Í tilefni afmælis Ellert B. Schram skrifar 10. október 2009 06:00 Í dag, tíunda október, tek ég enn einu sinni upp á því að eiga afmæli. Það sjötugasta, hvorki meira né minna og enda þótt það þyki sumum hár aldur, þá er ekkert annað í kortunum en taka því. Annars væri ég dauður! Það kann að þykja óvanalegt uppátæki að skrifa blaðagrein í tilefni af eigin afmæli en það er þó alténd skárra heldur en að semja minningargrein um sjálfan sig! Ekki það að ég taki mér penna í hönd til að skrifa um mig lofmæli eða afrekasögu. Það bíður betri tíma. Nei, tilefni þessarar greinar er fyrst og fremst að koma á framfæri þakklæti til alls þess samferðafólks sem ég hef mætt á þessari sjötíu ára lífsleið minni. Ég hef nefnilega verið svo heppinn á þessari skemmtilegu vegferð, að eiga þess kost að kynnast, starfa með, skemmta mér með og jafnvel rífast við mann og annan, sem hefur verið dásamlegur þverskurður af fólki eins og það gerist best. Í skólanum í gamla daga, fótboltanum, lögfræðinni, blaðamennskunni, embættisstörfum, þingmennsku, stjórnmálaflokkunum, á golfvellinum, í fjölskyldunni og forystu allskyns félagasamtaka hef ég átt því láni að fagna að kynnast konum og körlum af öllum stærðum og gerðum, sem hafa glatt mitt hjarta og kennt mér svo margt. Ég hélt lengi að ég væri útvalinn og einstök guðsgjöf, einn og sér, en ég hef fyrir löngu áttað mig á því, að manneskjurnar, hver um sig, eru allar guðsgjafir og í rauninni engin annarri merkilegri. En merkilega merkilegar samt. Og fyrir vikið hef ég tröllatrú á framtíð hins íslenska samfélags. Nú stæði auðvitað upp á mig, á þessum tímamótum, að bjóða öllu þessu fólki til veislu og láta það syngja afmælissönginn og hrópa húrra fyrir mér. Mikið væri það gaman að sjá ykkur öll.En þá þyrftu gestirnir að kaupa gjafir og blóm, sem ég þarf ekkert á að halda. Bæði á ég nóg af veraldlegum eignum og svo væri það sennilega stílbrot, ekki satt, í miðri kreppunni. Af mér er það að frétta að ég er enn að leita að steininum helga, er við hestaheilsu og nokkuð ern miðað við allt sem gengið hefur á um dagana. Ég er enn í farsælu hjónabandi með Ágústu, sem segir meira um hana og ágæti hennar, heldur en mig. Og öll börnin sjö sýna mér væntumþykju og meiri virðingu en ég á skilið. En síðast en ekki síst vil ég sem sagt nota þennan afmælisdag minn til að koma kveðjum til allra þeirra sem hafa haft saman við mig að sælda á gengnum áratugum og gefið mér trú og sannfæringu fyrir því lögmáli að lífið eru skin og skúrir, flóð og fjara, sorg og gleði, hlátur og grátur, vor og haust, upp og niður, upp og niður. Sól sest, sól rís. Sem þýðir það eitt að upp úr kreppunni munum við rísa og bjartir dagar munu bíða okkar áður en um langt líður. Með bestu afmælis- og baráttukveðjum. Höfundur er kominn á áttræðisaldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Í dag, tíunda október, tek ég enn einu sinni upp á því að eiga afmæli. Það sjötugasta, hvorki meira né minna og enda þótt það þyki sumum hár aldur, þá er ekkert annað í kortunum en taka því. Annars væri ég dauður! Það kann að þykja óvanalegt uppátæki að skrifa blaðagrein í tilefni af eigin afmæli en það er þó alténd skárra heldur en að semja minningargrein um sjálfan sig! Ekki það að ég taki mér penna í hönd til að skrifa um mig lofmæli eða afrekasögu. Það bíður betri tíma. Nei, tilefni þessarar greinar er fyrst og fremst að koma á framfæri þakklæti til alls þess samferðafólks sem ég hef mætt á þessari sjötíu ára lífsleið minni. Ég hef nefnilega verið svo heppinn á þessari skemmtilegu vegferð, að eiga þess kost að kynnast, starfa með, skemmta mér með og jafnvel rífast við mann og annan, sem hefur verið dásamlegur þverskurður af fólki eins og það gerist best. Í skólanum í gamla daga, fótboltanum, lögfræðinni, blaðamennskunni, embættisstörfum, þingmennsku, stjórnmálaflokkunum, á golfvellinum, í fjölskyldunni og forystu allskyns félagasamtaka hef ég átt því láni að fagna að kynnast konum og körlum af öllum stærðum og gerðum, sem hafa glatt mitt hjarta og kennt mér svo margt. Ég hélt lengi að ég væri útvalinn og einstök guðsgjöf, einn og sér, en ég hef fyrir löngu áttað mig á því, að manneskjurnar, hver um sig, eru allar guðsgjafir og í rauninni engin annarri merkilegri. En merkilega merkilegar samt. Og fyrir vikið hef ég tröllatrú á framtíð hins íslenska samfélags. Nú stæði auðvitað upp á mig, á þessum tímamótum, að bjóða öllu þessu fólki til veislu og láta það syngja afmælissönginn og hrópa húrra fyrir mér. Mikið væri það gaman að sjá ykkur öll.En þá þyrftu gestirnir að kaupa gjafir og blóm, sem ég þarf ekkert á að halda. Bæði á ég nóg af veraldlegum eignum og svo væri það sennilega stílbrot, ekki satt, í miðri kreppunni. Af mér er það að frétta að ég er enn að leita að steininum helga, er við hestaheilsu og nokkuð ern miðað við allt sem gengið hefur á um dagana. Ég er enn í farsælu hjónabandi með Ágústu, sem segir meira um hana og ágæti hennar, heldur en mig. Og öll börnin sjö sýna mér væntumþykju og meiri virðingu en ég á skilið. En síðast en ekki síst vil ég sem sagt nota þennan afmælisdag minn til að koma kveðjum til allra þeirra sem hafa haft saman við mig að sælda á gengnum áratugum og gefið mér trú og sannfæringu fyrir því lögmáli að lífið eru skin og skúrir, flóð og fjara, sorg og gleði, hlátur og grátur, vor og haust, upp og niður, upp og niður. Sól sest, sól rís. Sem þýðir það eitt að upp úr kreppunni munum við rísa og bjartir dagar munu bíða okkar áður en um langt líður. Með bestu afmælis- og baráttukveðjum. Höfundur er kominn á áttræðisaldur.
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun