Erlent

Flýðu eldfjall á jólunum

Eldfjallið Mayon.
Eldfjallið Mayon.

Tæplega fimmtíu þúsund íbúar í námunda við eldfjallið Mayon á Filippseyjum hafa eytt jólunum fjarri heimilunum sínum eftir að stjórnvöld skipuðu þeim að yfirgefa svæðið á aðfangadag.

Lítilsháttar eldgos hefur verið í fjallinu í um viku en jarðfræðingar óttast að gosið geti færst í aukana með litlum fyrirvara.

Hermenn gengu hús úr húsi og ráku þá sem ekki vildu fara með valdi frá heimilum sínum.

En margir bændur grátbáðu um að fá að vera um kyrrt til að hugsa um búfénað sinn þótt aðrir fjölskyldumeðlimir yfirgæfu svæðið.

Hermenn hafa sett upp varðstöðvar til að koma í veg fyrir að fólk fari aftur inn á hættusvæðið. Mayon eldfjallið hefur gosið um 40 sinnum á síðustu 400 árum en þó aldrei yfir jól eins og nú, sem eru mikilvæg fjölskylduhátíð í huga Filippseyinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×