Skilanefnd Glitnis gæti eignast 10% í Actavis Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 3. desember 2009 18:32 Skilanefnd Glitnis gæti eignast 10 prósenta hlut Salt Investments, félags í eigu Róberts Wessman, í lyfjafyrirtækinu Actavis. Viðræður standa yfir við skilanefndina um uppgreiðslu á tæplega 20 milljarða króna skuld félagsins. Einkahlutafélagið Salt Financials er dótturfyrirtæki Salt Investments sem er í eigu athafnamannsins Róberts Wessman. Róbert keypti tvisvar hlut í Glitni. Fyrstu kaupin áttu sér stað árið 2007 og þau síðari, sem hafa fengið nafnbótina verstu viðskipti árisins 2008, örfáum dögum fyrir þjóðnýtingu Glitnis. Kaupin voru fjármögnuð af Glitni og fóru í gegnum félagið Salt Financials. Skuld þess félags við bankann nemur rúmum 16,6 milljörðum króna. Eign félagsins nemur 4 milljónum króna. Móðurfélag Salt Financials, Salt Investments, ábyrgðist kaupin og skuldar Glitni að auki um 3 milljarða króna. Viðræður standa nú yfir við skilanefnd Glitnis um uppgreiðslu á þessum tæpum 20 milljörðum króna. Árni Harðarson, forstjóri Salt Investments, sagði í samtali við fréttastofu að nokkrar leiðir kæmu til greina í því samhengi, en ljóst væri að eign félagsins í Actavis yrði notuð til að greiða skuldina. Engar viðræður séu um afskrift á skuldum. Framtíð Salt Investments velti á verðmati hlutarins í lyfjafyrirtækinu. Þá er enn óvissa hvort hægt sé að rifta seinni kaupum Róberts í Glitni en hann hefur lýst yfir að hann hyggist sækja það mál. Hinsvegar má ekki má lögsækja gömlu bankanna á meðan þeir eru í greiðslustöðvun. Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Sjá meira
Skilanefnd Glitnis gæti eignast 10 prósenta hlut Salt Investments, félags í eigu Róberts Wessman, í lyfjafyrirtækinu Actavis. Viðræður standa yfir við skilanefndina um uppgreiðslu á tæplega 20 milljarða króna skuld félagsins. Einkahlutafélagið Salt Financials er dótturfyrirtæki Salt Investments sem er í eigu athafnamannsins Róberts Wessman. Róbert keypti tvisvar hlut í Glitni. Fyrstu kaupin áttu sér stað árið 2007 og þau síðari, sem hafa fengið nafnbótina verstu viðskipti árisins 2008, örfáum dögum fyrir þjóðnýtingu Glitnis. Kaupin voru fjármögnuð af Glitni og fóru í gegnum félagið Salt Financials. Skuld þess félags við bankann nemur rúmum 16,6 milljörðum króna. Eign félagsins nemur 4 milljónum króna. Móðurfélag Salt Financials, Salt Investments, ábyrgðist kaupin og skuldar Glitni að auki um 3 milljarða króna. Viðræður standa nú yfir við skilanefnd Glitnis um uppgreiðslu á þessum tæpum 20 milljörðum króna. Árni Harðarson, forstjóri Salt Investments, sagði í samtali við fréttastofu að nokkrar leiðir kæmu til greina í því samhengi, en ljóst væri að eign félagsins í Actavis yrði notuð til að greiða skuldina. Engar viðræður séu um afskrift á skuldum. Framtíð Salt Investments velti á verðmati hlutarins í lyfjafyrirtækinu. Þá er enn óvissa hvort hægt sé að rifta seinni kaupum Róberts í Glitni en hann hefur lýst yfir að hann hyggist sækja það mál. Hinsvegar má ekki má lögsækja gömlu bankanna á meðan þeir eru í greiðslustöðvun.
Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Sjá meira