Erlent

Watergate-málið rannsakað á ný

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Richard Nixon á skrifstofu sinni. Málsgögn Watergate-málsins í bakgrunni.
Richard Nixon á skrifstofu sinni. Málsgögn Watergate-málsins í bakgrunni.

Rannsókn Watergate-málsins, sem rekur rætur sínar til ársins 1972, hefur verið tekin upp á nýjan leik. Ætlunin er að komast til botns í því hve mikið Richard Nixon, þáverandi Bandaríkjaforseti, vissi í raun um innbrotið í Watergate-bygginguna í Washington, höfuðstöðvar Demókrataflokksins. Hinir nýju rannsakendur málsins munu meðal annars kanna minnisblöð HR Haldeman, þáverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, sem rituð voru á fundi með Nixon þremur dögum eftir innbrotið en það reyndust vera menn á vegum endurkjörsnefndar Nixons sem brutust inn í Watergate-bygginguna í leit að gögnum. Í hljóðupptöku af fundi Nixons og Haldemans vantar 18 og hálfa mínútu og er vonast til að minnisblöð þess síðarnefnda geti varpað einhverju ljósi á hvað þá var rætt. Búist er við niðurstöðum upp úr áramótum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×