Frá ríki til sveitarfélaga Guðrún Erla Geirsdóttir skrifar 3. desember 2009 06:00 Ungt fólk sem aðeins hefur lokið grunnskólaprófi er stór hluti þeirra sem glíma við atvinnuleysi í dag. Könnun leiddi í ljós að mörg þeirra hafa ekkert við að vera, snúa við sólarhringnum og skortir sjálfstraust. Reynsla Finna af kreppu sýnir að hluti þeirra ungmenna sem ekki ná í fasta vinnu, þegar eðlilegt er að hefja atvinnuþáttöku, ber þess aldrei bætur. Við þurfum sértækar aðgerðir fyrir ungt fólk. Sveitarfélög eru betur til þess fallin en ríkið að upphugsa úrræði sem taka mið af aðstæðum á hverjum stað. Í Reykjavík er hægt að bjóða persónulega þjónustu fyrir atvinnulausa á þjónustumiðstöðvum hverfanna og enginn vandi að hafa þar upplýsingar um störf í boði á landinu öllu og sveitarfélög geta haft samvinnu sín á milli, hvenær sem það hentar. Ekki er liðinn nema áratugur síðan Páll Pétursson félagsmálaráðherra Framsóknar, í boði Davíðs, stækkaði báknið með því að færa málefni atvinnulausra frá sveitarfélögum til ríkis. Lagabreytingin var réttlætt með því að þá yrði allt landið að einu atvinnusvæði og því hægt að úthluta mönnum vinnu hvar sem er á landinu. Almenn andstaða var við hugmyndina, enda bjóða þvingaðir „hreppaflutningar“ upp á að fjölskyldur sundrist, þegar feður eða mæður verða að sækja vinnu víðs fjarri heimili eða að öðrum kosti missa atvinnuleysisbætur. Í Reykjavík var á sínum tíma mikið og gott starf unnið með atvinnulausum ungmennum á vegum ÍTR. Námsflokkarnir buðu einnig úrræði fyrir atvinnulausar eldri konur, sem nefndist Gangskör. Þar var lögð áhersla á tölvukennslu og annað sem tengdist nútíma atvinnulífi og í framhaldinu var mörgum boðin starfsþjálfun hjá stofnunum borgarinnar. Oft gerði þetta gæfumuninn því starfsþjálfun eftir langt atvinnuleysi jók sjálfstraust. Í dag er unnið að því að færa málefni aldraðra og fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga því nærsamfélagið er talið betur í stakk búið til að sinna þörfum einstaklinga. Þetta á einnig við um málefni atvinnulausra, sérstaklega unglinga. Því skora ég á flokksbróður minn, félagsmálaráðherra, að láta gera úttekt á kostum og göllum þess að sveitarfélögin taki aftur við málefnum atvinnulausra. Höfundur er kennari og fyrrverandi varaformaður Atvinnu- og ferðamálanefndar Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Ungt fólk sem aðeins hefur lokið grunnskólaprófi er stór hluti þeirra sem glíma við atvinnuleysi í dag. Könnun leiddi í ljós að mörg þeirra hafa ekkert við að vera, snúa við sólarhringnum og skortir sjálfstraust. Reynsla Finna af kreppu sýnir að hluti þeirra ungmenna sem ekki ná í fasta vinnu, þegar eðlilegt er að hefja atvinnuþáttöku, ber þess aldrei bætur. Við þurfum sértækar aðgerðir fyrir ungt fólk. Sveitarfélög eru betur til þess fallin en ríkið að upphugsa úrræði sem taka mið af aðstæðum á hverjum stað. Í Reykjavík er hægt að bjóða persónulega þjónustu fyrir atvinnulausa á þjónustumiðstöðvum hverfanna og enginn vandi að hafa þar upplýsingar um störf í boði á landinu öllu og sveitarfélög geta haft samvinnu sín á milli, hvenær sem það hentar. Ekki er liðinn nema áratugur síðan Páll Pétursson félagsmálaráðherra Framsóknar, í boði Davíðs, stækkaði báknið með því að færa málefni atvinnulausra frá sveitarfélögum til ríkis. Lagabreytingin var réttlætt með því að þá yrði allt landið að einu atvinnusvæði og því hægt að úthluta mönnum vinnu hvar sem er á landinu. Almenn andstaða var við hugmyndina, enda bjóða þvingaðir „hreppaflutningar“ upp á að fjölskyldur sundrist, þegar feður eða mæður verða að sækja vinnu víðs fjarri heimili eða að öðrum kosti missa atvinnuleysisbætur. Í Reykjavík var á sínum tíma mikið og gott starf unnið með atvinnulausum ungmennum á vegum ÍTR. Námsflokkarnir buðu einnig úrræði fyrir atvinnulausar eldri konur, sem nefndist Gangskör. Þar var lögð áhersla á tölvukennslu og annað sem tengdist nútíma atvinnulífi og í framhaldinu var mörgum boðin starfsþjálfun hjá stofnunum borgarinnar. Oft gerði þetta gæfumuninn því starfsþjálfun eftir langt atvinnuleysi jók sjálfstraust. Í dag er unnið að því að færa málefni aldraðra og fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga því nærsamfélagið er talið betur í stakk búið til að sinna þörfum einstaklinga. Þetta á einnig við um málefni atvinnulausra, sérstaklega unglinga. Því skora ég á flokksbróður minn, félagsmálaráðherra, að láta gera úttekt á kostum og göllum þess að sveitarfélögin taki aftur við málefnum atvinnulausra. Höfundur er kennari og fyrrverandi varaformaður Atvinnu- og ferðamálanefndar Reykjavíkur.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar