Innlent

Ættleiðingaferlið til fyrirmyndar

Í yfirlýsingu frá Barnaverndarstofu sem hún sendi frá sér í dag segir að ættleiðingaferli á tvíburum sem þátturinn Fréttaaukinn fjallaði um síðustu helgi, hafi verið til fyrirmyndar. Barnaverndarstofa tók málið upp af fyrra bragði og skoðaði eftir að gagnrýni birtist í þættinum en ættmenni tvíburanna gagnrýndi ættleiðingaferlið harðlega.

Í niðurstöðu Barnaverndarstofu segir að velferð barnanna hafi verið haft að leiðarljósi.

Í tilkynningunni segir:

Í ljósi umfjöllunar Ruv í þættinum "Fréttaukinn" sunnudaginn 15. nóvember sl. um ráðstöfun kornungra tvíbura í fóstur af hálfu Barnaverndar Reykjavíkur, ákvörðunar nefndarinnar er varðar umgengni og ættleiðingu barnanna sem fylgdi í kjölfarið, ákvað Barnaverndarstofa að rannsaka málið í samræmi við lögbundið eftirlithlutverk sitt. Farið hefur verið yfir öll gögn málsins ásamt því að rætt hefur verið við nokkra aðila til að varpa sem skýrustu ljósi á málið. Þá hefur verið tekið mið af þeim gæðastöðlum sem Barnaverndarstofa hefur gefið út um ráðstöfun barna í fóstur þar sem m.a. er lögð áhersla á að kanna sérstaklega hvort hagi barnsins sé ekki best borgið með fósturráðstöfun innan fjölskyldu við vinnslu einstakra mála.

Niðurstaða Barnaverndarstofu er sú að hafið sé yfir allan skynsamlegan vafa að við endanlega úrlausn þessa máls hafi megin regla barnaverndar „það sem barni er fyrir bestu" ráðið úrslitum við ákvörðun Barnaverndar Reykjavíkur. Þá verður ekki annað sé en að sá ættleiðingarferill sem hófst eftir að þau höfðu verið í fóstri í eitt ár, hafi í alla staði verið eðlilegur og vel til þess fallinn að tryggja öryggi og velferð barnanna í framtíðinni".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×