Umfjöllun: Akureyri hélt haus gegn Val og vann verðskuldaðan sigur Hjalti Þór Hreinsson skrifar 3. desember 2009 20:49 Heimir Örn skoraði fimm mörk í sex skotum. Akureyri vann góðan 29-25 sigur á Val í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Akureyri hefur þar með unnið fimm leiki í röð og er komið upp að hlið Vals á toppi deildarinnar. Bæði lið voru afar lengi að koma sér í gírinn. Nánar tiltekið um 20 mínútur. Sóknarmistök, feilsendingar, slök markvarsla hjá Akureyri og léleg sókn hjá Val, voru meðal þess sem sáust í Höllinni. Hafþór Einarsson, markmaður Akureyrar, tók svo við sér á meðan Hlynur Morthens kollegi hans hjá Val slakaði á. Þá komst Akureyri yfir í fyrsta sinn, í 9-8, og leiddi út hálfleikinn. Liðið komst mest þremur mörkum yfir, 16-13, en staðan í hálfleik var 16-14. Valsmenn fengu alls sex vítaköst í fyrri hálfleik og nýttu þau öll. Ernir Hrafn Arnarson Valsmaður skoraði aðeins eitt mark í heilum níu skotum í fyrri hálfleik. Valsmenn jöfnuðu leikinn í 18-18 eftir tíu mínútur en þá sigldi Akureyri fram úr. Inn á kom Hörður Flóki Ólafsson í markið og hann varði átta skot og átti þrjár stoðsendingar á stuttum tíma. Góð vörn og markvarsla lagði grunninn að fimm marka forystu Akureyrar, þegar staðan var 25-20 voru aðeins tíu mínútur til leiksloka. En eins og svo oft áður á það ekki við Akureyri að halda forystu og enn og aftur gerðu þeir leikinn sinn spennandi, án þess að þurfa það. Valsmenn minnkuðu muninn jafnt og þétt og gátu jafnað í 26-26 þegar Hörður varði og Jónatan Magnússon skoraði lykilmark, Akureyri þar með komið tveimur mörkum yfir og aðeins tvær og hálf eftir. Akureyri hélt haus og kláraði leikinn, unnu að lokum örugglega. Lokatölur 29-25. Áhorfendur í Höllinni í kvöld voru vel stemmdir og um 1000 talsins. Hjá heimamönnum dró Jónatan vagninn í fyrri hálfleik og hinn geðþekki bankastarfsmaður reif áhorfendur með liðinu þegar á móti blés. Heimir Örn var góður og Guðlaugur líka. Innkoma Flóka var góð. Hjá Val skutu Ernir og Elvar samtals 32 sinnum á markið og skoruðu þeir 9 mörk. Hlynur varði sæmilega í markinu en hann náði sér aldrei almennilega á strik, mörg skotanna sem hann varði voru slök skylduskot Akureyringa. Vörn Vals var ekki góð og sóknarleikurinn oft á tíðum tilviljunarkenndur og klaufalegur. Liðið fékk til að mynda fjórum sinnum dæmda á sig línu í seinni hálfleik. Akureyringar mega vel við una eftir sigurinn sem kom þeim upp að hlið Vals á toppi deildarinnar.Tölfræði leiksins:Akureyri-Valur 29-25 (16-14)Mörk Akureyrar (skot): Jónatan Magnússon 7 (16), Oddur Grétarsson 6 (9), Heimir Örn Árnason 5 (6), Árni Þór Sigtryggsson 4 (9), Guðlaugur Arnarsson 3 (3), Heiðar Þór Aðalsteinsson 2 (4), Andri Snær Stefánsson 1 (1), Hörður F. Sigþórsson 1 (2).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 8 (16) 50%, Hafþór Einarsson 10 (28) 36%.Hraðaupphlaup: 6 (Oddur 3, Heimir, Andri, Guðlaugur).Fiskuð víti: 2 (Jónatan, Heimir).Utan vallar: 14 mín.Mörk Vals: Arnór Þór Gunnarsson 8/5 (10), Ernir Hrafn Arnarson 5 (18), Elvar Friðriksson 4/1 (14), Gunnar Ingi Jóhannsson 3 (6), Sigfús Páll Sigfússon 3 (3), Orri Freyr Gíslason 2 (2.Varin skot: Hlynur Morthens 16 () 36%, Friðrik Sigmarsson 0 (2) 0%.Hraðaupphlaup: 1 (Gunnar,).Fiskuð víti: 6 (Ingvar 3, Arnór, Ernir, Orri F.).Utan vallar: 6 mín.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Ágætir. Olís-deild karla Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Sjá meira
