Handbolti

Rhein-Neckar Löwen tapaði fyrir Hamburg á heimavelli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson skoraði tvö mörk í leiknum í kvöld.
Guðjón Valur Sigurðsson skoraði tvö mörk í leiknum í kvöld. Mynd/AFP

Rhein-Neckar Löwen tapaði með fjögurra marka mun fyrir HSV Hamburg, 30-34, á heimavelli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Rhein-Neckar Löwen hefur þar með tapað tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum í deildinni.

Rhein-Neckar Löwen byrjaði vel, komst í 8-4 og 13-10 og var 16-15 yfir í hálfleik. HSV Hamburg skoraði tvö fyrstu mörk seinni hálfleiks og leit ekki til baka eftir það.

Allir þrír íslensku leikmennirnir í liði Rhein-Neckar Löwen, Ólafur Stefánsson (3 mörk) Guðjón Valur Sigurðsson (2 mörk) og Snorri Steinn Guðjónsson (2 mörk), fundu sig ekki í leiknum en markahæsti leikmaður liðsins var Pólverjinn Karol Bielecki með 7 mörk. Daninn Hans Lindberg átti stórleik og skoraði 10 mörk fyrir Hamburg.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×