Gleðilega þjóðhátíð Elliði Vignisson skrifar 31. júlí 2009 06:00 Í dag hefst þjóðhátíð Vestmannaeyja. Með sanni má segja að setning hennar marki upphafið á þriggja sólarhringa gleði þar sem Eyjamenn og gestir kristalla eðli Vestmannaeyja og þá orku sem í samfélaginu býr. Hátíðin hefur allt frá 1874 gefið Eyjamönnum einstakt tækifæri til að sýna þann kjarna sem er í samfélaginu. Eyjamenn eru kröftugir og miklir gleðimenn og þjóðhátíð er þeirra hátíð þar sem öllum er boðið að vera með. Í aðdraganda þjóðhátíðar leggjast Eyjamenn allir á eitt og er undirbúningur borinn uppi af sjálfboðaliðum sem gefa vinnu sína með glöðu geði svo hátíðin geti orðið að veruleika. Í raun er samfélagið allt ábyrgt fyrir þjóðhátíðinni og stemningin mögnuð upp allt árið. Í skólum og á vinnustöðum er gjarnan hengt upp dagatal um miðjan vetur þar sem taldir eru niður dagarnir í þjóðhátíð. Þjóðhátíð er enda tvímælalaust hápunktur Eyjalífsins. Eyjamenn eru gestum sínum þakklátir fyrir þá virðingu sem hefðum og hátíð Eyjanna er sýnd. Í raun erum við Eyjamenn alltaf jafn snortnir yfir því hversu tilbúnir þjóðhátíðargestir eru til að koma og taka þátt í þessari hátíð á forsendum okkar og upplifa menningu eyjanna með sín hvítu tjöld, reyktan lunda, gítarspil, brennu og flugeldasýningu, af prúðmennsku. Það eina sem stundum hefur angrað okkur eru fréttir af því að örfáir hafi þurft að gista fangageymslur vegna ölvunar eða smávægilegra pústra. Fréttin er einmitt frekar sú að 10 til 12.000 manns skemmti sér hér konunglega án þess að lögreglan þurfi að hafa af þeim afskipti. Það er til marks um styrk þjóðhátíðar að allar aðrar bæjarhátíðir á landinu reyna með einum eða öðrum hætti að líkja eftir þjóðhátíð og er það vel. Eftirlíkingar komast þó aldrei nærri fyrirmyndinni enda umgjörð Herjólfsdals, rómantík Eyjanna og litafegurð mannlífsins algerlega einstök. Höfuðáhersla er ætíð lögð á öryggi gesta. Markmiðið er að á hverju ári fari gestir sem hingað koma til baka með jákvæðar minningar um Vestmannaeyjar og aukinn skilning á því sérstaka samfélagi sem hér er. Vestmannaeyjabær mun gera allt sem í hans valdi stendur til að gera dvöl gesta ánægjulega og standa við bakið á þjóðhátíðarnefnd í því að gera öllum kleift að fanga hátíðarandann og skemmta sér vel. Fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar býð ég gesti velkomna á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Gleðilega Þjóðhátíð. Höfundur er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elliði Vignisson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag hefst þjóðhátíð Vestmannaeyja. Með sanni má segja að setning hennar marki upphafið á þriggja sólarhringa gleði þar sem Eyjamenn og gestir kristalla eðli Vestmannaeyja og þá orku sem í samfélaginu býr. Hátíðin hefur allt frá 1874 gefið Eyjamönnum einstakt tækifæri til að sýna þann kjarna sem er í samfélaginu. Eyjamenn eru kröftugir og miklir gleðimenn og þjóðhátíð er þeirra hátíð þar sem öllum er boðið að vera með. Í aðdraganda þjóðhátíðar leggjast Eyjamenn allir á eitt og er undirbúningur borinn uppi af sjálfboðaliðum sem gefa vinnu sína með glöðu geði svo hátíðin geti orðið að veruleika. Í raun er samfélagið allt ábyrgt fyrir þjóðhátíðinni og stemningin mögnuð upp allt árið. Í skólum og á vinnustöðum er gjarnan hengt upp dagatal um miðjan vetur þar sem taldir eru niður dagarnir í þjóðhátíð. Þjóðhátíð er enda tvímælalaust hápunktur Eyjalífsins. Eyjamenn eru gestum sínum þakklátir fyrir þá virðingu sem hefðum og hátíð Eyjanna er sýnd. Í raun erum við Eyjamenn alltaf jafn snortnir yfir því hversu tilbúnir þjóðhátíðargestir eru til að koma og taka þátt í þessari hátíð á forsendum okkar og upplifa menningu eyjanna með sín hvítu tjöld, reyktan lunda, gítarspil, brennu og flugeldasýningu, af prúðmennsku. Það eina sem stundum hefur angrað okkur eru fréttir af því að örfáir hafi þurft að gista fangageymslur vegna ölvunar eða smávægilegra pústra. Fréttin er einmitt frekar sú að 10 til 12.000 manns skemmti sér hér konunglega án þess að lögreglan þurfi að hafa af þeim afskipti. Það er til marks um styrk þjóðhátíðar að allar aðrar bæjarhátíðir á landinu reyna með einum eða öðrum hætti að líkja eftir þjóðhátíð og er það vel. Eftirlíkingar komast þó aldrei nærri fyrirmyndinni enda umgjörð Herjólfsdals, rómantík Eyjanna og litafegurð mannlífsins algerlega einstök. Höfuðáhersla er ætíð lögð á öryggi gesta. Markmiðið er að á hverju ári fari gestir sem hingað koma til baka með jákvæðar minningar um Vestmannaeyjar og aukinn skilning á því sérstaka samfélagi sem hér er. Vestmannaeyjabær mun gera allt sem í hans valdi stendur til að gera dvöl gesta ánægjulega og standa við bakið á þjóðhátíðarnefnd í því að gera öllum kleift að fanga hátíðarandann og skemmta sér vel. Fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar býð ég gesti velkomna á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Gleðilega Þjóðhátíð. Höfundur er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar