Steingrímur skattakrækir Eygló Harðardóttir skrifar 29. desember 2009 06:00 Eygló Harðardóttir skrifar um skatta. Um áramótin verður tekið upp nýtt skattkerfi með þremur þrepum. Þetta eru mestu breytingar sem gerðar hafa verið á tekjuskattskerfinu frá 1988, þegar staðgreiðslan var innleidd. En þar lýkur samlíkingunni. Árið 1988 var ætlunin að einfalda tekjuskattskerfið. Tekin var upp ein skattprósenta með háum persónuafslætti í stað flókins kerfis frádráttarliða. Í ár virðist ætlunin að flækja tekjuskattskerfið á ný. Nú verða notaðar þrjár skattprósentur og verðtrygging persónuafsláttar afnumin en allri ábyrgð og kostnaði vegna kerfisins verður varpað yfir á almenning og fyrirtæki. Breytingarnar 1988 voru mörg ár í undirbúningi og voru unnar í miklu samstarfi við alla hagsmunaaðila. Ríkisstjórn og Alþingi gáfu stofnunum og fyrirtækjum tæpt ár til að innleiða breytingarnar frá því lögin voru samþykkt og þar til þau tóku gildi. Nú er undirbúningur lítill og samráð við hagsmunaaðila nánast ekkert. Frumvarpið kom fram í nóvember og lögin taka gildi mánuði seinna. Þetta sleifarlag er reyndar hefðbundið vinnulag hjá þessari ríkisstjórn. Árið 1988 voru breytingarnar kynntar á fjölda funda og með sérstakri auglýsingaherferð. Nú er látið duga að senda eina fréttatilkynningu á Þorláksmessu. Almenningur, sem vart gerir sér grein fyrir þeirri miklu ábyrgð sem hann mun taka á eigin skattgreiðslum, gat því kynnt sér málið yfir skötu eða í jólagjafainnkaupunum. Sérfræðingar hafa bent á að breytingarnar á tekjuskattskerfinu snúist ekki um tekjuöflun ríkissjóðs eða jöfnun byrða. Hægt væri að ná sömu áhrifum með því að hækka persónuafsláttinn í 58.500 kr. og tekjuskattsprósentuna í 42,8%. Fjármálaráðherra segir þetta norræna velferð. Skattkerfið er vissulega norrænt, en velferðina vantar. Þrepaskipt skattkerfi er nefnilega aðeins lítill hluti hins norræna velferðarkerfis. Hin raunverulega velferð lætur hins vegar á sér standa. Því eru þetta aðeins vanhugsaðar og illa útfærðar skattahækkanir sem fjármálaráðherra hefur dreymt um meðan hann beið þess að hans tími kæmi. Maður hefði haldið að eftir alla biðina yrði Skattakrækir betur undirbúinn. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Jálisti - góð breyting á lögum um atvinnuréttindi útlendinga Pawel Bartoszek Skoðun Vilt þú tillögur stjórnlagaráðs sem grundvöll að stjórnarskrá? Þorkell Helgason Skoðun Gjaldfelldu sig í hagnaðarskyni Sigurjón M. Egilsson Skoðun Ennþá svangar Hildur Björnsdóttir Bakþankar Lagt í'ann Ari Traustu Guðmundsson Skoðun Vill einhver eiga tvo milljarða? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Engir náttúruverndarsinnar á Alþingi eftir kosningar? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð – loksins orðin að veruleika Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Sjá meira
Eygló Harðardóttir skrifar um skatta. Um áramótin verður tekið upp nýtt skattkerfi með þremur þrepum. Þetta eru mestu breytingar sem gerðar hafa verið á tekjuskattskerfinu frá 1988, þegar staðgreiðslan var innleidd. En þar lýkur samlíkingunni. Árið 1988 var ætlunin að einfalda tekjuskattskerfið. Tekin var upp ein skattprósenta með háum persónuafslætti í stað flókins kerfis frádráttarliða. Í ár virðist ætlunin að flækja tekjuskattskerfið á ný. Nú verða notaðar þrjár skattprósentur og verðtrygging persónuafsláttar afnumin en allri ábyrgð og kostnaði vegna kerfisins verður varpað yfir á almenning og fyrirtæki. Breytingarnar 1988 voru mörg ár í undirbúningi og voru unnar í miklu samstarfi við alla hagsmunaaðila. Ríkisstjórn og Alþingi gáfu stofnunum og fyrirtækjum tæpt ár til að innleiða breytingarnar frá því lögin voru samþykkt og þar til þau tóku gildi. Nú er undirbúningur lítill og samráð við hagsmunaaðila nánast ekkert. Frumvarpið kom fram í nóvember og lögin taka gildi mánuði seinna. Þetta sleifarlag er reyndar hefðbundið vinnulag hjá þessari ríkisstjórn. Árið 1988 voru breytingarnar kynntar á fjölda funda og með sérstakri auglýsingaherferð. Nú er látið duga að senda eina fréttatilkynningu á Þorláksmessu. Almenningur, sem vart gerir sér grein fyrir þeirri miklu ábyrgð sem hann mun taka á eigin skattgreiðslum, gat því kynnt sér málið yfir skötu eða í jólagjafainnkaupunum. Sérfræðingar hafa bent á að breytingarnar á tekjuskattskerfinu snúist ekki um tekjuöflun ríkissjóðs eða jöfnun byrða. Hægt væri að ná sömu áhrifum með því að hækka persónuafsláttinn í 58.500 kr. og tekjuskattsprósentuna í 42,8%. Fjármálaráðherra segir þetta norræna velferð. Skattkerfið er vissulega norrænt, en velferðina vantar. Þrepaskipt skattkerfi er nefnilega aðeins lítill hluti hins norræna velferðarkerfis. Hin raunverulega velferð lætur hins vegar á sér standa. Því eru þetta aðeins vanhugsaðar og illa útfærðar skattahækkanir sem fjármálaráðherra hefur dreymt um meðan hann beið þess að hans tími kæmi. Maður hefði haldið að eftir alla biðina yrði Skattakrækir betur undirbúinn. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar