„Alcoa mútar embættismönnum…“ 26. maí 2009 06:00 Svona hljómaði helstið á RÚV og Stöð 2 fyrir nokkrum árum og vísaði til þess að Alcoa var sakað um að múta embættismönnum í Barein. Þetta kom fram sem hljóðrás í myndinni Draumalandinu og er í eina skiptið sem orðið mútur heyrist í henni. En í stuttri grein hér í Fréttablaðinu notar Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa, orðið mútur fjórum sinnum til að útskýra og um leið misskilja umfjöllun okkar um ráðningu Guðmundar Bjarnasonar, fyrrverandi bæjarstjóra Fjarðabyggðar, til Alcoa. Hann notar ljót orð til að lýsa myndinni: rógburður, mútuþægni, dylgjur, aðdróttanir, lítill sómi, ljótasti, samsæriskenningar. Á móti stillir hann upp fallegum orðum sem tákna Alcoa og Guðmund Bjarnason; fengur, reynsla, farsælan, fjárfesta, sterk, þekkingu, verðmæta, forystu, stjórnanda. Í myndinni kemur hvergi fram að höfundar telji að bæjarstjóranum hafi verið mútað þegar hann var ráðinn til starfa hjá Alcoa. Samt staglast forstjórinn á þessu ljóta orði. Ekki dettur mér í hug að Alcoa múti embættismönnum á Íslandi þótt fyrirtækið noti e.t.v. svoleiðis meðul þar sem það á við, t.d. í Barein. Persónulega finnst mér það taktlaust að ráða Guðmund til Alcoa um leið og verkefnið var í höfn - svo notuð séu orð forstjórans. Og hvert er starf bæjarstjórans fyrrverandi hjá Alcoa? Jú, hann á að kynna stefnu Alcoa í samningum við aðra bæjarstjóra um nýtt álver á Bakka. Og kannski á Grænlandi? Aðspurður hvort það verði ekki erfitt fyrir önnur sveitarfélög og Íslendinga að semja við Alcoa um nýtt álver þegar fyrirtækið hefur innanborðs einn helsta sérfræðing á þessu sviði, þ.e.a.s. Guðmund, svarar bæjarstjórinn: „Nei, þau þurfa ekkert að óttast - við erum svo lítil (þ.e. hin íslenska þjóð) og fyrirtækið er svo velviljað." Einmitt. Og þessu trúa sveitarstjórnarmenn í Þingeyjarsýslu og þiggja góð ráð frá Alcoa í gegnum bæjarstjórann fyrrverandi. Eða eins og einn sagði: „Það er gott að hafa Guðmund til að gefa okkur ráð um það hvernig við eigum að haga okkur gagnvart Aloca." Guðmundur sagði okkur líka frá því að eitt skilyrði fyrir því að álverið reis á Reyðarfirði á sínum tíma hafi verið það að sveitarfélögin sameinuðust. Það kemur líka fram í myndinni að forstjóri Landsvirkjunar og Valgerður Sverrisdóttir gantast með það að kjördæmi hennar hafi verið stækkað til suðurs, og að allar reglur hafi verið brotnar, svo Alcoa gæti reist tvö álver í hennar kjördæmi. Alþjóðlegt stórfyrirtæki eins og Alcoa verður hugsanlega búið að plassera tveimur álverum í eitt kjördæmi eftir einhvern tíma. Það verður þá stærsti vinnustaðurinn í kjördæminu, sem fáir stjórnmálamenn sem þaðan koma vilja styggja. Og hugsanlega vill það stækka verksmiðjur sínar einhvern tímann í framtíðinni. Þá getur þetta stóra fyrirtæki haft mikil áhrif, t.d. í orku- og skipulagsmálum. Þá er líka gríðarlegur fengur fyrir Alcoa að hafa á sínum snærum mann eins og Guðmund sem er með verðmæta reynslu í sveitarstjórnarmálum - svo notuð séu orð forstjórans. Svo einfalt er það. Höfundur er leikstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Sjá meira
Svona hljómaði helstið á RÚV og Stöð 2 fyrir nokkrum árum og vísaði til þess að Alcoa var sakað um að múta embættismönnum í Barein. Þetta kom fram sem hljóðrás í myndinni Draumalandinu og er í eina skiptið sem orðið mútur heyrist í henni. En í stuttri grein hér í Fréttablaðinu notar Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa, orðið mútur fjórum sinnum til að útskýra og um leið misskilja umfjöllun okkar um ráðningu Guðmundar Bjarnasonar, fyrrverandi bæjarstjóra Fjarðabyggðar, til Alcoa. Hann notar ljót orð til að lýsa myndinni: rógburður, mútuþægni, dylgjur, aðdróttanir, lítill sómi, ljótasti, samsæriskenningar. Á móti stillir hann upp fallegum orðum sem tákna Alcoa og Guðmund Bjarnason; fengur, reynsla, farsælan, fjárfesta, sterk, þekkingu, verðmæta, forystu, stjórnanda. Í myndinni kemur hvergi fram að höfundar telji að bæjarstjóranum hafi verið mútað þegar hann var ráðinn til starfa hjá Alcoa. Samt staglast forstjórinn á þessu ljóta orði. Ekki dettur mér í hug að Alcoa múti embættismönnum á Íslandi þótt fyrirtækið noti e.t.v. svoleiðis meðul þar sem það á við, t.d. í Barein. Persónulega finnst mér það taktlaust að ráða Guðmund til Alcoa um leið og verkefnið var í höfn - svo notuð séu orð forstjórans. Og hvert er starf bæjarstjórans fyrrverandi hjá Alcoa? Jú, hann á að kynna stefnu Alcoa í samningum við aðra bæjarstjóra um nýtt álver á Bakka. Og kannski á Grænlandi? Aðspurður hvort það verði ekki erfitt fyrir önnur sveitarfélög og Íslendinga að semja við Alcoa um nýtt álver þegar fyrirtækið hefur innanborðs einn helsta sérfræðing á þessu sviði, þ.e.a.s. Guðmund, svarar bæjarstjórinn: „Nei, þau þurfa ekkert að óttast - við erum svo lítil (þ.e. hin íslenska þjóð) og fyrirtækið er svo velviljað." Einmitt. Og þessu trúa sveitarstjórnarmenn í Þingeyjarsýslu og þiggja góð ráð frá Alcoa í gegnum bæjarstjórann fyrrverandi. Eða eins og einn sagði: „Það er gott að hafa Guðmund til að gefa okkur ráð um það hvernig við eigum að haga okkur gagnvart Aloca." Guðmundur sagði okkur líka frá því að eitt skilyrði fyrir því að álverið reis á Reyðarfirði á sínum tíma hafi verið það að sveitarfélögin sameinuðust. Það kemur líka fram í myndinni að forstjóri Landsvirkjunar og Valgerður Sverrisdóttir gantast með það að kjördæmi hennar hafi verið stækkað til suðurs, og að allar reglur hafi verið brotnar, svo Alcoa gæti reist tvö álver í hennar kjördæmi. Alþjóðlegt stórfyrirtæki eins og Alcoa verður hugsanlega búið að plassera tveimur álverum í eitt kjördæmi eftir einhvern tíma. Það verður þá stærsti vinnustaðurinn í kjördæminu, sem fáir stjórnmálamenn sem þaðan koma vilja styggja. Og hugsanlega vill það stækka verksmiðjur sínar einhvern tímann í framtíðinni. Þá getur þetta stóra fyrirtæki haft mikil áhrif, t.d. í orku- og skipulagsmálum. Þá er líka gríðarlegur fengur fyrir Alcoa að hafa á sínum snærum mann eins og Guðmund sem er með verðmæta reynslu í sveitarstjórnarmálum - svo notuð séu orð forstjórans. Svo einfalt er það. Höfundur er leikstjóri.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar