15 fulltrúar í 110 ár Örn Sigurðsson skrifar 13. nóvember 2009 06:00 Við Íslendingar erum eftirbátar granna okkar í lýðræðismálum. Oftar en ekki bera stjórnmál og stjórnsýsla hér fremur keim af einræði en lýðræði. Fram er komið á Alþingi frumvarp til laga um fjölgun í sveitarstjórnum til samræmis við ákvæði í lögum á öðrum Norðurlöndum. Fyrsti flutningsmaður er Þór Saari. Samkvæmt íslenskum lögum er hámarks fjöldi fulltrúa 27, en í norrænum lögum er hins vegar kveðið á um lágmarks fjölda í samræmi við íbúatölu sveitarfélags. Að sænskum lögum ættu fulltrúar í Reykjavík t.d. að vera 61 að lágmarki, 41 í Kópavogi og 31 á Akureyri. Í flestum norrænum sveitarfélögum er tala fulltrúa enn hærri, svona rétt til að styrkja lýðræðið. Í Þrándheimi eru fulltrúar t.d. 85 eða 30% fleiri en krafist er. Fjölgun fulltrúa eflir lýðræðið, bætir tengsl íbúa og sveitarstjórna og leiðir til aukinnar skilvirkni og gagnsæis. Í janúar 1908 var fulltrúum í Reykjavík fjölgað úr 11 í 15. Í október 2009 eru þeir enn 15 þó á röskri öld hafi íbúatala Reykjavíkur fimmtánfaldast, landsframleiðsla á hvern íbúa fimmtánfaldast, þjónustu- og lýðræðiskrafa margfaldast og umfang stjórnsýslu því a.m.k. tvöhundruðfaldast. Frambjóðandi til borgarstjórnar Reykjavíkur þarf nú að fá um 7% atkvæða og eru engin fordæmi um svo lága tölu fulltrúa og háan lýðræðisþröskuld í jafnstórum sveitarfélögum hjá grannþjóðunum. Nær útilokað er fyrir einstaklinga og samtök utan landsmálaflokka að komast til áhrifa. Lýðræðisskerðingin stríðir gegn alþjóðasáttmálum og er andstæð viðhorfum og venjum í lýðræðisríkjum þar sem meginmarkmiðið er ekki að torvelda heldur að auðvelda almenna þátttöku borgaranna. Í ráðhúsi Reykjavíkur ríkir fáræði (e. oligarchy), næsti bær við einræði. Þar er jafnan við völd naumur meirihluti með minni hluta kjósenda að baki, sem sópar til sín völdum og vegtyllum á meðan 6 eða 7 fulltrúar minnihluta sitja aðgerðalitlir á hliðarlínunum. Í áratugi hefur borgarstjórnin ekki valdið hlutverki sínu sökum fámennis. Nægir að nefna hæpnar stjórnkerfisbreytingar og fjölmörg stórmál á sviði borgarskipulags, samgöngumála og nú síðast REI-málið. Helstu mótbárur gegn fjölgun í sveitarstjórnum eru að stjórnun verði þunglamalegri og að kostnaður aukist en því er til að svara að það er á valdi rétt kjörinna sveitarstjórna að ákvarða greiðslur, verklag og verkaskiptingu. Með fjölgun taka kjörnir fulltrúar í Reykjavík t.d. við störfum í borgarkerfinu, sem nú eru mönnuð af umboðslausum einstaklingum neðarlega af framboðslistum fjórflokksins. Gagnsæi, jöfnuður, ábyrgð og skilvirkni aukast og þar með minnka spilling og sóun. Valdaeinokun fjórflokksins hverfur. Neikvæð áhrif landsbyggðarafla og atkvæðamisvægis minnka eða hverfa og sjálfstæði borgarstjórnar gagnvart ríkisvaldinu vex. Þörf fyrir ráðandi meirihluta og öfluga leiðtoga minnkar eða hverfur. Hingað til hefur fjórflokkurinn í Reykjavík skammtað fulltrúum sínum rífleg laun án þess að um fulla vinnu hafi verið að ræða enda hafa margir stundað önnur störf, m.a á Alþingi og í ríkisstjórn. Almennur ábati af fjölgun kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum er aukið lýðræði og réttlæti, sem seint verða of dýru verði keypt. Höfundur er arkitekt og stjórnarmaður í Samtökum um betri byggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum eftirbátar granna okkar í lýðræðismálum. Oftar en ekki bera stjórnmál og stjórnsýsla hér fremur keim af einræði en lýðræði. Fram er komið á Alþingi frumvarp til laga um fjölgun í sveitarstjórnum til samræmis við ákvæði í lögum á öðrum Norðurlöndum. Fyrsti flutningsmaður er Þór Saari. Samkvæmt íslenskum lögum er hámarks fjöldi fulltrúa 27, en í norrænum lögum er hins vegar kveðið á um lágmarks fjölda í samræmi við íbúatölu sveitarfélags. Að sænskum lögum ættu fulltrúar í Reykjavík t.d. að vera 61 að lágmarki, 41 í Kópavogi og 31 á Akureyri. Í flestum norrænum sveitarfélögum er tala fulltrúa enn hærri, svona rétt til að styrkja lýðræðið. Í Þrándheimi eru fulltrúar t.d. 85 eða 30% fleiri en krafist er. Fjölgun fulltrúa eflir lýðræðið, bætir tengsl íbúa og sveitarstjórna og leiðir til aukinnar skilvirkni og gagnsæis. Í janúar 1908 var fulltrúum í Reykjavík fjölgað úr 11 í 15. Í október 2009 eru þeir enn 15 þó á röskri öld hafi íbúatala Reykjavíkur fimmtánfaldast, landsframleiðsla á hvern íbúa fimmtánfaldast, þjónustu- og lýðræðiskrafa margfaldast og umfang stjórnsýslu því a.m.k. tvöhundruðfaldast. Frambjóðandi til borgarstjórnar Reykjavíkur þarf nú að fá um 7% atkvæða og eru engin fordæmi um svo lága tölu fulltrúa og háan lýðræðisþröskuld í jafnstórum sveitarfélögum hjá grannþjóðunum. Nær útilokað er fyrir einstaklinga og samtök utan landsmálaflokka að komast til áhrifa. Lýðræðisskerðingin stríðir gegn alþjóðasáttmálum og er andstæð viðhorfum og venjum í lýðræðisríkjum þar sem meginmarkmiðið er ekki að torvelda heldur að auðvelda almenna þátttöku borgaranna. Í ráðhúsi Reykjavíkur ríkir fáræði (e. oligarchy), næsti bær við einræði. Þar er jafnan við völd naumur meirihluti með minni hluta kjósenda að baki, sem sópar til sín völdum og vegtyllum á meðan 6 eða 7 fulltrúar minnihluta sitja aðgerðalitlir á hliðarlínunum. Í áratugi hefur borgarstjórnin ekki valdið hlutverki sínu sökum fámennis. Nægir að nefna hæpnar stjórnkerfisbreytingar og fjölmörg stórmál á sviði borgarskipulags, samgöngumála og nú síðast REI-málið. Helstu mótbárur gegn fjölgun í sveitarstjórnum eru að stjórnun verði þunglamalegri og að kostnaður aukist en því er til að svara að það er á valdi rétt kjörinna sveitarstjórna að ákvarða greiðslur, verklag og verkaskiptingu. Með fjölgun taka kjörnir fulltrúar í Reykjavík t.d. við störfum í borgarkerfinu, sem nú eru mönnuð af umboðslausum einstaklingum neðarlega af framboðslistum fjórflokksins. Gagnsæi, jöfnuður, ábyrgð og skilvirkni aukast og þar með minnka spilling og sóun. Valdaeinokun fjórflokksins hverfur. Neikvæð áhrif landsbyggðarafla og atkvæðamisvægis minnka eða hverfa og sjálfstæði borgarstjórnar gagnvart ríkisvaldinu vex. Þörf fyrir ráðandi meirihluta og öfluga leiðtoga minnkar eða hverfur. Hingað til hefur fjórflokkurinn í Reykjavík skammtað fulltrúum sínum rífleg laun án þess að um fulla vinnu hafi verið að ræða enda hafa margir stundað önnur störf, m.a á Alþingi og í ríkisstjórn. Almennur ábati af fjölgun kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum er aukið lýðræði og réttlæti, sem seint verða of dýru verði keypt. Höfundur er arkitekt og stjórnarmaður í Samtökum um betri byggð.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun