Viðskipti innlent

Segir Morgunblaðið blygðunarlaust misnotað

Ólafur Arnarson, rithöfundar bókarinnar Sofandi að feigðarósi og fyrrverandi framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Ólafur Arnarson, rithöfundar bókarinnar Sofandi að feigðarósi og fyrrverandi framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Mynd/Stefán Karlsson
„Morgunblaðið hefur misst allan trúverðugleika sem áreiðanlegur fjölmiðill. Meðferðin á blaðinu er að sjálfsögðu óvirðing við gott starf fagmanna, sem byggðu upp frábæran fjölmiðill af eljusemi á löngum tíma," Ólafur Arnarson, rithöfundar bókarinnar Sofandi að feigðarósi, í pistli á heimasíðu sinni. Hann fullyrðir að Morgunblaðið sé blygðunarlaust misnotað en hann gefur lítið fyrir forsíðufrétt blaðsins í dag.

Í frétt Morgunblaðsins segir að allt bendi til að Kaupþing verði fyrir hundruð milljóna króna tjóni vegna landakaupa sex fyrrverandi stjórnenda bankans. Þeir hafi lagt fram 100 þúsund krónur en fengu fjögur hundruð milljónir að láni til jarðakaupana.

„Laugardagsblað Moggans slær upp á forsíðu „stórfrétt" um að hópur einstaklinga, sem tengist gamla Kaupþingi, hafi keypt jarðir í Mýrarsýslu á lánum og nú séu lánin orðin miklu hærri en verðmæti jarðanna," segir Ólafur og bætir við að þetta sé saga hvers einasta Íslendings sem tekið hafi lán til að fjárfesta í aðdraganda hruns.

Ólafur segir að nýir eigendur og ritstjóri Morgunblaðsins hafi sýnt að ekki taki langan tíma að rífa niður það sem byggt hafi verið upp á löngum tíma.

„Morgunblaðið er ekki lengur fjölmiðill. Það er stríðstól í orrustunni um Ísland og herforinginn heitir Davíð Oddsson. Ekki þarf að efast um að valdaklíkan, sem nú stýrir Morgunblaðinu, ætlar sér að hafa sigur í orrustunni um Ísland en jafnljóst er að ef það ekki tekst mun jörðin ein standa sviðin eftir," segir Ólafur í pistlinum sem er hægt að lesa hér.


Tengdar fréttir

Lögðu fram 100 þúsund en fengu 400 milljónir að láni

Sex fyrrverandi stjórnendur Kaupþings lögðu fram 100 þúsund krónur og fengu á móti 400 hundruð milljónir að láni til jarðakaupa á árunum 2002 til 2005. Lánin voru í japönskum jenum og standa í rúmum milljarði í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×