NIB hækkar vexti umtalsvert til íslenskra lánshafa 3. desember 2009 00:01 Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) sendi nokkrum sveitarfélögum og Lánasjóði sveitarfélaga erindi um að vextir á þeim lánum sem komin væru til endurskoðunar yrðu hækkaðir umtalsvert. Ástæðan væri verra lánshæfismat. Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, segir að í nokkrum tilvikum hafi tilskilins tilkynningarfrests ekki verið gætt og vaxtahækkun á þeim lánum frestist því. Tilkynna þarf um vaxtabreytingar með 45 daga fyrirvara. Fjármálaráðherra fundaði með fulltrúum bankans í gær og embættismenn í kjölfarið. „Við töldum ástæðu til að funda með fjárfestingarbankanum bæði vegna þessa og annarra mála sem varða samskipti Íslands og bankans," segir Guðmundur. Þar er vísað til mála sem snúa að óskum bankans um lán hans til gömlu bankanna. Fjármálaráðherrar Norðurlandanna funda á morgun og segir Guðmundur líklegt að málið verði rætt þar. Orkuveita Reykjavíkur er greiðandi tveggja lána sem Reykjavíkurborg tók á sínum tíma, en þau fluttust til fyrirtækisins með veituverkefnum. Anna Skúladóttir fjármálastjóri staðfestir að bankinn hafi tilkynnt hækkun, en vill ekki tilgreina hve mikla. „Þeir vildu hækka um töluvert marga punkta." Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var um margfalda hækkun vaxtaprósentunnar að ræða. Bankinn er sameign Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna og situr Þorsteinn Þorsteinsson í stjórn hans fyrir Íslands hönd. Hann var staddur erlendis í gær og náðist ekki í hann. Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga, vildi ekki tjá sig um málið. Lánasjóðurinn hefði staðið við allar sínar skuldbindingar. Ríkisútvarpið greindi frá því í júlí að bankinn væri hættur að lána íslenskum fyrirtækjum. Helmingur af tapi bankans á síðasta ári hafi verið vegna íslenskra lána. Heildartapið nam 145 milljónum evra, um 26,5 milljörðum króna að núvirði.- kóp Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) sendi nokkrum sveitarfélögum og Lánasjóði sveitarfélaga erindi um að vextir á þeim lánum sem komin væru til endurskoðunar yrðu hækkaðir umtalsvert. Ástæðan væri verra lánshæfismat. Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, segir að í nokkrum tilvikum hafi tilskilins tilkynningarfrests ekki verið gætt og vaxtahækkun á þeim lánum frestist því. Tilkynna þarf um vaxtabreytingar með 45 daga fyrirvara. Fjármálaráðherra fundaði með fulltrúum bankans í gær og embættismenn í kjölfarið. „Við töldum ástæðu til að funda með fjárfestingarbankanum bæði vegna þessa og annarra mála sem varða samskipti Íslands og bankans," segir Guðmundur. Þar er vísað til mála sem snúa að óskum bankans um lán hans til gömlu bankanna. Fjármálaráðherrar Norðurlandanna funda á morgun og segir Guðmundur líklegt að málið verði rætt þar. Orkuveita Reykjavíkur er greiðandi tveggja lána sem Reykjavíkurborg tók á sínum tíma, en þau fluttust til fyrirtækisins með veituverkefnum. Anna Skúladóttir fjármálastjóri staðfestir að bankinn hafi tilkynnt hækkun, en vill ekki tilgreina hve mikla. „Þeir vildu hækka um töluvert marga punkta." Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var um margfalda hækkun vaxtaprósentunnar að ræða. Bankinn er sameign Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna og situr Þorsteinn Þorsteinsson í stjórn hans fyrir Íslands hönd. Hann var staddur erlendis í gær og náðist ekki í hann. Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga, vildi ekki tjá sig um málið. Lánasjóðurinn hefði staðið við allar sínar skuldbindingar. Ríkisútvarpið greindi frá því í júlí að bankinn væri hættur að lána íslenskum fyrirtækjum. Helmingur af tapi bankans á síðasta ári hafi verið vegna íslenskra lána. Heildartapið nam 145 milljónum evra, um 26,5 milljörðum króna að núvirði.- kóp
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira