Viðskipti innlent

Reykjavíkurborg boðar 5,8 milljarða lántöku

Reykjavíkurborg er þessa dagana að leggja lokahönd á fjárhagsáætlun fyrir 2010, í þeirri áætlun er gert ráð fyrir lántökum allt að 5,8 milljarða kr. vegna framkvæmda ársins 2010.

Í tilkynningu til kauphallarinnar segir að það sé horft til þess að stækka skuldabréfaflokk borgarinnar RVK 0901. Hluti af þessari lántöku væri haldið eftir vegna fyrirgreiðslu vegna viðskiptavaktar.

Endanlegt samþykki og ákvörðun um lántöku þarf að taka fyrir í borgarráði og borgarstjórn og tillagan verður endanlega afgreidd með samþykkt fjárhagsáætlunar þann 15 desember nk. Svo endanleg lánsfjárhæð getur tekið breytingum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×