Viðskipti innlent

Engin ásættanleg tilboð hafa borist í Össur

Birst hafa fréttir um mögulegt yfirtökutilboð í Össur hf. Félagið og tilteknir hluthafar þess hafa átt í viðræðum við mögulega kaupendur um kaup á hlut í félaginu, en slík viðskipti hafa ekki verið ákveðin og engar ásættanlegar tillögur hafa borist.

Í tilkynningu segir að stjórnendur félagsins eiga ekki von á að viðskipti á þeim nótum sem nefnd voru í fréttinni muni eiga sér stað á næstunni, þótt gera megi ráð fyrir að tilteknir hluthafar muni áfram vinna að sölu hluta sinna í félaginu.

Kauphöllin mun opna aftur fyrir viðskipti með Össur kl. 17.10.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×