á Norðurlandi vestra í samstarfi við íbúa svæðisins. Í fyrstu var hugmyndin að líkja eftir Þjóðfundinum í Reykjavík um síðustu helgi og kalla til fólk eftir úrtaki. Þeirri hugmynd var hins vegar kastað fyrir róða og ákveðið að boða á bilinu tuttugu til 25 manns af Norðurlandi vestra með brennandi áhuga á málinu til að ræða málin og leita leiða til að gera hugmyndir sínar að veruleika. Rætt verður um þau sóknarfæri sem felast í umhverfisvænum áherslum í atvinnu- og menningarlífi í fjórðungnum. Þar á meðal er nýsköpun af ýmsu tagi, betri nýting afurða, náttúruvernd og aðgengi að náttúruperlum. Þorsteinn segir Landsvirkjun hafa verið að vinna að samfélagslegri stefnu fyrirtækisins enda vilji það marka sér stefnu á þeim stöðum sem fyrirtækið er með starfsemi. Það vilji taka þátt í verkefnum sem geti af sér jákvæða þróun. Fundurinn í dag er liður í því. Raunar sé undir heimamönnum komið að vinna úr þeim hugmyndum sem fram koma á fundinum í dag. Sé samhljómur um að halda áfram með ákveðin mál sé Landsvirkjun tilbúin til að styðja við það. „Ég lít á þetta sem lærdóm fyrir okkur. Við getum hugsað okkur að skoða önnur svæði þar sem við erum með starfstöð. Kannski skoðum við þetta áfram á öðrum svæðum landsins,“ segir Þorsteinn. jonab@frettabladid.is Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Innlent Fleiri fréttir Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Sjá meira
„Sú var tíðin að allt of margir fóru í gegnum svæðið án þess að stoppa. Á Norðurlandi vestra er margt að sjá,“ segir Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, sem stendur fyrir samráðsfundi um umhverfisvænar áherslur í atvinnu- og menningarlífi á svæðinu í samstarfi við Vaxtarsamning Norðurlands vestra í dag. Blásið er til fundarins í Blönduvirkjun og stendur hann yfir í fjórar klukkustundir. Þorsteinn segir forsvarsmenn Alþjóðlegu athafnavikunnar hafa átt frumkvæðið að því að leita til Landsvirkjunar, sem setti samstundis höfuðið í bleyti. Niðurstaðan hafi verið sú að leita sóknarfæra á Norðurlandi vestra í samstarfi við íbúa svæðisins. Í fyrstu var hugmyndin að líkja eftir Þjóðfundinum í Reykjavík um síðustu helgi og kalla til fólk eftir úrtaki. Þeirri hugmynd var hins vegar kastað fyrir róða og ákveðið að boða á bilinu tuttugu til 25 manns af Norðurlandi vestra með brennandi áhuga á málinu til að ræða málin og leita leiða til að gera hugmyndir sínar að veruleika. Rætt verður um þau sóknarfæri sem felast í umhverfisvænum áherslum í atvinnu- og menningarlífi í fjórðungnum. Þar á meðal er nýsköpun af ýmsu tagi, betri nýting afurða, náttúruvernd og aðgengi að náttúruperlum. Þorsteinn segir Landsvirkjun hafa verið að vinna að samfélagslegri stefnu fyrirtækisins enda vilji það marka sér stefnu á þeim stöðum sem fyrirtækið er með starfsemi. Það vilji taka þátt í verkefnum sem geti af sér jákvæða þróun. Fundurinn í dag er liður í því. Raunar sé undir heimamönnum komið að vinna úr þeim hugmyndum sem fram koma á fundinum í dag. Sé samhljómur um að halda áfram með ákveðin mál sé Landsvirkjun tilbúin til að styðja við það. „Ég lít á þetta sem lærdóm fyrir okkur. Við getum hugsað okkur að skoða önnur svæði þar sem við erum með starfstöð. Kannski skoðum við þetta áfram á öðrum svæðum landsins,“ segir Þorsteinn. jonab@frettabladid.is
Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Innlent Fleiri fréttir Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Sjá meira