Viðskipti innlent

Sendifulltrúi AGS vill ekki tjá sig um vaxtalækkunina

Sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) hér á land, Franek Rozwadowski, vill ekki tjá sig um vaxtalækkun peningastefnu Seðlabankans í morgun. Aðspurður svarar hann einfaldlega „no comment".

Eins og kunnugt er af fréttum taldi AGS í nýlegum álitum sínum að hægt væri að fara í varlegar vaxtalækkanir á næstunni. Sjálfir stýrivextir Seðlabankans voru lækkaðir um eitt prósentustig sem varla telst varleg vaxtalækkun.

Hinsvegar voru vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana lækkaðir um 0,5 prósentur í 9%. Þetta er nær því að vera varleg lækkun. Seðlabankinn segir sjálfur að þessir vextir ráði vaxtastiginu í landinu fremur en stýrivextirnir sem eru vextir á lánum gegn veði til sjö daga.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×