Æskulýðskakan 2010 - má bjóða þér sneið? 6. nóvember 2009 06:00 Það er áhyggjuefni að hugsa til þess niðurskurðar sem vofir yfir æskulýðsmálum í nýju fjárlagafrumvarpi. Þar á að skera niður um 12% af því litla fjármagni sem fyrir var en málaflokkurinn var einnig skorinn niður um tæp 7% árið 2009. Eins og frumvarpið liggur fyrir þá eru æskulýðsmál með um 200 milljónir á næsta fjárlagaári. Því skal veita athygli að nánast allt fjármagn sem nú er lagt til æskulýðsmála rennur til um 10%-20% af æsku landsins og langminnsta fjármagnið rennur til aldurshópsins 15-25 ára. Það er sá aldurshópur sem er í hvað mestri áhættu þegar kemur að efnahagsþrengingum. Sérfræðingar og dæmin úr löndum í kringum okkur hafa staðfest hættuna. Skýrustu dæmin er helst að finna frá Finnlandi og Færeyjum og hvernig kreppan kom niður á ungu fólki í þessum aldurshópi í kreppunni við upphaf 10. áratugarins. Finnar skáru niður í málaflokkum ungs fólks og kom það niður á samkeppnishæfni kynslóðarinnar sem þá var á þessu aldursbili. Færeyingar misstu rúmlega fimmtung þjóðarinnar úr landi, þar af var langstærstur hluti ungt fólk. Einnig hefur komið fram í máli fjölda fræðimanna og athafnafólks frá Finnlandi að það sé ekki einungs mannúðlegt að standa vel við bakið á börnum og ungu fólki á erfiðum tímum heldur sé það til langs tíma litið ódýrara. Athuga skal þó að ungt fólk er stór og ólíkur hópur og þarf á mismunandi lausnum að halda. Því skal leggja áherslu á mismunandi lausnir fyrir mismunandi fólk. Dæmin og staðreyndirnar öskra á okkur. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að við erum ekki fyrsta landið sem lendir í kreppu. Leggjum metnað í að hlúa sérstaklega að þeim sem veikastir eru fyrir umrótinu. Með þessu fjárlagafrumvarpi og aðgerðaleysi eru stjórnvöld að sýna vítavert andvaraleysi í garð þessa málaflokks. Landssamband æskulýðsfélaga hefur talsvert unnið í þessum málum og er í dag að vinna samstarfsverkefni um atvinnumál ungs fólks ásamt sjö öðrum Evrópulöndum í samstarfi við Evrópska æskulýðsvettvanginn (YFJ). Þar hefur komið fram í samtölum við samtök í verkefninu og aðra sem starfa á þessu sviði í Evrópu að stjórnvöld annars staðar eru að gera heilmikið til að styðja við ungmenni sinna landa, enda þekkja þau afleiðingarnar að sinna ekki þessum málaflokki. Til dæmis veita Svíar þeim fyrirtækjum skattaívilnanir sem ráða til sín ungt fólk sem hefur verið lengi á atvinnuleysisskrá. Með þessu móti styrkist samkeppnisstaða þeirra á atvinnumarkaði og þau eiga meiri möguleika á að fá atvinnu. Á þessu, ásamt fjölda annarra þátta, tekur æskulýðsstefnan sem sænsk yfirvöld hafa mótað sér. Til að hægt sé að sinna málaflokki ungs fólks sem best er nauðsynlegt að stefna verði mynduð í æskulýðsmálum hér á landi. Sú stefna skal vera unnin í samstarfi við alla sem vinna að æskulýðsmálum. Það er ekki bjóðandi af stjórnvöldum að ráfa um stefnulaus í þessum málaflokki, sérstaklega á tímum sem þessum. Enn fremur er mikilvægt að ítreka þetta andvaraleysi með því að benda á það er nánast ekkert tekið á þessum vanda í stjórnarsáttmálanum, né í liðinni 100 daga áætlun. Kæru stjórnmálamenn vinsamlegast gerið kökuna nægilega stóra fyrir alla æsku landsins! Höfundur er varaformaður Landssambands æskulýðsfélaga og fulltrúi í Æskulýðsráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Það er áhyggjuefni að hugsa til þess niðurskurðar sem vofir yfir æskulýðsmálum í nýju fjárlagafrumvarpi. Þar á að skera niður um 12% af því litla fjármagni sem fyrir var en málaflokkurinn var einnig skorinn niður um tæp 7% árið 2009. Eins og frumvarpið liggur fyrir þá eru æskulýðsmál með um 200 milljónir á næsta fjárlagaári. Því skal veita athygli að nánast allt fjármagn sem nú er lagt til æskulýðsmála rennur til um 10%-20% af æsku landsins og langminnsta fjármagnið rennur til aldurshópsins 15-25 ára. Það er sá aldurshópur sem er í hvað mestri áhættu þegar kemur að efnahagsþrengingum. Sérfræðingar og dæmin úr löndum í kringum okkur hafa staðfest hættuna. Skýrustu dæmin er helst að finna frá Finnlandi og Færeyjum og hvernig kreppan kom niður á ungu fólki í þessum aldurshópi í kreppunni við upphaf 10. áratugarins. Finnar skáru niður í málaflokkum ungs fólks og kom það niður á samkeppnishæfni kynslóðarinnar sem þá var á þessu aldursbili. Færeyingar misstu rúmlega fimmtung þjóðarinnar úr landi, þar af var langstærstur hluti ungt fólk. Einnig hefur komið fram í máli fjölda fræðimanna og athafnafólks frá Finnlandi að það sé ekki einungs mannúðlegt að standa vel við bakið á börnum og ungu fólki á erfiðum tímum heldur sé það til langs tíma litið ódýrara. Athuga skal þó að ungt fólk er stór og ólíkur hópur og þarf á mismunandi lausnum að halda. Því skal leggja áherslu á mismunandi lausnir fyrir mismunandi fólk. Dæmin og staðreyndirnar öskra á okkur. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að við erum ekki fyrsta landið sem lendir í kreppu. Leggjum metnað í að hlúa sérstaklega að þeim sem veikastir eru fyrir umrótinu. Með þessu fjárlagafrumvarpi og aðgerðaleysi eru stjórnvöld að sýna vítavert andvaraleysi í garð þessa málaflokks. Landssamband æskulýðsfélaga hefur talsvert unnið í þessum málum og er í dag að vinna samstarfsverkefni um atvinnumál ungs fólks ásamt sjö öðrum Evrópulöndum í samstarfi við Evrópska æskulýðsvettvanginn (YFJ). Þar hefur komið fram í samtölum við samtök í verkefninu og aðra sem starfa á þessu sviði í Evrópu að stjórnvöld annars staðar eru að gera heilmikið til að styðja við ungmenni sinna landa, enda þekkja þau afleiðingarnar að sinna ekki þessum málaflokki. Til dæmis veita Svíar þeim fyrirtækjum skattaívilnanir sem ráða til sín ungt fólk sem hefur verið lengi á atvinnuleysisskrá. Með þessu móti styrkist samkeppnisstaða þeirra á atvinnumarkaði og þau eiga meiri möguleika á að fá atvinnu. Á þessu, ásamt fjölda annarra þátta, tekur æskulýðsstefnan sem sænsk yfirvöld hafa mótað sér. Til að hægt sé að sinna málaflokki ungs fólks sem best er nauðsynlegt að stefna verði mynduð í æskulýðsmálum hér á landi. Sú stefna skal vera unnin í samstarfi við alla sem vinna að æskulýðsmálum. Það er ekki bjóðandi af stjórnvöldum að ráfa um stefnulaus í þessum málaflokki, sérstaklega á tímum sem þessum. Enn fremur er mikilvægt að ítreka þetta andvaraleysi með því að benda á það er nánast ekkert tekið á þessum vanda í stjórnarsáttmálanum, né í liðinni 100 daga áætlun. Kæru stjórnmálamenn vinsamlegast gerið kökuna nægilega stóra fyrir alla æsku landsins! Höfundur er varaformaður Landssambands æskulýðsfélaga og fulltrúi í Æskulýðsráði.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar