Fitch: Lánshæfismatið óbreytt, horfur áfram neikvæðar 23. desember 2009 19:13 Matsfyrirtækið Fitch Ratings greindi frá því í dag að fyrirtækið hefði staðfest langtímaeinkunnir Íslands í erlendum og innlendum gjaldmiðli, BBB- í erlendri mynt, og A- í innlendri mynt og tekið ríkissjóð af gátlista. Horfur eru neikvæðar. Einkunn fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt er staðfest F3 og landseinkunn BBB-. Þetta kemur fram á vefsíðu Seðlabankans. Meðfylgjandi er lausleg þýðing á efni fréttar Fitch Ratings í dag um lánshæfiseinkunn ríkissjóðs: „Það að ríkissjóður hefur verið tekinn af gátlista endurspeglar framvindu í endurskipulagningu fjármálageirans, viðunandi framkvæmd Íslands á efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og mun styrkari erlenda stöðu þjóðarbúsins," segir Paul Rawkins, framkvæmdastjóri hjá Fitch í Lundúnum. Nýleg útgreiðsla á láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í tengslum við efnahagsáætlunina, auk viðbótargreiðslna í tengslum við tvíhliða samninga við Norðurlöndin að fjárhæð 300 milljónir evra, ættu að auka gjaldeyrisforða Íslands í um það bil 3,7 milljarða Bandaríkjadala í lok árs 2009. Að auki munu standa til boða 3,3 milljarðar Bandaríkjadala í tengslum við lánafyrirgreiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Greiðslubyrði ríkissjóðs af erlendum lánum verði hins vegar óveruleg þar til á síðari hluta ársins 2011, en þá koma á gjalddaga erlend lán ríkissjóðs að fjárhæð 1,3 milljarðar evra. Ákvörðunin sem að ofan greinir gefur til kynna áframhaldandi hættu á lækkun lánshæfismatsins. Hún endurspeglar fyrst og fremst það mat Fitch að hægt hefur gengið hjá stjórnvöldum að koma fjármálasamskiptum við umheiminn í eðlilegt horf. Mikilvægur þáttur í þessu samhengi er lausn „Icesave"-málsins, þ.e. tvíhliða samninga við bresk og hollensk stjórnvöld um fjármögnun á endurgreiðslu til innstæðueigenda Icesave-reikninga.Fitch lítur svo á að samþykkt Alþingis á Icesave-samkomulaginu geti verið skammt undan. Hins vegar telur matsfyrirtækið að það geti grafið undan lánshæfi ríkissjóðs ef langan tíma tekur að aflétta gjaldeyrishömlum og koma á stöðugleika í gengismálum. Mest lesið Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Matsfyrirtækið Fitch Ratings greindi frá því í dag að fyrirtækið hefði staðfest langtímaeinkunnir Íslands í erlendum og innlendum gjaldmiðli, BBB- í erlendri mynt, og A- í innlendri mynt og tekið ríkissjóð af gátlista. Horfur eru neikvæðar. Einkunn fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt er staðfest F3 og landseinkunn BBB-. Þetta kemur fram á vefsíðu Seðlabankans. Meðfylgjandi er lausleg þýðing á efni fréttar Fitch Ratings í dag um lánshæfiseinkunn ríkissjóðs: „Það að ríkissjóður hefur verið tekinn af gátlista endurspeglar framvindu í endurskipulagningu fjármálageirans, viðunandi framkvæmd Íslands á efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og mun styrkari erlenda stöðu þjóðarbúsins," segir Paul Rawkins, framkvæmdastjóri hjá Fitch í Lundúnum. Nýleg útgreiðsla á láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í tengslum við efnahagsáætlunina, auk viðbótargreiðslna í tengslum við tvíhliða samninga við Norðurlöndin að fjárhæð 300 milljónir evra, ættu að auka gjaldeyrisforða Íslands í um það bil 3,7 milljarða Bandaríkjadala í lok árs 2009. Að auki munu standa til boða 3,3 milljarðar Bandaríkjadala í tengslum við lánafyrirgreiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Greiðslubyrði ríkissjóðs af erlendum lánum verði hins vegar óveruleg þar til á síðari hluta ársins 2011, en þá koma á gjalddaga erlend lán ríkissjóðs að fjárhæð 1,3 milljarðar evra. Ákvörðunin sem að ofan greinir gefur til kynna áframhaldandi hættu á lækkun lánshæfismatsins. Hún endurspeglar fyrst og fremst það mat Fitch að hægt hefur gengið hjá stjórnvöldum að koma fjármálasamskiptum við umheiminn í eðlilegt horf. Mikilvægur þáttur í þessu samhengi er lausn „Icesave"-málsins, þ.e. tvíhliða samninga við bresk og hollensk stjórnvöld um fjármögnun á endurgreiðslu til innstæðueigenda Icesave-reikninga.Fitch lítur svo á að samþykkt Alþingis á Icesave-samkomulaginu geti verið skammt undan. Hins vegar telur matsfyrirtækið að það geti grafið undan lánshæfi ríkissjóðs ef langan tíma tekur að aflétta gjaldeyrishömlum og koma á stöðugleika í gengismálum.
Mest lesið Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent