Ísland er ennþá ríkt Ársæll Valfells skrifar 8. apríl 2009 00:01 Það er ömurlegt að lifa í óvissu. Fólk getur miklu betur tekist á við raunir ef það sér fyrir endann á þeim. Þannig skiptir öllu máli nú að búa til von um betri tíð, segjum 2011 eða svo, og reisa þá von á raunverulegum breytingum og styrkingu innviða. Hvað Ísland varðar er nauðsynlegt að taka til hendinni og framkvæma breytingar. Þá munu lífsskilyrðin batna hratt og örugglega. Það hefur verið talað um að íslenska þjóðin sé sokkin á kaf í skuldafen sem hún muni ekki ná sér upp úr. Það er ekki satt. Skuldir ríkisins fyrir krónuhrunið og fjármálahrunið voru 29 prósent af þjóðarframleiðslu og verða samkvæmt áætlun AGS, Seðlabankans, Fjármálaráðuneytisins og annarra aðila sem hafa gefið út spár, um áttatíu prósent af þjóðarframleiðslu eftir að búið er að stokka upp fjármálakerfið og afgreiða útistandandi skuldir. Til þess að setja slíka tölu í samhengi má líta til sögunnar, en skuldir þjóðarinnar voru yfir 60 prósent í byrjun 10. áratugarins, en einnig má líta til Evrópu. Getum hæglega unnið okkur úr vandanum1Stundum hefur verið sagt að „gömlu ríkin" í Evrópu standi hvað best eftir fjármálabóluna því þau tóku hvað minnstan þátt í henni. Ef við lítum til dæmis á Ítalíu þá skuldar ríkið um 85 prósent af þjóðarframleiðslu. En í þá tölu vantar að Ítalir eiga litla sem enga lífeyrissjóði. Árið 2020, sem nálgast óðfluga, verða fleiri einstaklingar á Ítalíu, og væntanlega Frakklandi líka, sem þiggja lífeyri en vinna.Hvernig á slíkt gegnumstreymiskerfi þá að virka? Skuldirnar munu hlaðast upp og ef við tökum áætlaðar lífeyrisskuldbindingar í dag og bætum við núverandi skuldir Ítala, þá skulda þeir í heildina um það bil 200-250 prósent af þjóðarframleiðslu. Ástandið er litlu skárra í Grikklandi eða Frakklandi.Íslenska ríkið mun eftir þessa miklu fjármálabólu hugsanlega skulda 80 prósent af þjóðarframleiðslu. Lífeyrissjóðina, sem voru 180 prósent af þjóðarframleiðslu fyrir hrunið og segjast sjálfir núna vera um 150 prósent af þjóðarframleiðslu, metum við á um 140 prósent af þjóðarframleiðslu. Samtalan á Íslandi er því um 60 prósent hrein eign á móti um 200 prósenta skuld hjá hinum eldri þjóðum Evrópu.Þau ríki sem Ísland myndi helst vera hægt að bera saman við, útfrá jákvæðri skuldastöðu þegar lífeyriskerfið er tekið inn í, væru Svíþjóð og Noregur (þegar olíusjóðurinn er tekinn með því þar er ekkert lífeyriskerfið). Þá eru um 25 prósent Íslendinga 14 ára og yngri en einungis 10 prósent eldri en 65 ára. Ísland er því yngsta þjóð Evrópu og getur hæglega unnið sig út úr núverandi vanda. Fyrst þarf þó að koma kerfinu í rekstrarhæft ástand. Einhliða upptaka evru einfaldasta lausninEinfaldasta leiðin til þess er að kasta krónunni með einhliða upptöku evru. AGS mælir með einhliða upptöku við þjóðir sem eru í Evrópu og eiga í gjaldmiðlakreppu, eða eiga á hættu slíka kreppu, ekki aðeins þjóðir sem þegar eru í ESB. Þetta hafa stjórnarmenn AGS sagt á ráðstefnu á Íslandi í október og í samskiptum við stjórnvöld síðastliðinn nóvember, að einhliða upptaka sé besta lausnin fyrir Ísland.Við einhliða upptöku fengist verðstöðugleiki og hægt væri að afnema verðtryggingu að fullu. Einhliða upptöku væri hægt að framkvæma á nokkrum vikum og á sama tíma væri samið um uppgjör á útistandandi jöklabréfum. Næst þyrfti að laga skuldastöðu heimilanna, því tilgangslaust er að fara í niðurfellingu skulda þegar krónan er ennþá með 17 prósenta vöxtum, gjaldeyrishöftum og tilheyrandi þrengingum. Einnig þarf að aðstoða fyrirtæki sem hafa arðbærar rekstraráætlanir.Slíkar sértækar aðgerðir tækju 3 mánuði. Þá erum við komin aftur til ca ársins 2003 í lífsskilyrðum, sem er ekki svo slæmt í minningunni hjá okkur. Við erum þá komin á svipaðan stað og við værum ef þessi bankabóla hefði aldrei myndast.Ársæll er lektor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands og Heiðar er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Það er ömurlegt að lifa í óvissu. Fólk getur miklu betur tekist á við raunir ef það sér fyrir endann á þeim. Þannig skiptir öllu máli nú að búa til von um betri tíð, segjum 2011 eða svo, og reisa þá von á raunverulegum breytingum og styrkingu innviða. Hvað Ísland varðar er nauðsynlegt að taka til hendinni og framkvæma breytingar. Þá munu lífsskilyrðin batna hratt og örugglega. Það hefur verið talað um að íslenska þjóðin sé sokkin á kaf í skuldafen sem hún muni ekki ná sér upp úr. Það er ekki satt. Skuldir ríkisins fyrir krónuhrunið og fjármálahrunið voru 29 prósent af þjóðarframleiðslu og verða samkvæmt áætlun AGS, Seðlabankans, Fjármálaráðuneytisins og annarra aðila sem hafa gefið út spár, um áttatíu prósent af þjóðarframleiðslu eftir að búið er að stokka upp fjármálakerfið og afgreiða útistandandi skuldir. Til þess að setja slíka tölu í samhengi má líta til sögunnar, en skuldir þjóðarinnar voru yfir 60 prósent í byrjun 10. áratugarins, en einnig má líta til Evrópu. Getum hæglega unnið okkur úr vandanum1Stundum hefur verið sagt að „gömlu ríkin" í Evrópu standi hvað best eftir fjármálabóluna því þau tóku hvað minnstan þátt í henni. Ef við lítum til dæmis á Ítalíu þá skuldar ríkið um 85 prósent af þjóðarframleiðslu. En í þá tölu vantar að Ítalir eiga litla sem enga lífeyrissjóði. Árið 2020, sem nálgast óðfluga, verða fleiri einstaklingar á Ítalíu, og væntanlega Frakklandi líka, sem þiggja lífeyri en vinna.Hvernig á slíkt gegnumstreymiskerfi þá að virka? Skuldirnar munu hlaðast upp og ef við tökum áætlaðar lífeyrisskuldbindingar í dag og bætum við núverandi skuldir Ítala, þá skulda þeir í heildina um það bil 200-250 prósent af þjóðarframleiðslu. Ástandið er litlu skárra í Grikklandi eða Frakklandi.Íslenska ríkið mun eftir þessa miklu fjármálabólu hugsanlega skulda 80 prósent af þjóðarframleiðslu. Lífeyrissjóðina, sem voru 180 prósent af þjóðarframleiðslu fyrir hrunið og segjast sjálfir núna vera um 150 prósent af þjóðarframleiðslu, metum við á um 140 prósent af þjóðarframleiðslu. Samtalan á Íslandi er því um 60 prósent hrein eign á móti um 200 prósenta skuld hjá hinum eldri þjóðum Evrópu.Þau ríki sem Ísland myndi helst vera hægt að bera saman við, útfrá jákvæðri skuldastöðu þegar lífeyriskerfið er tekið inn í, væru Svíþjóð og Noregur (þegar olíusjóðurinn er tekinn með því þar er ekkert lífeyriskerfið). Þá eru um 25 prósent Íslendinga 14 ára og yngri en einungis 10 prósent eldri en 65 ára. Ísland er því yngsta þjóð Evrópu og getur hæglega unnið sig út úr núverandi vanda. Fyrst þarf þó að koma kerfinu í rekstrarhæft ástand. Einhliða upptaka evru einfaldasta lausninEinfaldasta leiðin til þess er að kasta krónunni með einhliða upptöku evru. AGS mælir með einhliða upptöku við þjóðir sem eru í Evrópu og eiga í gjaldmiðlakreppu, eða eiga á hættu slíka kreppu, ekki aðeins þjóðir sem þegar eru í ESB. Þetta hafa stjórnarmenn AGS sagt á ráðstefnu á Íslandi í október og í samskiptum við stjórnvöld síðastliðinn nóvember, að einhliða upptaka sé besta lausnin fyrir Ísland.Við einhliða upptöku fengist verðstöðugleiki og hægt væri að afnema verðtryggingu að fullu. Einhliða upptöku væri hægt að framkvæma á nokkrum vikum og á sama tíma væri samið um uppgjör á útistandandi jöklabréfum. Næst þyrfti að laga skuldastöðu heimilanna, því tilgangslaust er að fara í niðurfellingu skulda þegar krónan er ennþá með 17 prósenta vöxtum, gjaldeyrishöftum og tilheyrandi þrengingum. Einnig þarf að aðstoða fyrirtæki sem hafa arðbærar rekstraráætlanir.Slíkar sértækar aðgerðir tækju 3 mánuði. Þá erum við komin aftur til ca ársins 2003 í lífsskilyrðum, sem er ekki svo slæmt í minningunni hjá okkur. Við erum þá komin á svipaðan stað og við værum ef þessi bankabóla hefði aldrei myndast.Ársæll er lektor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands og Heiðar er hagfræðingur.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun