Viðskipti innlent

Síminn og Sjóvá semja um rekstur tölvukerfa Sjóvár

F.v.: Guðmundur Magnús Hermannsson, viðskiptastjóri hjá Símanum, Elín Þórunn Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri Fyrirtækjasviðs Símans, Bergþór Hauksson, forstöðumaður Upplýsingatæknisviðs hjá Sjóvá og Emil Birgisson Blöndal, kerfisstjóri hjá Sjóvá.
F.v.: Guðmundur Magnús Hermannsson, viðskiptastjóri hjá Símanum, Elín Þórunn Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri Fyrirtækjasviðs Símans, Bergþór Hauksson, forstöðumaður Upplýsingatæknisviðs hjá Sjóvá og Emil Birgisson Blöndal, kerfisstjóri hjá Sjóvá.

Síminn og Sjóvá hafa undirritað samning þess efnis að Síminn annist allan rekstur tölvukerfa Sjóvár og veiti ráðgjöf. Samningurinn er gerður til þriggja ára.

Í tilkynningu segir að frá byrjun ársins 2006 hefur Síminn séð um rekstur miðlægra upplýsingakerfa hjá Sjóvá. Upphaflega gerði ANZA þann samning við Sjóvá en árið 2007 rann ANZA inn í Símann. Samstarfið hefur gengið vel og nýr samningur rammar inn vilja til að útvíkka það ennfrekar.

Þjónustan við Sjóvá byggir á VIST sem er upplýsingatækniþjónusta Símans en hún er sniðin að þörfum fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum. Öryggi er í fyrirrúmi í VIST og eru öll gögn sem geymd eru miðlægt á netþjónum Símans afrituð með einni fullkomnustu afritunarlausn landsins. Með miðlægri afritunarþjónustu er tryggt að öll gögn fyrirtækisins séu örugg.

„Sjóvá er í öruggum höndum hjá Símanum og með þessum samningi fæst töluverð hagræðing fyrir Sjóvá. Við fáum sérfræðingana til þess að sjá um reksturinn á tölvukerfum okkar og getum því einbeitt okkur að kjarnastarfsemi Sjóvár sem eru tryggingar," segir Bergþór Hauksson forstöðumaður Upplýsingatæknisviðs hjá Sjóvá

:„Samstarfið við Sjóvá hefur reynst verulega gott frá því að til þess var stofnað fyrir þremur árum. Sjóvá staðfestir með þessu að Síminn sé búinn að stimpla sig inn sem sterkur aðili á upplýsingatæknimarkaði," segir Elín Þórunn Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri Fyrirtækjasviðs Símans í tilkynningunni.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×