Akureyri vann góðan 29-25 sigur á Val í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Akureyri hefur þar með unnið fimm leiki í röð og er komið upp að hlið Vals á toppi deildarinnar. Bæði lið voru afar lengi að koma sér í gírinn. Nánar tiltekið um 20 mínútur. Sóknarmistök, feilsendingar, slök markvarsla hjá Akureyri og léleg sókn hjá Val, voru meðal þess sem sáust í Höllinni. Hafþór Einarsson, markmaður Akureyrar, tók svo við sér á meðan Hlynur Morthens kollegi hans hjá Val slakaði á. Þá komst Akureyri yfir í fyrsta sinn, í 9-8, og leiddi út hálfleikinn. Liðið komst mest þremur mörkum yfir, 16-13, en staðan í hálfleik var 16-14. Valsmenn fengu alls sex vítaköst í fyrri hálfleik og nýttu þau öll. Ernir Hrafn Arnarson Valsmaður skoraði aðeins eitt mark í heilum níu skotum í fyrri hálfleik. Valsmenn jöfnuðu leikinn í 18-18 eftir tíu mínútur en þá sigldi Akureyri fram úr. Inn á kom Hörður Flóki Ólafsson í markið og hann varði átta skot og átti þrjár stoðsendingar á stuttum tíma. Góð vörn og markvarsla lagði grunninn að fimm marka forystu Akureyrar, þegar staðan var 25-20 voru aðeins tíu mínútur til leiksloka. En eins og svo oft áður á það ekki við Akureyri að halda forystu og enn og aftur gerðu þeir leikinn sinn spennandi, án þess að þurfa það. Valsmenn minnkuðu muninn jafnt og þétt og gátu jafnað í 26-26 þegar Hörður varði og Jónatan Magnússon skoraði lykilmark, Akureyri þar með komið tveimur mörkum yfir og aðeins tvær og hálf eftir. Akureyri hélt haus og kláraði leikinn, unnu að lokum örugglega. Lokatölur 29-25. Áhorfendur í Höllinni í kvöld voru vel stemmdir og um 1000 talsins. Hjá heimamönnum dró Jónatan vagninn í fyrri hálfleik og hinn geðþekki bankastarfsmaður reif áhorfendur með liðinu þegar á móti blés. Heimir Örn var góður og Guðlaugur líka. Innkoma Flóka var góð. Hjá Val skutu Ernir og Elvar samtals 32 sinnum á markið og skoruðu þeir 9 mörk. Hlynur varði sæmilega í markinu en hann náði sér aldrei almennilega á strik, mörg skotanna sem hann varði voru slök skylduskot Akureyringa. Vörn Vals var ekki góð og sóknarleikurinn oft á tíðum tilviljunarkenndur og klaufalegur. Liðið fékk til að mynda fjórum sinnum dæmda á sig línu í seinni hálfleik. Akureyringar mega vel við una eftir sigurinn sem kom þeim upp að hlið Vals á toppi deildarinnar.Tölfræði leiksins:Akureyri-Valur 29-25 (16-14)Mörk Akureyrar (skot): Jónatan Magnússon 7 (16), Oddur Grétarsson 6 (9), Heimir Örn Árnason 5 (6), Árni Þór Sigtryggsson 4 (9), Guðlaugur Arnarsson 3 (3), Heiðar Þór Aðalsteinsson 2 (4), Andri Snær Stefánsson 1 (1), Hörður F. Sigþórsson 1 (2).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 8 (16) 50%, Hafþór Einarsson 10 (28) 36%.Hraðaupphlaup: 6 (Oddur 3, Heimir, Andri, Guðlaugur).Fiskuð víti: 2 (Jónatan, Heimir).Utan vallar: 14 mín.Mörk Vals: Arnór Þór Gunnarsson 8/5 (10), Ernir Hrafn Arnarson 5 (18), Elvar Friðriksson 4/1 (14), Gunnar Ingi Jóhannsson 3 (6), Sigfús Páll Sigfússon 3 (3), Orri Freyr Gíslason 2 (2.Varin skot: Hlynur Morthens 16 () 36%, Friðrik Sigmarsson 0 (2) 0%.Hraðaupphlaup: 1 (Gunnar,).Fiskuð víti: 6 (Ingvar 3, Arnór, Ernir, Orri F.).Utan vallar: 6 mín.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Ágætir.
Olís-deild karla Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Sjá meira