Talsmenn neytenda fordæma verðmerkingar 14. ágúst 2009 05:30 Gísli Tryggvason „Ég vil fá þetta burt. Það hefur lengi verið skoðun Neytendasamtakanna að það eigi að banna forverðmerktar vörur. Stærsti ágallinn er sá að þær halda uppi verði. Því fyrr sem þær verða bannaðar, því betra," segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, segir löngu tímabært að stöðva forverðmerkingar á matvöru. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær rekur Samkeppniseftirlitið nú stjórnsýslumál sem beinast að smásöluverslunum og hópi framleiðenda og birgja í kjötframleiðslu. Rannsóknin miðar að því að leiða í ljós hvort brotið hafi verið gegn samkeppnislögum með forverðmerkingum. Helstu matvörur sem verðmerktar eru með þessum hætti eru unnin kjötvara og ostar. Aðspurður segir Gísli að verðmerking með þessum hætti sé ekki í samræmi við lög. „Það er löngu tímabært að þetta verði stöðvað." Hann vill árétta að þegar í apríl 2006 hafði hann að eigin frumkvæði samband við Samkeppniseftirlitið og fékk staðfest að skoðun á samræmdri verðlagningu framleiðenda á matvöru væri í gangi. „Ég lét í ljós þá skoðun mína að málið lyti að broti á samkeppnislögum. Ég taldi þetta skipta máli þar sem ég reyni sem talsmaður neytenda að aðhafast síður í málum ef aðrir, til dæmis til þess bær stjórnvöld, eru að vinna í málinu. Ég lét þó í ljós þá skoðun að forverðmerking hefði mikil áhrif á hegðun matvöruverslana og þar með hagsmuni neytenda." Jóhannes Gunnarsson telur að forverðmerkingar séu ekki ólöglegar, ólíkt skoðun talsmanns neytenda, Neytendastofu og ASÍ, sem í nýjustu verðkönnun sinni setur fram þá skoðun að forverðmerking sé bönnuð og hamli eðlilegri verðsamkeppni, eins og segir í skýringum við könnunina. „Ég held að samkeppnisyfirvöld væru ekki að velta vöngum yfir því hvort eigi að stoppa þetta eða ekki, ef þetta væri klárlega bannað. Sé þetta ólöglegt hefði þetta einfaldlega verið bannað fyrir löngu, enda hindrar þetta að fá virka verðsamkeppni á þessar mikilvægu vörur," segir Jóhannes. SE hefur bent á að tíu til fimmtán prósent matvöru séu forverðmerkt. Veltan var sjö til tíu milljarðar króna á verðlagi í maí 2008. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira
„Ég vil fá þetta burt. Það hefur lengi verið skoðun Neytendasamtakanna að það eigi að banna forverðmerktar vörur. Stærsti ágallinn er sá að þær halda uppi verði. Því fyrr sem þær verða bannaðar, því betra," segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, segir löngu tímabært að stöðva forverðmerkingar á matvöru. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær rekur Samkeppniseftirlitið nú stjórnsýslumál sem beinast að smásöluverslunum og hópi framleiðenda og birgja í kjötframleiðslu. Rannsóknin miðar að því að leiða í ljós hvort brotið hafi verið gegn samkeppnislögum með forverðmerkingum. Helstu matvörur sem verðmerktar eru með þessum hætti eru unnin kjötvara og ostar. Aðspurður segir Gísli að verðmerking með þessum hætti sé ekki í samræmi við lög. „Það er löngu tímabært að þetta verði stöðvað." Hann vill árétta að þegar í apríl 2006 hafði hann að eigin frumkvæði samband við Samkeppniseftirlitið og fékk staðfest að skoðun á samræmdri verðlagningu framleiðenda á matvöru væri í gangi. „Ég lét í ljós þá skoðun mína að málið lyti að broti á samkeppnislögum. Ég taldi þetta skipta máli þar sem ég reyni sem talsmaður neytenda að aðhafast síður í málum ef aðrir, til dæmis til þess bær stjórnvöld, eru að vinna í málinu. Ég lét þó í ljós þá skoðun að forverðmerking hefði mikil áhrif á hegðun matvöruverslana og þar með hagsmuni neytenda." Jóhannes Gunnarsson telur að forverðmerkingar séu ekki ólöglegar, ólíkt skoðun talsmanns neytenda, Neytendastofu og ASÍ, sem í nýjustu verðkönnun sinni setur fram þá skoðun að forverðmerking sé bönnuð og hamli eðlilegri verðsamkeppni, eins og segir í skýringum við könnunina. „Ég held að samkeppnisyfirvöld væru ekki að velta vöngum yfir því hvort eigi að stoppa þetta eða ekki, ef þetta væri klárlega bannað. Sé þetta ólöglegt hefði þetta einfaldlega verið bannað fyrir löngu, enda hindrar þetta að fá virka verðsamkeppni á þessar mikilvægu vörur," segir Jóhannes. SE hefur bent á að tíu til fimmtán prósent matvöru séu forverðmerkt. Veltan var sjö til tíu milljarðar króna á verðlagi í maí 2008.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira