Nútímavæðing skattkerfisins 20. nóvember 2009 06:00 Áður en frumvarp um breytingar á skattalögum hefur verið lagt fram fer stjórnarandstaðan, undir forystu Sjálfstæðisflokks, mikinn á Alþingi. Í vændum eru úrbætur á skattkerfinu þar sem í ríkari mæli verður horft til þess að þeir sem mest hafa á milli handanna leggi meira af mörkum og þeim sem minna hafa verði hlíft sem kostur er. Aðstæður eftir hrunið eru erfiðar og óhjákvæmilegt annað en að hækka skatta, eins og boðað var fyrir kosningar, þótt það verði seint til vinsælda fallið. Með skattahækkunum verður komist hjá því að skera inn að beini velferðarþjónustuna og menntakerfið til þess að ná endum saman. Þess var að vænta að í röðum sjálfstæðismanna og Framsóknar yrðu rekin upp ramakvein enda er með markvissum hætti verið að breyta því kerfi sem ríkisstjórnir áðurnefndra flokka hönnuðu fyrir vini sína og velunnara sem jafnframt fengu ríkiseigur, s.s. banka og símafyrirtæki á kostakjörum. Þau viðskipti voru sumpart fjármögnuð með kúlulánum sem sum hver eru enn ógreidd. Almenningur hlýtur að spyrja sig hvers vegna stjórnarandstaðan taki á málum eins og raun ber vitni. Talsmönnum þeirra flokka sem bera höfuðábyrgð á hruninu væri nær að bíða eftir frumvarpi ríkisstjórnarinnar svo hægt sé að ræða málin af yfirvegun, ábyrgð og skynsemi í stað upphrópana. Talsmenn stjórnarandstöðunnar virðast hafa gleymt því sem almenningur veit; að skattahækkanir nú eru óhjákvæmileg afleiðing ýmist aðgerða eða aðgerðarleysis Sjálfstæðisflokks og meðreiðarsveina þeirra í ríkisstjórnum allt frá 1991. Í samræmi við stefnu ríkisstjórnarflokkanna verður með breytingum á skattkerfinu stuðlað að auknum jöfnuði á meðal þegna þessa lands. Full þörf er á enda hafa bæði skýrslur OECD og rannsóknir og greiningar vísindamanna sýnt að í valdatíð sjálfstæðismanna var vaxandi ójöfnuður í íslensku samfélagi. Í rausnarlegum skattalækkunum meints góðæris var þannig um búið að lækkanir kæmu þeim best sem mest höfðu á milli handanna. Ýmsar ívilnanir voru veittar, s.s. lágsköttun á fjármagnstekjum og arðgreiðslum en persónuafsláttur var aftur á móti frystur. Nú er stefnt á lagfæringu á skattkerfi sem um margt var óskakerfi þeirra best settu. Tekjuöflun ríkisins verður nú líkari því sem þekkist í norrænum velferðarsamfélögum. Það verður fróðlegt að fylgjast með umræðunni á Alþingi þegar frumvarpið lítur dagsins ljós. Munu sjálfstæðismenn áfram grímulaust verja sérhagsmuni og misskiptingu? Munu þeir leggjast í vörn fyrir hagsmuni auðvaldsins eða munu þeir sýna skilning á því að við þessar erfiðu aðstæður þurfi breiðu bökin að leggja meira af mörkum? Stjórnarandstöðunni væri hollt að horfa í eigin barm og sýna heiðarleika, eins og óskað var eftir á nýafstöðnum þjóðfundi, með því að styðja ríkisstjórnina í þeim óhjákvæmilegu breytingum sem fram undan eru. Almenningur mun varla meta mikils yfirboð þeirra flokka sem hafa brugðist þjóð sinni með afdrifaríkum hætti. VG dró ekki dul á það í aðdraganda kosninga sl. vor að hluti af glímunni við fortíðarvandann fælist í skattkerfisbreytingum jafnframt því sem byrðunum yrði dreift af sanngirni. Menn geta í ljósi umræðu síðustu daga velt því fyrir sér hver orðið hefði raunin ef auðhyggja Sjálfstæðisflokksins væri áfram ráðandi við ríkisstjórnarborðið. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Áður en frumvarp um breytingar á skattalögum hefur verið lagt fram fer stjórnarandstaðan, undir forystu Sjálfstæðisflokks, mikinn á Alþingi. Í vændum eru úrbætur á skattkerfinu þar sem í ríkari mæli verður horft til þess að þeir sem mest hafa á milli handanna leggi meira af mörkum og þeim sem minna hafa verði hlíft sem kostur er. Aðstæður eftir hrunið eru erfiðar og óhjákvæmilegt annað en að hækka skatta, eins og boðað var fyrir kosningar, þótt það verði seint til vinsælda fallið. Með skattahækkunum verður komist hjá því að skera inn að beini velferðarþjónustuna og menntakerfið til þess að ná endum saman. Þess var að vænta að í röðum sjálfstæðismanna og Framsóknar yrðu rekin upp ramakvein enda er með markvissum hætti verið að breyta því kerfi sem ríkisstjórnir áðurnefndra flokka hönnuðu fyrir vini sína og velunnara sem jafnframt fengu ríkiseigur, s.s. banka og símafyrirtæki á kostakjörum. Þau viðskipti voru sumpart fjármögnuð með kúlulánum sem sum hver eru enn ógreidd. Almenningur hlýtur að spyrja sig hvers vegna stjórnarandstaðan taki á málum eins og raun ber vitni. Talsmönnum þeirra flokka sem bera höfuðábyrgð á hruninu væri nær að bíða eftir frumvarpi ríkisstjórnarinnar svo hægt sé að ræða málin af yfirvegun, ábyrgð og skynsemi í stað upphrópana. Talsmenn stjórnarandstöðunnar virðast hafa gleymt því sem almenningur veit; að skattahækkanir nú eru óhjákvæmileg afleiðing ýmist aðgerða eða aðgerðarleysis Sjálfstæðisflokks og meðreiðarsveina þeirra í ríkisstjórnum allt frá 1991. Í samræmi við stefnu ríkisstjórnarflokkanna verður með breytingum á skattkerfinu stuðlað að auknum jöfnuði á meðal þegna þessa lands. Full þörf er á enda hafa bæði skýrslur OECD og rannsóknir og greiningar vísindamanna sýnt að í valdatíð sjálfstæðismanna var vaxandi ójöfnuður í íslensku samfélagi. Í rausnarlegum skattalækkunum meints góðæris var þannig um búið að lækkanir kæmu þeim best sem mest höfðu á milli handanna. Ýmsar ívilnanir voru veittar, s.s. lágsköttun á fjármagnstekjum og arðgreiðslum en persónuafsláttur var aftur á móti frystur. Nú er stefnt á lagfæringu á skattkerfi sem um margt var óskakerfi þeirra best settu. Tekjuöflun ríkisins verður nú líkari því sem þekkist í norrænum velferðarsamfélögum. Það verður fróðlegt að fylgjast með umræðunni á Alþingi þegar frumvarpið lítur dagsins ljós. Munu sjálfstæðismenn áfram grímulaust verja sérhagsmuni og misskiptingu? Munu þeir leggjast í vörn fyrir hagsmuni auðvaldsins eða munu þeir sýna skilning á því að við þessar erfiðu aðstæður þurfi breiðu bökin að leggja meira af mörkum? Stjórnarandstöðunni væri hollt að horfa í eigin barm og sýna heiðarleika, eins og óskað var eftir á nýafstöðnum þjóðfundi, með því að styðja ríkisstjórnina í þeim óhjákvæmilegu breytingum sem fram undan eru. Almenningur mun varla meta mikils yfirboð þeirra flokka sem hafa brugðist þjóð sinni með afdrifaríkum hætti. VG dró ekki dul á það í aðdraganda kosninga sl. vor að hluti af glímunni við fortíðarvandann fælist í skattkerfisbreytingum jafnframt því sem byrðunum yrði dreift af sanngirni. Menn geta í ljósi umræðu síðustu daga velt því fyrir sér hver orðið hefði raunin ef auðhyggja Sjálfstæðisflokksins væri áfram ráðandi við ríkisstjórnarborðið. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar