Nútímavæðing skattkerfisins 20. nóvember 2009 06:00 Áður en frumvarp um breytingar á skattalögum hefur verið lagt fram fer stjórnarandstaðan, undir forystu Sjálfstæðisflokks, mikinn á Alþingi. Í vændum eru úrbætur á skattkerfinu þar sem í ríkari mæli verður horft til þess að þeir sem mest hafa á milli handanna leggi meira af mörkum og þeim sem minna hafa verði hlíft sem kostur er. Aðstæður eftir hrunið eru erfiðar og óhjákvæmilegt annað en að hækka skatta, eins og boðað var fyrir kosningar, þótt það verði seint til vinsælda fallið. Með skattahækkunum verður komist hjá því að skera inn að beini velferðarþjónustuna og menntakerfið til þess að ná endum saman. Þess var að vænta að í röðum sjálfstæðismanna og Framsóknar yrðu rekin upp ramakvein enda er með markvissum hætti verið að breyta því kerfi sem ríkisstjórnir áðurnefndra flokka hönnuðu fyrir vini sína og velunnara sem jafnframt fengu ríkiseigur, s.s. banka og símafyrirtæki á kostakjörum. Þau viðskipti voru sumpart fjármögnuð með kúlulánum sem sum hver eru enn ógreidd. Almenningur hlýtur að spyrja sig hvers vegna stjórnarandstaðan taki á málum eins og raun ber vitni. Talsmönnum þeirra flokka sem bera höfuðábyrgð á hruninu væri nær að bíða eftir frumvarpi ríkisstjórnarinnar svo hægt sé að ræða málin af yfirvegun, ábyrgð og skynsemi í stað upphrópana. Talsmenn stjórnarandstöðunnar virðast hafa gleymt því sem almenningur veit; að skattahækkanir nú eru óhjákvæmileg afleiðing ýmist aðgerða eða aðgerðarleysis Sjálfstæðisflokks og meðreiðarsveina þeirra í ríkisstjórnum allt frá 1991. Í samræmi við stefnu ríkisstjórnarflokkanna verður með breytingum á skattkerfinu stuðlað að auknum jöfnuði á meðal þegna þessa lands. Full þörf er á enda hafa bæði skýrslur OECD og rannsóknir og greiningar vísindamanna sýnt að í valdatíð sjálfstæðismanna var vaxandi ójöfnuður í íslensku samfélagi. Í rausnarlegum skattalækkunum meints góðæris var þannig um búið að lækkanir kæmu þeim best sem mest höfðu á milli handanna. Ýmsar ívilnanir voru veittar, s.s. lágsköttun á fjármagnstekjum og arðgreiðslum en persónuafsláttur var aftur á móti frystur. Nú er stefnt á lagfæringu á skattkerfi sem um margt var óskakerfi þeirra best settu. Tekjuöflun ríkisins verður nú líkari því sem þekkist í norrænum velferðarsamfélögum. Það verður fróðlegt að fylgjast með umræðunni á Alþingi þegar frumvarpið lítur dagsins ljós. Munu sjálfstæðismenn áfram grímulaust verja sérhagsmuni og misskiptingu? Munu þeir leggjast í vörn fyrir hagsmuni auðvaldsins eða munu þeir sýna skilning á því að við þessar erfiðu aðstæður þurfi breiðu bökin að leggja meira af mörkum? Stjórnarandstöðunni væri hollt að horfa í eigin barm og sýna heiðarleika, eins og óskað var eftir á nýafstöðnum þjóðfundi, með því að styðja ríkisstjórnina í þeim óhjákvæmilegu breytingum sem fram undan eru. Almenningur mun varla meta mikils yfirboð þeirra flokka sem hafa brugðist þjóð sinni með afdrifaríkum hætti. VG dró ekki dul á það í aðdraganda kosninga sl. vor að hluti af glímunni við fortíðarvandann fælist í skattkerfisbreytingum jafnframt því sem byrðunum yrði dreift af sanngirni. Menn geta í ljósi umræðu síðustu daga velt því fyrir sér hver orðið hefði raunin ef auðhyggja Sjálfstæðisflokksins væri áfram ráðandi við ríkisstjórnarborðið. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Áður en frumvarp um breytingar á skattalögum hefur verið lagt fram fer stjórnarandstaðan, undir forystu Sjálfstæðisflokks, mikinn á Alþingi. Í vændum eru úrbætur á skattkerfinu þar sem í ríkari mæli verður horft til þess að þeir sem mest hafa á milli handanna leggi meira af mörkum og þeim sem minna hafa verði hlíft sem kostur er. Aðstæður eftir hrunið eru erfiðar og óhjákvæmilegt annað en að hækka skatta, eins og boðað var fyrir kosningar, þótt það verði seint til vinsælda fallið. Með skattahækkunum verður komist hjá því að skera inn að beini velferðarþjónustuna og menntakerfið til þess að ná endum saman. Þess var að vænta að í röðum sjálfstæðismanna og Framsóknar yrðu rekin upp ramakvein enda er með markvissum hætti verið að breyta því kerfi sem ríkisstjórnir áðurnefndra flokka hönnuðu fyrir vini sína og velunnara sem jafnframt fengu ríkiseigur, s.s. banka og símafyrirtæki á kostakjörum. Þau viðskipti voru sumpart fjármögnuð með kúlulánum sem sum hver eru enn ógreidd. Almenningur hlýtur að spyrja sig hvers vegna stjórnarandstaðan taki á málum eins og raun ber vitni. Talsmönnum þeirra flokka sem bera höfuðábyrgð á hruninu væri nær að bíða eftir frumvarpi ríkisstjórnarinnar svo hægt sé að ræða málin af yfirvegun, ábyrgð og skynsemi í stað upphrópana. Talsmenn stjórnarandstöðunnar virðast hafa gleymt því sem almenningur veit; að skattahækkanir nú eru óhjákvæmileg afleiðing ýmist aðgerða eða aðgerðarleysis Sjálfstæðisflokks og meðreiðarsveina þeirra í ríkisstjórnum allt frá 1991. Í samræmi við stefnu ríkisstjórnarflokkanna verður með breytingum á skattkerfinu stuðlað að auknum jöfnuði á meðal þegna þessa lands. Full þörf er á enda hafa bæði skýrslur OECD og rannsóknir og greiningar vísindamanna sýnt að í valdatíð sjálfstæðismanna var vaxandi ójöfnuður í íslensku samfélagi. Í rausnarlegum skattalækkunum meints góðæris var þannig um búið að lækkanir kæmu þeim best sem mest höfðu á milli handanna. Ýmsar ívilnanir voru veittar, s.s. lágsköttun á fjármagnstekjum og arðgreiðslum en persónuafsláttur var aftur á móti frystur. Nú er stefnt á lagfæringu á skattkerfi sem um margt var óskakerfi þeirra best settu. Tekjuöflun ríkisins verður nú líkari því sem þekkist í norrænum velferðarsamfélögum. Það verður fróðlegt að fylgjast með umræðunni á Alþingi þegar frumvarpið lítur dagsins ljós. Munu sjálfstæðismenn áfram grímulaust verja sérhagsmuni og misskiptingu? Munu þeir leggjast í vörn fyrir hagsmuni auðvaldsins eða munu þeir sýna skilning á því að við þessar erfiðu aðstæður þurfi breiðu bökin að leggja meira af mörkum? Stjórnarandstöðunni væri hollt að horfa í eigin barm og sýna heiðarleika, eins og óskað var eftir á nýafstöðnum þjóðfundi, með því að styðja ríkisstjórnina í þeim óhjákvæmilegu breytingum sem fram undan eru. Almenningur mun varla meta mikils yfirboð þeirra flokka sem hafa brugðist þjóð sinni með afdrifaríkum hætti. VG dró ekki dul á það í aðdraganda kosninga sl. vor að hluti af glímunni við fortíðarvandann fælist í skattkerfisbreytingum jafnframt því sem byrðunum yrði dreift af sanngirni. Menn geta í ljósi umræðu síðustu daga velt því fyrir sér hver orðið hefði raunin ef auðhyggja Sjálfstæðisflokksins væri áfram ráðandi við ríkisstjórnarborðið. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun