Viðskipti innlent

Lögðu fram 100 þúsund en fengu 400 milljónir að láni

Sex fyrrverandi stjórnendur Kaupþings lögðu fram 100 þúsund krónur og fengu á móti 400 hundruð milljónir að láni til jarðakaupa á árunum 2002 til 2005. Lánin voru í japönskum jenum og standa í rúmum milljarði í dag.

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að það hafi verið félagið Hvítsstaðir sem keypti fjórar jarðir á Mýrum fyrir 400 hundruð milljónir sem fengnar voru að láni hjá SPRON og Sparisjóði Mýrasýslu en lánin munu nú vera komin inn í Kaupþing. Allt bendi til að bankinn verði fyrir hundruð milljóna króna tjóni vegna þessara viðskipta.

Eigendur félagsins eru Hreiðar Már Sigurðsson, Ingólfur Helgason, Magnús Guðmundsson, Sigurður Einarsson, Steingrímur Páll Kárason og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson. Þeir eru allir fyrrverandi stjórnendur hjá Kaupþingi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×